Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 33
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR.
Allir olangreindir skriðjöklar, 25 að tölu,
liafa dregizt saman eða liopað frá haustinu
1959 til jafnlengdar 1960. Mælingastaðir voru
alls 54, og alls staðar hafa jökuljaðrar reynzt
á undanhaldi. Veturinn 1959/60 var yfirleitt
snjóléttur og sumarið 1960 hlýtt. Má meðal
annars marka það af því, að hæð frostmarks yfir
jörð var að meðaltali 1050 metrar á Suðvestur-
landi, en undanfarin 7 ár hefur það verið mun
lægra, verið hæst 960 m árin 1956 og 1957.
Þetta þýðir, að meðalhiti ársins á hábungum
Esju er um eða lítið eitt yfir frostmark að
jafnaði.
Ur Kaldalóni. Um' jökulinn Jjar segir Aðal-
steinn fóhannsson í bréfi 11. nóvember 1960:
Jökullinn hefur þynnzt um 6—8 m á að gizka.
Hann er sléttur með jöfnum halla og mjög
lítið sprunginn. Upp úr brúninni er nú komið
holt eða klettanef, rétt norðan við miðjan jök-
ulinn. Það er 30—50 m á lengd, en ég komst
þangað ekki vegna sleipu á jöklinum. Lítur
út fyrir, að jrað séu alldjéip skörð á báða vegu
við þetta klettanef, svo að Lónbotninn skiptist
í tvennt, þegar upp kemur. — Syðra skarðið
lítur út fyrir að vera mun breiðara og meiri
flái í því frá Votubjörgum.---
Svo er það Skjaldfönnin. Hana tók upp 17.
ágúst, en síðasta snjóinn undir Höggunum
10,—15. september og þar með allan snjó fram-
an úr brúnum í Skjaldfannardal, en það er
sjaldgæft. Einnig var mjög lítill snjór eftir
uppi á fjallinu. — Síðasti vetur var sá bezti,
sem ég man, með afbrigðum snjóléttur, en þar
fyrir getur skafið sæmilega ofan í brúnina og
orðið jjykkt við Traðarlækinn.
Leirufjörður. Þar er nú engin byggð og því
erftt um vik að mæla jökulinn. Llallgrímur
Jónsson hreppstjóri, sem áður bjó á Dynjanda
í Leirufirði, fluttist að Sætúni í Grunnavík
fyrir allmörgum árum. Þaðan er 5—6 klst. reið
inn að jökli. Hallgrímur tók sig samt til 11.
sept. og mældi jökulinn. Hafði sporðurinn þá
hopað 180 m á tveimur árum og „greinilegt
tilsýndar, hvað hann er orðinn lítilfjörlegur,
miðað við það, sem áður var“.
Reykjarfjörður nyrðri hefur staðið í eyði tvo
undanfarna vetur, en eigendurnir, Guðfinnur
Jakobsson og bræður hans, hafa dvalizt þar að
sumrinu með fjölskyldum sínum, unnið rekavið
og stundað veiðiskap. — Það er þeim að þakka,
að enn hafa fengizt árlegar mælingar á jökl-
inurn í Reykjarfirði.
Skeiðarárjökull. Við vestanverðan jökulinn
er mælt á einum stað, upp af Sandgígum. Hef-
ur Hannes Jónsson á Núpsstað framkvæmt þær
mælingar í har nær 30 ár, en sum árin hafa
jökulhlaup hindrað mælingar. Að Jiessu sinni
var jökullinn brattur við röndina, og gæti þvi
farið svo, að framhlaup væri í aðsigi. í bréfi
dags. 10. okt. 1960 segir Hannes enn fremur:
„Það er síður en svo, að það sé jökullaust J:>ar,
sem hann hverfur yfir sumarið, þó að Jrar virð-
ist sléttur, jökullaus sandur, þegar mælt er.
Næsta haust kemur í ljós, að þarna er víðast
misjafnlega þykk jökulhella undir. Þá koma
göt á þennan slétta sand, og sér maður þá
þykkt hans, sem er misjafnleg, sums staðar
6—12 cm og upp í einn metra og sjálfsagt
þar yfir. Sem sagt, þessi íshella er þá orðin
víðast á lofti og sér undir hana víða, þar sem
þiðnað hafa göt á hana. Sandurinn og mölin
ofan á isnum er 1—2 fet á þykkt.“
Við austanverðan jökulinn eru fjórar merkja-
raðir, sú austasta vestan við útfall Skeiðarár.
Um mælingar J:>ar segir Ragnar Stefánsson í
Skaftafelli á þessa leið: ,,Á Skeiðarársandi
mældi ég 21. okt., og var útkoman þessi:
I merki 106 m (að jökli)
III _ 118 -
IV _ 914 -
V - 422 -
Frá austasta rnerki hef ég ekki mælt síðan 1954.
Áreiðanlega hefur jökullinn ekkert færzt til
baka þarna síðan, enda hefur Skeiðará grafið
þar djúpan farveg og þá borið burtu sand af
jökulskörinni. Sú jökulbrún, sem ég nú mældi
að, hefði verið hulin sandi, ef Skeiðará hefði
ekki grafið vestur með jöklinum, og hefði ég
rnælt nú að jöklinum í sömu hæð og 1954,
hefði ég mælt töluvert inn á jökulbrúnina. En
jökullinn lækkar nú og þynnist gífurlega aust-
ur við Jökulfellið með hverju ári sem líður.
Merki III fórst í hlaupinu sl. vetur (Janiiar-
hlaupinu). Eg setti upp nýtt merki aðeins vest-
ar.“ — —
Morsárjökull. Þar hefur oftast verið mælt
við tvær merkjaraðir. Um mælinguna haustið
1960 (19. okt.) segir Ragnar í Skaftafelli: „Við
merkið hjá Miðfelli hefur nú myndazt allstórt
lón, svo J:>ar eru ekki tiltök að mæla. Telja
má, að lón hafi myndazt nær óslitið meðfram
31