Jökull


Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 18

Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 18
yrðin fyrir jöklum Islands er lega landsins og veðurfar, og er þetta elzta loflslagslega skýring A jöklamyndun, sem kunnugt er um. Vart hefur höfundurinn þessa vizku aðeins frá eigin brjósli og er sönnu nœr, að þetta hafi verið almenn skoðun á Islandi á 13. öld. Til þess bendir upþ- hafið á Bárðarsögu Snœfellsáss, sem einnig mun vera frá 13. öld eða byrjun þeirrar 14. Bárður Sncefellsáss, sem er eins konar persónugervingur Snœfellsjökuls, er sagður vera sonur Mjallar dóttur Sruevar, og likjast móður sinni að útliti, en faðir hans er sagður vera Dumbr, sá er réði fyrr hafsbotnum þeim, er ganga norður af Hellulandi. Þetta er veðurfrceðileg skýring á myndun jökulsins fcerð í goðfrceðilegan búning. Dumbr er hér persónugervingur norðanáttarinn- ar og hafisþokunnar, sem kemur til íslands úr norðvestri. Höfundur Konungs skuggsjár kann einnig glögg skil á veðurfari á Grcenlandi og áhrifum meginjökulsins á það, enda lifðu ibúar Eystri- og Vestribyggðar á Grcenlandi i nábýli við jökla og veiðimenn úr þeim byggðarlögum þekktu vesturströnd Grcenlands norður fyrir 72. breidd- argráðu og liklega allmiklu norðar, en þeir, sem voru í förum milli Noregs, Islands og Grcen- lands, kynntust smám saman austurströnd Grcen- lands milli Hvítserks og Hvarfs. Leidd hafa verið allsterk rök að þvi, að höf- undur Konungs skuggsjár sé Einar Gunnarsson, smjörbakur kallaður, sem varð erkibiskup í Nið- arósi 1235 og dó 1262. Hefur hann vafalítið bceði þekkt geistlega menn frá Grcenlandi og Islandi og farmenn, sem siglt höfðu til þessara landa. Má telja líklegt, að mest af þeirri þekk- ingu á jölúum, sem kemur fram í Konungs skuggsjá hafi verið sameign íslendinga, Grcen- lendinga og þeirra manna í Noregi, sem höfðu nánast samband við þá, en vera má að hinn glöggskyggni höfundur Konungs skuggsjár hafi eitthvað bcett um af eigin hyggjuviti. I íslanclslýsingunni Qualiscunque cle- scriptio Islandiæ, sem samin er um 1590, líklega af Oddi Einarssyni, Skálholtsbisk- upi, er aukningar jökla á Islandi vegna versn- andi veðurfars getið í fyrsta sinn. Því er haldið fram í erlendum ritum um sögu jöklarannsókna, að korl Austurikismanns- ins W. Ygls af Tíról frá 1604 (3. mynd) sé elzla kort í veröldinni, er sýnir jökla sem sér- stakt lanclfrceðilegt fyrirbœri. En þar skjállast þeim, blessuðum, þvi jöklar eru sýndir og raún- ar á svipaðan hátt á Islandskorti Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem birtist i fyrsta skipti á prenti í kortabók Abraharns Orteliusar 1590 (2. mynd). Líklegt er, að Ygl hafi séð þessa kortabók. Talið er i erlendum frceðiritum, að Svisslend- ingurinn Jóhann Jacob Scheuchzer hafi fyrstur manna sett fram hina svokölluðu dilata- tions- eða frostþenslukenningu um hreyfingu skriðjökla. Þetta gerði hann í riti sínu: Iti- nera per Helvetiae Alpinas regiones facta, sem út kom 1705. Samkvœmt þessari kenningu er aðalorsök jöklaskriðsins þensla vatns, er það frýs. A daginn leysir ís á yfir- borði skriðjöklanna og vatn safnast í sprungur og glufur, á nóttum frýs vatnið og þenst út og spyrnir jöklinum áfram. Þessa kenningu aðhyllt- ust flestir jöklafrceðingar allt fram á 19. öld. En 10 árum áður en Scheuchzer birti þessar niðurstöður sinar hafði Þórður Skálholts- rektor Þorkelsson Vídalín lokið ritgerð sinni: Dissertationcula de montibus Islandiæ chrystallinis: Smáritgerð um jökulfjöll Islands. Þar setur hann fram frost- þenslukenninguna og það bceði skýrar og rök- fastar en Scheuchzer. Margan fróðleik um jökla er að finna i riti Vídalins, en jöklum kynntist hann einkum i Austur-Skaftafellssýslu. Hann bjó um liríð að Þórisdal i Lóni. Hann hefur meðal annars veitt því eftirtekt, að grjót i jökulurð- um er sorfið og máð. Vidalin skákar þó ekki Skaftfellingum um skilning á myndun jökla. Hann segir það skoðun ?nanna — og á þá ef- laust við fólk austur þar — að snjór safnist á vetrum á fjöll meir en ncer að þiðna á sumr- um, af þvi fjöllin séu kaldari en flatlendið, en þar af leiði að jöklarnir sigi niður og breiðist út á láglendinu. Sjálfur aðhyllist Vídalin eigi þessa skoðun. Þá getur Vidalin þess, að einn trúverðugur maður, Jón Ketilsson, hafi, að sögn vinnufólks hans, sem enn sé á lifi, lagt á Vatna- jökul til að kanna breidd hans. Hafi hann komið til baka eftir tveggja daga ferðalag og komizt að norðurrönd jökulsins, en ekki komizt norður af vegna bratta. Af lýsingu Jóns á lands- lagi norðan jökla að dcema er helzt að cetla, að hann hafi komizt norður á jökul ncerri Sncefelli. Ferð þessa skaftfellska bónda, sem liklega hefur verið farin um miðja 17. öld, er fyrsta jöklaferð i rannsóknarskyni, sem mér vitanlega hefur 16

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.