Jökull


Jökull - 01.12.1960, Page 27

Jökull - 01.12.1960, Page 27
Vatnajökuisleiðangur vorið 1960 Expedition to Vatnajökull in June 1960 Lagt var upp frá Reykjavík laugardag 4. júní snemma morguns og haldið beint til Jökul- heima í fyrsta áfanga. Þrír snjóbílar voru í för- inni og 26 manns. Farastjórar voru Magnús Jóhannsson, Sigurjón Rist (ók Jökli II) og GuS- mundur Jónasson (ók Gusá). Helztu verkefni. voru þessi: 1. Gera nýtt kort af Grímsvötnum og næsta umhverfi. 2. Mæla hita í jökulhjarni í allt að 30 m dýpi. 3. Mæla þyngdarafl á vestanverðum jöklinum, einkum á Grímsvatnasvæði. 4. Fara í skemmtiferð með þá, sem ekki voru bundnir við rannsóknastörf, á Oræfajökul eða í Kverkfjöll. Auk fararstjóranna, sem ofan greinir, voru leiðangursmenn þessir: Gunnar Þorbergsson landmælingamaður Guðmundur Pálinason eðlisfræðingur Carl Eiríksson radíóverkfræðingur Eberg Elefsen aðstoðarmaður Halldór Olafsson — Hörður Hafliðason — Gunnar Guðmundsson — ók Kraka Jón Brynjólfsson bryti Grímur Þ. Sveinsson póstmeistari Hanna Brynjólfsdóttir ljósmyndari Ingibjörg Sigurðardóttir — María Sigurðardóttir bankaritari Erla Jónsdóttir — Elsa Þórðardóttir — Edda Ólafsdóttir — Sigríður Arnadóttir teiknari Jónas Magnússon forstjóri Guðbjörg Kolka húsmæðrakennari Helga Ingólfsdóttir ritari Sigríður R. Jónsdóttir ritari Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja Guðrún Waage húsfreyja Sigurður Waage forstjóri. Lagt var upp frá jökulsporði 5. júni að kveldi og ekið alla nóttina í meinlausu veðri. Leitað var að alúmín-þrífæti, sem settur var norður af Pálsfjalli vorið áður, — án árangurs. Komið í Grímsvatnaskála 6. júní kl. 13.30, og hafði ferðin tekið 15i/2 klst. Bjuggust menn um í skálanum, hagræddu farangri og hvíldust þann dag. Þrcl. 7. júni. Tekið til við mælingar. Ræsir Jökuls II bilaður. Sent skeyti og beðið að senda ílugvél með varahluti. Mvd. 8. júní. Um kl. 11 kom B. Pálsson flugmaður yfir, en 5 mín. áður lagðist þoka á Grímsfjall, og varð hann frá að hverfa. Fmtd. 9. júní. Gott og bjart veður. Unnið að mælingum og borun af kappi. Borholan er um 2 km norðar en vant er að kanna snjó- dýpt í Grímsvatnaskarði. Við hlaupið í Skeiðará í jan. 1960 liafði yfir- borð Grímsvatna sigið 68 metra. Guðm. Jónasson lagði af stað á Gusa til Öræfajökuls og Gunnar Guðmundsson á Kraka. Alls voru 16 konur og karlar í hópnum. Fd. 10. júní. Tilkynnt í talstöð, að Kraki væri með bilað belti í Hermannaskarði á suður- leið. Varð Jiað að ráði, að Guðm. skyldi halda áfram með farþega á Hvannadalshnúk, en jafn- framt biðja Sigurgeir Geirsson að lána belti á Kraka og flytja það og varahluti í Jökul II inn í Jökulheima. Þangað skyldi Jökull II fara til móts við hann og Gusi fara með þá suður í Skarð, er hann kæmi sunnan af Öræfajökli. Um daginn var unnið að þyngdarmælingum, landmælingum og borun. Ld. 11. júní. Guðmundur kom með allt fólk- ið kl. 2 um nóttina, en Sigurjón kom úr Jökul- heimum um kl. 20. Hélt Gusi þá þegar með beltið suður í Skarð að sækja Kraka, og Sd. 12. júní kl. 6 að morgni voru báðir bíl- arnir komnir heilu og höldnu á Grímsfjall. Landmælingu haldið áfrarn og unnið að bor- holu á Háubungu og þyngdarmælingum austan Grímsvatna. 25

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.