Jökull


Jökull - 01.12.1964, Page 32

Jökull - 01.12.1964, Page 32
JÓN EYÞÓRSSON. ORÐASAFN Glossary of Sea Ice Helztu heiti á hafísum Orðasafn þetta er gert eftir Illustrated Ice Glossary, sem prentað er í Polar Record, 8. b. No. 52, 1956. Höfundar eru Terence Armstrong og Brian Roberts. Geta þeir þess, að orðasafnið hafi verið 15 ár í smíðurn og hafi þeir borið sig saman við marga aðila og leitazt við að sam- ræma mismunandi sjónarmið til þess að finna nöfn og lýsingarorð, sem sjómenn geti viðhaft, ef þeir lenda í ís, og sömuleiðis áhafnir ísbrjóta og flugvéla, er eiga að vísa á færa leið út úr ísnum. — Þá er nauðsynlegt, að allir aðilar tali sama mál. Hér er enn fremur leitazt við að komast af með sem fæst orð. Enn fremur hef ég haft til hliðsjónar Atlas of Sea Ice eftir Alf Maurstad, Oslo 1935, og A Functional Glossary of Ice Terminology, U.S. Navy Hydrographic Office, Washington, D.C. 1952. íslenzku orðin eru fæst nýsmíði, en leitazt er við að velja algengum orðurn ákveðna merk- ingu, þannig að eitt rekist ekki á annars horn. Til hliðsjónar hef ég einkum haft rit Þorv. Thoroddsens, Orðabók Sigfúsar Blöndals og Orðasafn um ísmyndun eftir Steingrím Jónsson, Arsskýrsla Sambands ísl. rafveitna, 20. ár, 1962. Ensk heiti eru látin standa sem lykilorð, en íslenzku heitunum raðað í stafrófsröð í greinar- lok. anchor ice grunnstingull: botnfastur ís niðri í vatni. bay ice fjarðafreri: landfastur lagnaðarís og vetrar- snjór, eldri en ársgamall og allt að 2 metr- um upp úr sjó. Ef frerinn verður þykkari, kallast hann ísþilja. Gamall fjarðafreri, 10 ára eða eldri, kallast sikussak á grænlenzku. belt isbelti: langar hafísbreiður, oftast fáeinir kílómetrar, en stundum 100 km eða meira, á breidd. (T. d. ísbeltið við A-strönd Græn- lands). Sbr. strip. bergy bit stórjakar: þykkir hafísjakar, litlir borgarís- jakar eða brot úr þeim og hrúgöld úr brotn- um íshrönnum. Tæpast yfir 5 m upp úr sjó og 10 m í þvermál. beset isbundið: um skip, sem er fast í is og má sig hvergi hræra. bight bugur: stór vík, flói eða bogadregin bót í jaðri hafísbreiðu af völdum vinda eða strauma. brash ice kurl, hrul: smájakar og jakabrot, varla yfir 2 m í þvermál. calving jökulkast: svo nefnist, er borgarís og stór- jakar brotna framan af jökulsporðum. close pack ice þétt ísrek: jakarnir flestir snerta hver ann- an, svo að sigling er örðug nema ísbrjótum. íshula e/8—T/8- consolidated pack ice hafþök af is: jakarnir samfrosta. íshula 8/r. crack sprunga: mjóar rifur í ísbreiðu, of þröngar skipum, og verða því ekki kallaðar sund. Oftast má stökkva yfir sprungur. tast ice fastis: landfastur lagnaðaris, sem myndast með ströndum frarn og verður samfrosta við fjörur, isþiljur og jökulhamra. Fastís- inn er misbreiður, en getur náð allt að því 400 km á haf út. floe jaki: stór eða lítil ísspilda, sem ekki er fast- is. Jakar teljast léttir, ef þeir eru ekki yfir einn metra á þykkt, en þungir, ef þeir eru þar yfir. Jakar yfir 10 km í þvermál kall- ast afarstórir, frá 1—10 km stórir, frá 10— 200 m litlir. Jakar undir 10 m í þvermál kallast ísflögur. frazil ice svifis: isnálar og litlar ísþynnur, sem mara í kafi. Þegar vatn byrjar að leggja, verður það þelgrátt. Vestfirðingar kalla þetta tnœðu og segja, að sjórinn sé orðinn mœdd- ur eða það sé farið að mœða á fjörðinn. frost smoke frostreykur: þokuslæður, sem myndast af snertingu kalds lofts við tiltölulega hlýtt 90 JOKULL 1964

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.