Jökull - 01.12.1964, Side 37
Vatnajökulsleiðangur 1964
The Vatnajökull Expedit.ion May 1964
Lagt var upp frá Reykjavík laugardaginn 23.
maí kl. 08.50. Færð var góð. Komum í Jökul-
heima kl. 18.30. Þar var SA-gola og þokusúld.
I förinni voru::
Gunnar Guðmundsson, fararstjóri,
Þórður Sigurðsson,
Hörður Hafliðason,
Halldór Gíslason,
Carl J. Eiríksson,
Magnús Jóhannsson,
Gauðlaug Erlendsdóttir,
Vigdís Jónsdóttir.
Samflot höfðu á eigin snjóbíl Rafn Johnson,
Sverrir Sigfússon, Gunnar Hannesson og Hinrik
Thorarensen.
Um kvöldið voru snjóbílar fluttir inn að
jökli.
Sunnud. 24. maí. Dót flutt inn fyrir á
snemma morguns og búizt til ferðar. Veður var
bjart, logn og hitamolla. Lagt upp á jökul kl.
11.30. Eftir 13.3 km akstur var komið að ein-
földu járnmastri, sem sett var upp vorið 1963,
í h. u. b. 1150 m hæð. Stóð það 170 cm upp
úr snjó.
Kl. 15.00 var ekið áfram í stefnu 103° misv.
og vorum komin kl. 16.40 að merkinu milli
Pálsfjalls og Kerlinga. Vegmælir sýndi 19.3 km
frá jökulsporði. Hæð mældist 1290 m. Hækkun
á snjóborði frá vorinu 1963 mældist 192 cm.
(Frá snjó upp á topp 481 cm. Bætt var ofan á
mastrið h. u. b. 3 metrum, og var að því loknu
sund (lcena), lead
svifís, frazil ice
teppa, nip
valnshiminn, water sky
veðraður is, weathered ice
veltijaki (boljaki), growler
vetrarís, winter ice
vorts, isfrauður, rotten ice
vök, pool
þétt isrek, close pack ice
JÖKULL 1964
hæð frá snjóborði á toppstöng 793 cm, en á
„axlir“ 616 cm).
Héðan blasir við sprungusvæðið kringum Páls
fjall. Það er ferlega sundur tætt, einkum kamb-
urinn NA af fjallinu. Virtist okkur móta fyrir
sprungum alla leið upp í dalverpið vestan við
Háubungu. Tókum því stefnu N90A og ókum
þannig um stund, en sáum brátt missmíði fram
undan og breyttum stefnu í N85A.
Kl. 19.15 sýndi vegmælir 23.3 km og hæðar-
mælir (leiðréttur) um 1345 m. Við höfðum farið
yfir þrjár sprungur, en þær voru vel lokaðar.
Munum senn komnir norður fyrir sprungu-
beltið.
Kl. 19.50 gerði slydduél og dimmviðri. Stönz-
uðum því og biðum þess, að élið gengi yfir.
Vegmælir 25.9 km og hæðin um 1400 m. Sprung-
ur 1 grennd, og virtist stefna þeirra h. u. b.
NV—SA. Stefndum um hríð N43A til þess að
fara þvert á sprungustefnuna, en tókum brátt
fyrri stefnu, N85A, er vegmælir sýndi 27.7 km
og hæðin röskir 1420 m.
Kl. 21.30 sýndi vegmælir 32.7 km og hæðar-
mælir um 1490 m. Stefna tekin N119A og héld-
um þannig áfram til kl. 23.15. Sýndi vegmælir
þá 40.3 km og hæðarmælir tæpa 1680 m. í sömu
mund svipti þokunni frá, og Svíahnúkur vestari
blasti við í réttri stefnu. Komum í skála á
Grímsfjalli laust eftir miðnætti. Sýndi vegmælir
þá 47.7 km og hæðarmælir 1760 m, sem er 41
m of hátt, en hann var settur á 670 við jökul-
sporð. Er leiðrétt fyrir þessari breytingu hér
að framan, en gengið út frá jafnri breytingu
á loftþrýstingi.
Mánud. 25. mai. Haldið ofan á Grímsvötn
kl. 11.00. Leituðum að mælingastöng, en fund-
um ekki. Hún hlýtur að hafa fallið og grafizt
í snjó. Veður bjart og gott.
Mælt snið frá Gríðarhorni að Depli:
Við Gríðarhorn kl. 17.15: Hæð 1431 m
Frá Gríðarhorni 1.0 mílu — 1447 -
1.5 - — 1444 -
2.0 - — 1441 -
2.5 - — 1440 -
3.0 - — 1439 -
3.5 - — 1431 -
- 3.8 - — 1424 -
Kl. 18.20: Undir Depli — 1423 -
Á Depli - 1455 -
Hæð Depils yfir snjóborð mældist af meðal-
tali tveggja hæðarmæla 33.5 m, en frá því að
95