Jökull - 01.12.1964, Page 46
JÓN EYÞÓRSSON
Brúarjökuls-leiðangur 1964
An Expedition to Brúarjökull 1964
Eins og skýrt frá frá í síðasta hefti Jökuls,
liljóp Brúarjökull skyndilega fram haustið 1963,
en virðist hafa stöðvazt í ársbyrjun 1964.
Veturinn 1963/64 voru fjórar könnunarferðir
farnar í flugvél yfir jökulinn, myndir teknar
af sprungusvæðum og staða jökuljaðars athug-
uð. í júnímánuði flaug Ágúst Böðvarsson yfir
jökulinn í flugvél Landhelgisgæzlunnar TF-SIF
og tók loftmyndir af öllum jökuljaðrinum og
miklum hluta sprungusvæðisins, en það nær
suður í Breiðubungu og suður undir Esjufjöll.
Tími hefur ekki unnizt til þess að gera upp-
drætti eftir loftmyndunum, og verður ýtarleg
skýrsla um framhlaupið því að bíða næsta heftis
(Shr. og grein S. Þórarinssonar hér að framan,
76.-89. bls.).
Af loftmyndum og yfirsýn úr flugvél var
Ijóst, að jökullinn hafði skriðið fram til norð-
austurs. Austurjaðar hans liafði á kafla gengið
yfir Jökulkvísl og náði því sem næst að jökul-
öldunum frá 1810 og 1890. Á Kringilsárrana og
vestur undir Kverkárnes var 2—3 km breið
spilda frá jökuljaðri að „Hraukunum" frá 1890.
Þrátt fyrir flugferðirnar, þótti nauðsyn bera
til að kynnast betur aðstæðum við jökulsporð-
inn, m. a. hvort jökulýtur hefðu myndazt þar,
eins og við fyrri framhlaup.
Jöklarannsóknafélagið efndi því til leiðang-
urs í þessu skyni, og verður stuttlega frá honum
skýrt hér á eftir.
Lagt var upp frá Reykjavík laugardaginn 18.
júlí á tveimur fjallabílum, R 364 (Heiðar Stein-
grímsson) og R 12204 (Carl J. Eiríksson). Alls
var 25 manns í förinni, sumir til þess að kanna
ókunna stigu, og tóku þeir þátt í kostnaði að
sínu leyti, en veittu jafnframt aðstoð eftir því,
sem efni stóðu til. Fararstjórar voru Magnús
Jóhannsson og Sigurður Þórarinsson, en mæl-
ingamaður Magnús verkfræðingur Hallgríms-
son. Matráðskona var Una Bergmann. Auk þess
hafði R 1069 með átta manns að mestu sam-
flot með leiðangrinum. Þar á meðal voru þeir
Gunnar Guðmundsson og Þórður Sigurðsson og
liöfðu meðferðis gúmbát mikinn til þess að ferja
yfir stórvötn.
Fyrsta dag var ekið til Akueyrar og tjaldað
hjá Syðrahóli í Eyjafirði í blíðskaparveðri.
Sunnud. 19. júli. „Rauður" (R 12204) hafði
bilazt lítillega á leiðinni og þurfti viðgerð. Kom-
umst því ekki af stað fyrr en um hádegi. Var
þá ekið viðstöðulaust að Reykjahlíð. Hittum
þar Þórð á R 1069 og förunauta hans. Kom-
um við í Möðrudal og höfðum tal af Jóni bónda
Stefánssyni. Var liann að vanda hress í máli
og fræddi okkur um margt í grennd við Möðru-
dal. Veður hlýtt og bjart, sem bezt mátti verða.
Ókum því næst sem leið liggur suður Arnardal
og komum í Fagradal um 20-leytið.
Fagridalur ber nafn sitt með prýði. Dalbotn-
inn er rennsléttur og fagurgrænn vfir að líta,
4—5 km á lengd og 1 km á breidd. Talsverð
bergvatnsá liðast eftir dalnum út í Kreppu, sem
rennur í norðurátt vestan við dalmynnið.
Mánud. 20. júlí. Ókum suður að jökli, um
30 km, en skildum tjökl eftir. Heiðríkja og
hiti. Komum að jökli rétt austan við Kverká.
Yzti öldugarður, frá 1890, mjög glöggur. Þá
hafði jökull náð langdrægt upp á austustu kúlu
Kverkárness, og sást farið mjög greinilega.
Jökulsporðurinn var svartleitur, úfinn og bratt-
ur fremst, en sýnilega staðnaður og tekinn að
sléttast. Leituðum vel og lengi, árangurslaust,
að jökulmerkjum þeirra Fljótsdælinga frá. 4.
jan. (Sbr. síðasta hefti.), en hið vestasta þeirra
átti að vera við Kverká. (Síðar kom í ljós, að
það var austan Sauðár.)
Hlaðin var allstór varða á yzta öldugarði (Vi)
og önnur í stefnu þverbeint á jökuljaðar. Fjar-
lægð milli varða er 1407 m, en frá V2 að jökli
202 m, eða öll fjarlægðin frá öldugarði að
jökli skammt austan Kringilsár 1609 metrar.
Árið 1890 hefur jökullinn því skriðið um 1600
metrum lengra fram en að þessu sinni. Jökul-
sporðurinn var þverbrattur og hæðin upp á
brún um 27 m.
Uppdráttur M. Hallgrímssonar af jökulgarði frá
1890 og jökuljaðri 1964. Enn fremur sýnir hann
legu jökuljaðars 1937 og 1945.
The position of the terminal moraine of 1890,
the present position of the advanced glacier
front and the stadium of the glacier margin
1937 and 1945.
104
JÖKULL 1964