Jökull


Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 25

Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 25
Myndarlegt rit um Vatnajökul Emmy Mercedes Todtmann er þýzkur kvarter- jarðfræðingur og hefur um áratuga skeið verið prívatdósent við háskólann í Hamborg. Hún er mörgum Islendingum kunn, því hún hefur dvalið hérlendis samtals átta sumur og hafa ekki aðrir útlendingar sýnt hér meiri þraut- seigju við náttúrurannsóknir. Viðfangsefnið hef- ur jafnan verið jaðrar Vatnajökuls og landsvæð- in lrið næsta þeim, og mun tilgangurinn einkum hafa verið sá, að fá samanburð við lrliðstæð svæði með fram jöðrum ísaldarjökulsins á meg- inlandi Evrópu. Todtmann kom hingað í fyrsta skipti 1931 og athugaði þá einkum jaðarsvæði Skeiðarárjökuls og Breiðamerkurjökuls og jökl- anna i Öræfum. Fylgdarmaður hennar var þá séra Garðar Þorsteinsson. Sumarið 1934 fór hún á sömu slóðir, og enn kom hún þangað sumarið 1950, en fór þá einnig norður að Eyjabakka- jökli, og eftir það var norðurjaðar Vatnajökuls austan Kverkfjalla og svæðið hið næsta þar norð- ur af aðalverkefni liennar, en síðast fór hún á þær slóðir sumarið 1956. Hikaði hún aldrei við að dvelja alein á þessurn slóðum, þar til Rann- sóknaráð ríkisins bannaði slíkt, og er hún þó kona við aldur. T Jm rannsóknir sínar á Islandi hefur Toclt- mann birt margar ritgerðir og nú hefur hún dregið saman áranginn af öllum þessum rann- sóknum í eina bók. Titill hennar er: Gletscher- forschungen auf Island (Vatnajökull).. Þetta rit kom út í Hamborg (hjá Gram. de Gruyter & Co.) 1960 og er 93 bls. í stóru broti, auk 36 myndablaða. Auk þess fylgir því litprentað kort af jaðarsvæði Brúarjökuls, en sá jökull gekk fram um 10 km sumarið 1890, en liefur nú hörfað meir en annað eins, og þykir það land- svæði, sem við þá hörfun varð jökulvana, mjög fróðlegt fyrir þá, sem hafa áhuga á landform- um, sem myndast við hörfun jökla: malarhryggj- um, urðarbökum (drumlins), jiikulkerum (Tot- eislöcher) og kembdum urðum (fluted morain- es). Á þessum slóðum er einnig mikið af urðar- öldum, sem eru menjar um framskrið eða kyrr- stöðu jökulsins á ýmsum tímum. Hefur Todt- mann lagt mikla vinnu í að kortleggja þessar iildur og reyna að ákvarða aldur þeirra. Ekki er' ég sannfærður um, að aldursákvarðanir henn- ar séu í öllum atriðum réttar, en í aðalatriðum munu niðurstöður hennar vera nærri réttu. Milli Sauðár og Kringilsár eru nokkrar öldur framan við hraukana frá 1890 og virðast forn- legri. Todtmann telur þær liafa myndazt á kuldaskeiðinu í byrjun járnaldar, en sama ald- urs hyggur hún vera nokkrar öldur sunnan Vatnajökuls, svo sem öldur framan við Skeiðar- árjökull vestan til, Stóröldu framan við Svína- fellsjökul í Öræfum, og hluta af Kvíármýrar- og Kambsmýrarkömbum fram með Kvíárjökli. Um þá kamba og Stórölclu hef ég látið sömu skoðun í ljós, en nú vill Þorleifur Einarsson kollvarpa þessari skoðun okkar og láta þessar öldur vera frá holtasóleyjaskeiðinu síðara, eða um 10 000 ára gamlar. Meiri rannsóknir þarf til að skera tir því, hvor skoðunin er rétt, og sízt myndi ég harma það, að Þorleifur reyndist hafa rétt fyrir sér. Það er alltaf gaman að því, þegar eldri kenningum er kollvarpað með góð- um og gildum rökum. Todtmann lýsir einnig svæðinu fram af Eyja- bakkajökli, en sá jökull gekk fram 1890, um leið og Brúárjökull, og aftur 1931 og 1938. Öll þessi framskrið telur Todtmann hafa orsakazt af veðurfarslegum ástæðum, og er ég henni þar í aðalatriðum sammála, þótt ég hafi haft þar aðra skoðun á, fyrir aldarfjórðungi. Eitt er það, sem Todtmann hefur oft haldið fram í ritum sínum og átt erfitt með að sann- færa aðra jöklafræðinga um, og það er að jökul- árnar renni yfrleitt í göngum inni í jöklunum, en ekki með botni. I þessu riti heldur hún því fram, sem rétt mun vera,að sumar jökulár renni með botni, aðrar í ísgöngum. Vafalaust er, að t. d. Hrútá hefur runnið í slíkum göngum, sbr. grein Flosa Björnssonar í Jökull 1959, en jafnvíst er, að margar jökulár renna með botni undir jökulsporðunum, til dæmis Austurfljót í Hornafirði. Todtmann ber Sigurjón Rist fyrir því, að Skeiðará hafi kornið úr ísgöngum haust- ið 1952. Ekki skal ég fyrir það þræta, en víst er, að í þau skipti, æði mörg alls, sem ég hef komið að upptökum hennar, rann hún með botni. Aftast í bókinni eru 70 myndir, vel prentaðar á myndapappír. Auka þær mjög gildi bókar- innar, og mun hverjum þeim, sem fæst við rannsóknir á jökulmenjum, gagnlegt að skoða þær vendilega. Þessar myndir og raunar bókin í heild, eru enn eitt dæmi um það, hvílíkt óskaland landmótunarfræðinga og jarðfræðinga 23

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.