Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 28
Haustferð á Vatnajökul 1960
í byrjun októbermánaðar 1960 íór Sigurjón
Rist til Grímsvatna við i'jórða mann til þess
að koma fyrir sterkum snjómöstrum á tveimur
stöðum á Vatnajökli, öðru ausian Pálsfjalls ná-
lægt hjarnmörkum jökulsins og hinu austan við
Grímsvötn. Til ferðarinnar hafði Sigurjón
Ferguson-dráttarvél á snjóbeltum. Skriðjökull-
inn var óvenjulega þýfður eftir sumarleysing-
unaj og leiðangur, sem lagði upp á venjuleg-
um beltabílum snemma i september, varð frá
að hverfa.
Möstrin eru úr 2" vatnspípum, þrjár lóðrétt-
ar pípur í hverju, og er þeim haldið saman
af sterkum járngjörðum með jöfnu millibili.
Fram að þessu hefur aldrei lánazt að láta
nægilega háar snjómælingastikur standa yfir
vetur á jöklum hér. Ymist hafa þær farið í kaf
eða brotnað.
FTér fer á eftir skýrsla Sigurjóns um stað-
setningu snjómastranna:
1. Við Pálsfjall.
Um 800 m norðaustan við línu Pálsfjall—
Kerlingar og 7,5 krn frá Pálsfjalli (11,5 km frá
Kerlingum).
Lengd og breidd staðarins:
64° 20,3' n.b. 17° 47,8' v..l.
Þægilegast mun vera fyrir jökulfara að finna
staðinn eftir pólmiðum þannig:
Pálsfjall sein póll: Misvís. 338° 7,5 km fjarl.
Iverlingar sem póll: — 150° 11,5 — —
Er þá nægilegt að sjá annaðhvort fjallið, t. d.
Pálsfjall, og hafa það 158° misvísandi frá leit-
armanni. Stefnan til Kerlingar á sama hátt eru
misvísandi 330°.
Flinn 6. október 1960 var toppur snjómast-
urs 463 cm yfir snjó.
2. Við Grímsvötn.
NA af Grímsvötnum:
64° 26' 06" n.b. 17° 09' 23" (Sjá Gríms-
vatnakortið).
Auðveldast er að finna snjómastrið með pól-
miðum þannig:
Póll: Staðið nokkrum metrum norðan og
austan við Grímsfjallaskála (hjá benzíntunn-
unni). ffornið Vestri-Svíahnúkur (varða) snjó-
mastur er 174° 56' 21", vegalengd 6 km. Sjá
gestabók skálans.
9. október 1960 var toppur snjómasturs 670
cm yfir snjó, og þá voru 245 cm þess huldir
snjó. Lengd alls 915 cm.
Vetrarsnjór 1959/60 var 455 cm.
Frá 14. júní 1960 og út sumarið leysti 110
cm. Flinn 9. október var komið 60 cm nýsnævi,
Ji. e. a. s. vfirborðið var aðeins 50 cm lægra
9. október en 14. júní.
Með hliðsjón af þessu þarf að færa mastrið
upp, ef það finnst, gæta þess vel, að jafnfast
sé unclir öllum fótum og að það hallist ekki.
25. maí 1961.
S. Rist.
í krikanum norðaustur af Mósa 2—3 km
norðan við sléttumiirk var mikill ketill 25—30
m í þvermál. Lagði upp úr honum gufukóf
og brennisteinsfýlu. Þó rofaði niður í 30 m, og
virtist þar þverhnípt berg, en á botninum
kraumaði, vall og sogaði. A þessum slóðum var
líka gufuhver vorið 1955. Um kvöldið var 10 st.
frost.
Mcl. 13. júni. Skínandi veður. Lokið mæl-
ingum í Grímsvötnum. Meðal annars var kann-
að sprungugímald mikið suðaustan undir Svarta-
bunka, andspænis Gríðarhorni. Gengur það
undir nafninu Stóragjá.
Þrd. 14. júni. Haldið af stað heimleiðis laust
eftir miðnætti og stanzað við Pálsfjall eina
klst. Veður og færi ágætt. Komið niður á jökul-
sporð kl. 06.30. Sigurjón Rist varð eftir við
fjórða mann á Háubungu til að ljúka ýmsum
mælingum.
Mvd. 15. júni var lagt af stað úr Jökulheim-
um um 11-leytið og komið til Reykjavíkur eftir
9 klst. ferð. Sigurjón og félagar hans komu nið-
ur af jökli daginn eftir.
Annáll þessi er tekinn saman eftir dagbók
Magnúsar Jóhannssonar. Öll ferðin tókst giftu-
samlega, og leiðangursmenn leystu af hendi öll
verkefni, sem þeim voru falin. Mun nýr upp-
dráttur af Grímsvötnum og aðrar niðustöður
birtar i næsta hefti Tökuls.
]■ Ey.
26