Jökull


Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 34

Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 34
öllum jöklinum, austan frá Skorum og vestur undir Miðfell. Aðeins á einum stað er allhár malarhryggur, sem skiptir lóninu í sundur. Þar setti ég nýtt merki, 50 m frá jökli. Við mið- merkið reyndi ég að koma á mælingu, með því að ég óð yfir meiripart af lóninu og kastaði síðan streng yfir skoru við jökulskörina, sem ekki var væð.“----- Þetta er gott dærni þess, hve miklum erfið- leikum það getur verið bundið fyrir einn mann að framkvæma mælingar við jökulsporða, sem liggja frarn á flata sanda. Flosi Björnsson, Kvískerjum, segir m. a. í bréfi 6. okt. 1960: „Upp af Stórhöfða upp af Fagurhólsmýri hlóð Ffelgi Arason vörðu haustið 1943 140 m frá jökli. Flaustið 1960 liafði sú fjarlægð aukizt í 240 m. Stórhöfði er 784 m og jökuljaðarinn upp af honum í fast að 1000 m hæð. Mælinga- stefnan frá vörðunni er: Stórhöfði efst ber i Eríksnef á Ingólfshöfða. Fjallsá hljóp að þessu sinni 10.—11. maí. Talsvert hlaup [úr jökulsíflaða lóninu í Breiða- merkurfjalli]. Göngin í Hrútárjökli eru nú að mestu horf- in nema fremst. Virðast þau hafa sigið saman víðast, en í miðju eyðzt ofan af þeim“. (Sbr. grein í síðasta hefti Jokuls.) Sjávarströndin. Flosi skrifar enn fremur: „Einn mælingastaður Durhamleiðangursins 1951 er varða á aurunum skammt vestan Jökulsár. Virðist þá skv. uppdrætti þeirra hafa verið h. u. b. 300 m frá vörðunni út á fjöruna. Hin síðari ár hefur sjórinn stöðugt brotið fjöru- kambinn þarna í grennd, en hann er líka þverbrattur. í marzmánuði 1955 mældi ég þessa vegalengd, og var hún þá 180—190 m fram á kambinn. Nú í haust, er ég mældi við Brm.- jökul, mældi ég þarna aftur, og voru þá 153 m út á kambinn, en neðan undir hinum lág l’jara, 60—70 m út að hálfföllnum sjó. En varla gætir þessa niðurrifs langt vestur, a. m. k. ekki vestur við Breiðárós; þar sést. stöku sinn- um á flak brezks togara, er strandaði þar 1905, og er það þá í flæðarmálinu." Gizkað er á, að „landbrot" þetta kunni að standa í sambandi við minnkandi aurburð í Jökulsá, síðan hún lagðst í fastan farveg. Breiðamerkurjökull austan Jökulsár. „Fram- brún hans er orðin þunn víða“, skrifar Þor- steinn á Reynivöllum 5. okt. 1960. „Mátti nærri daglega sjá breytingu á honum, sérstaklega við Jökulsá, og einnig á austurjaðrinum. Héðan að heiman sést til Ingólfshöfða og Kvíármýrar- (kambs), en ekki sést reykurinn frá Kvískerjum, enda alls staðar hætt að rjúka á bæjum.“ Hoffellsjökull. Leifur í Hoffelli getur Jress í bréfi 5. jan. 1961, að á árinu 1960 liafi stór íshella eyðzt vestan undir Geitafelli, og megi nú heita, að jökullinn sé laus frá Geitafells- björgunum — alveg inn að Efstafellsgili. Þó er þar ekki greiðfær vegur, þvi að klettarani gengur alveg niður í lónið og lokar leiðinni neðan undir, nema lónið sé á ís. Leifur fór [jessa leið við annan mann 20. des. 1960. Þeir fóru í eftirleit inn í Múla, „og mun það vera í fyrsta skipti, að þessi leið er farin af gangna- mönnum“, segir Leifur að lokum. í því sambandi má minna á þau munnmæli, að í tíð Jóns Helgasonar sýslumanns, sem bjó í Hoffelli frá 1762—1809, liafi mátt ríða eftir eyrum alla leið inn í Múla. Enn segir Leifur: „Ekki er lónið fyrir vestan Svínafell hætt að stækka og nær enn þá upp að jöklinum á nokkuð breiðu svæði. Vestasta merkið, sem var skammt austan við Jökulfell, hefur alveg týnzt. Þar hefur orðið æðimikið umrót, því að lækir koma frá Jökulfelli og falla meðfram jökulröndinni austur í lónið.“ Múlajökull vestan við Arnarfellsháls. Þar hef- ur Sigurgeir Runólfsson mælt um miirg undan- farin ár. Haustið 1960 segir hann í bréfi: „A öllum mælingastöðunum var jökullinn sléttur að neðanverðu, mikið hallandi, og landið undir jöklinum virðist vera mikið hallandi." NÝIR ÁSKRIFENDUR JÖKULS: Swets & Zeitlinger booksellers Keisergracht 471 &: 487, Amsterdam C, Holland. Veðurstofa Islands, Sjómannaskóla, Reykjavík. Tímaritið Úrval, Laugavegi 178, R. Skiptisamband: The Geographical Branch Department of Mines and Technical Survey, Ottawa, Canada. (Fyrir Gographical Bulletin). 32

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.