Jökull


Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 26

Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 26
Frá félaginu: AÐALFUNDUR Aðalt'undur var lialdinn í Tjárriárkaffi fimmtudaginn 28. janúar kl. 20.30 og sóttu hann um 70 manns. Fundarstjóri var Þorleifur Guðmundsson skrifstofustjóri. Þetta gerðist: 1. Formaður flutti ýtarlega skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. 2. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikn- inga félagsins. Niðurstöðutölur rekstrar- reiknings voru kr. 184.523,27. Varð óvenju- mikill tekjuafgangur á árinu, eða kr. 105.210,34 og byggist hann að miklu leyti á hagnaði, sem varð af sölu umslaga og starfrækslu pósthúss í skála félagsins á Grímsfjalli. Skuldlaus eign í árslok nam kr. 215.250,06. Félagsmenn voru 312. 3. Stjórnarkosning. Jón Eyþórsson var endur- kjörinn formaður til næstu þriggja ára. Meðstjórnendur voru endurkjörnir til eins árs, þeir Arni Stefánsson, Sigurður Þórar- insson, Sigurjón Rist og Trausti Einarsson. í varastjórn voru kjörnir Guðmundur Jónasson, Magnús Jóhannsson og Stefán Bjarnason. Endurskoðendur voru endur- kjörnir: Gunnar Böðvarsson, Páll Sigurðs- son og Rögnvaldur Þorláksson. 4. Eftirfarandi tillaga var samþykkt: Fundur- inn fellst á, að stjórn félagsins hlíti þeim skilyrðum, sem Vísindasjóður kann að setja um endurheimt tækja, ef félög, sem styrk hljóta til tækjakaupa, verða leyst upp. Var tillaga þessi borin upp vegna þeirra skil- yrða, sem stjórn Raunvísindadeildar Vís- indasjóðs liafði sett Jöklarannsóknafélag- inu, er hún veitti því, samkvæmt umsókn, ísland er, enda eru nú uppi háværar raddir, einkum í Skandínavíu, um að hérlendis verði efnt til árlegs sumarnámsskeiðs í þessum fræði- greinum. Verður erfitt til lengdar að standa gegn þeirri ósk. Um áratuga skeið hef ég dáðst að dugnaði og þrautseigju Emmy Mercedes Todtmann. Eg vil nú óska henni til hamingju með árangur- inn. Sigurður Þórarinsson. styrk til tækjakaupa, að upphæð 30 þús. krónur. 5. Almennar umræður. Halldórá Thoroddsen hafði orð fyrir skemmtinefnd og gerði grein fyrir fyrirhugaðri tilhögun árshátíðar félagsins þ. 19. febr. n.k. 6. Sýndar voru myndir frá Skeiðarárhlaupum og skýrðu þær Sigurjón Rist og Sigurður Þórarinsson. — Síðan var kaffidrykkja. Úr skýrslu formanns: „Tilraun var gerð til þess að komast upp á Kötlu á snjóbíl um miðjan maí í fyrra. Fenginn var snjóbíll, Bombardier, í Vík, en vegna þungrar færðar tókst ekki að komast alla leið. Vegna ótíðar í fyrra sumar varð ekki af frek- ari Kötluferðum, en flogið var yfir Mýrdals- jiikul í byrjun Jiessa mánaðar í góðu veðri, en engin vegsummerki voru sýnileg. Vatnsflóðin á Mýrdalssandi í fyrra haust standa ekki í sam- bandi við Kötlugos." „Þriðja rannsóknasvæði félagsins er Tind- fjallajökull, og þá einkum rannsóknir á tilvist jökulsins eða hlutfalli milli ákoniu og bráðn- unar. Settu þeir Jóhannes Briem og Valur Jó- hannesson stikur á jökulinn snemma í fyrra- vor, og var síðan mæld á þeim snjóleysing nokkrum sinnum í sumar. Meðal annars mældi ég tvö þversnið yfir jökulinn til samanburðar við eldri mælingar. „Félagið minntist 50 ára afmælis Guðmund- ar Jónassonar með myndarlegu hófi í Þjóð- leikhúskjallaranum, að afstöðnum hópferðum vorsins, en sjálft afmælið bar raunar upp á II. júní 1959 í ljónvitlausum byl uppi á Vatna- jökli. “ (Hér skal þess getið, að sérstök grein um Guðm. Jónasson og öræfaferðir hans birtist í Jökli 1958. Það hefti var í prentun um það leyti, er G. J. átti fimmtugsafmæli, og þótti hlýða að birta greinina þá þegar.) „1 bílanefnd félagsins voru þetta ár: Sigurjón Rist, Arni Stefánsson, Sigurgeir Geirsson, Hauk- ur Hallgrímsson og Gunnar Guðmundsson. í ferðanefnd: Magnús Jóhannsson, Stefán Bjarna- son, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðmunclur Jón- asson og Halldór Olafsson. I skálanefnd: Ste- fán Bjarnason, Magnús Eyjólfsson, Hörður Flafliðason, Magnús Karlsson og Sigurður Waage. I skemmtinefnd: Arni Eclwins, Sigurð- ur Waage, Halldóra Thoroddsen, Magnús Jó- hannsson og Sgurður Þórarinsson." 24

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.