Jökull - 01.12.1964, Page 34
50 000 km2 að flatarmáli, kallast jökulskild-
ir eða jökulhettur.
ice shelf
ísþilja: fljótandi isbreiða, allþykk. Isþiljur
eru oftast mjög víðlendar, sléttar eða lítið
eitt öldóttar á yfirborði. Þær myndast eink-
um af skriði jökulíss á haf út og auk þess
safnast á þær ákoma úr lofti ár frá ári. A
stöku stað standa þær á botni. Þær byrja
oft sem fjarðafreri og halda þvi nafni, unz
skörin er orðin fullir 2 metrar yfir sjávar-
borð.
ice wail
jökulhamar, ísveggur: brún á meginjöklij
strandjökli eða isbungu gegnt hafi. Undir-
lagið getur verið jafnt yfirborði sjávar eða
undir því (skör, ísþil).
inland ice sheet
meginjökull: þykk jökulbreiða og yfir 50000
km2 að flatarmáli. Oft ganga þeir á sæinn
út og mynda fljótandi jökulþiljur.
lead
simd: mjóar lænur, en skipgengar gegnum
hafís. Má oft þræða slík sund, þótt hemuð
séu.
Ievel ice
sléttur lagnaðarís: greiðfær vetrarís, sem
ekki hefur hrannazt.
new ice
íshroði: notað i víðtækri merkingu um all-
an nýlegan ís, svifís, krap, hem og islumm-
ur, ef þykktin er innan við 5 cm.
nip
teþpa: sagt er að ís teppi siglingar, þegar
skip er umflotið ís og kemst hvorki fram
né aftur. Ef ekki greiðist úr og skip festist
með öllu, er það isbundið.
open pack ice
gisið isrek: jakarnir snertast fæstir og víða
eru álar og vakir. íshula 3/8—°/s- Sigling er
sæmilega greið traustum skipum og jafnvel
hvaða skipi sem er, ef íshulan er ekki
yfir 4/s
open water
auður sjór: tiltölulega stór, íslaus svæði.
pack ice
isrek: allar gerðir hafíss nema fastis eða
landfastur lagnaðarís. Þéttleika ísreks má
telja í áttungum eða flokka í mjög gisið ís-
rek (i/s-3/8), gisið isrek (3/s—6/8)> þétt ís-
rek (6/s—T/s) og mjög þétt ísrek (7/s—8/s)>
er varla sér í auðan sjó.
pancake ice
íslummur: nýmyndaðar, litlar ísflögur,
kringlóttar að mestu og íhvolfar, 20—30 cm
í þvermál. Minna á „hungurdiska" Matthí-
asar Jochumssonar.
patch
spilda: isrek á litlum bletti, sem sést út yfir
úr siglutoppi eða jafnvel úr lyftingu.
polar ice
stórís, norðanis: mjög stórgerður hafís norð-
an úr íshafi, 2—3 metra þykkur eða þar
yfir, elclri en ársgamall. Hrannaður og úf-
inn á efra borði, en sléttist eftir því sem
hann rekur lengra suður og nær að veðrast
og þiðna. Auðþekktur frá einærum ís.
polynia (flt. polynyi)
fastavök: stór vök með hafís á alla vegu, er
helzt á sömu slóðum ár frá ári. Stundum
ná þær að landi á einn veginn. Slíkar vak-
ir eru algengar undan ósum stórfljóta.
pool
vök: auðir blettir í hafís, breiðari en sund,
en ekki nægilega stórar til þess að kállast
auður sjór. Vök, sem kemur á sama stað ár-
lega, kallast fastavök.
pressure ice
hrannaður ís: allur ís, sem hefur orðið fyrir
hörðum árekstri eða þrýstingi, svo að hann
molast, rís á rönd eða haugast saman. Eftir
útliti kallast hann hrófaður, hrannaður og
skrýfður.
pressure ridge
ishrönn, sbr. liummocked ice.
puddle
pollur: lautir á jökum og jöklum fylltar
vatni eða krapi (krapablár). Vatnið er oft-
ast ósalt og gott drykkjarvatn.
rafted ice
hrófaður ís: þunnir jakar og íslummur hróf-
ast oft hver ofan á aðra, leggjast á misvíxl
eða kastast upp á stóra jaka af sjógangi og
hliðarþrýstingi. Getur slíkur hrófís orðið
illþýfður og ógreiður yfirferðar.
ram
isbarð: neðansjávar skör á jaka, borgarís
eða ísþilju. Hættulegt skipum (sbr. að
verða fyrir barðinu á ehv.).
rotten ice
vorís, isfrauður: ís, sem er að bráðna og
orðinn gljúpur og ótraustur.
shore lead
landvök: Skipgengur áll milli strandar og
JÖKULL 1964
92