Jökull


Jökull - 01.12.1979, Page 85

Jökull - 01.12.1979, Page 85
ÁGRIP LANDGRUNNSSVÆÐIÐ KRINGUM ÍSLAND Leó Kristjánsson Raunvísindastofnun Háskólans Jarðvísindalegar rannsóknir á hafsvæðinu kringum Island undanfarin 10—12 ár hafa varpað skímu á sögu þess. Þó er langt frá því að öll megin- atriði hennar, hvað þá smáatriðin, séu ljós. Meðal mikilvægra atriða, sem menn telja sig hafa nokkra vitneskju um, eru: Aldur hafsbotnsins utan við landgrunnið. Tengsl jarðsögu Islands og neðansjávarhryggj- anna suðvestan og norðan við landið. Ástæður fyrir myndun íslands og hryggjanna vestur og suðaustur af landinu. Gerð landgrunnspallsins kringum landið og mótun hans, bæði hvað varðar gosberg og set- myndanir. Úr niðurstöðum segulsviðsmælinga yfir Mið-Atlantshafshryggnum við Island, þ.e. Reykja- nes- og Kolbeinseyjarhryggjarstykkjunum, hefur verið dregin sú ályktun að hafsbotninn hafi gliðnað þar um 1 cm að meðaltali á ári í hvora átt, a.m.k. siðustu 12 milljón ár. Stefna gliðnunarinnar er nokkurn veginn í A—V á báðum hryggjarstykkj- um, en stefna þeirra sjálfra er hinsvegar mismun- andi, eins og sést á mynd 1. Hlýtur myndun Islands að vera tengd þessari stefnubreytingu hryggjarins, en tengslin eru þó torráðin, meðal annars vegna þess að eldvirknibelti landsins eru fleiri en eitt, eru mjög virk, og hafa verið að flytja sig til. Eftir þvi sem nær dregur landinu, grynnist á Reykjaneshryggnum, uns hann rennur saman við landgrunnið nálægt 63°N. Um leið breytist efna- samsetning blágrýtisins sem þar myndast. Þau af- löngu segulsviðsfrávik, sem liggja. samsiða hryggn- um og veita upplýsingar um aldur hans, dofna og riðlast er að landgrunninu kemur. Þó má fylgja nokkrum þeim skýrustu lengra; til dæmis virðist sú ræma hafsbotnsins, sem er 9—10 milljón ára gömul, ná óslitið upp undir Öndverðarnes suð- vestan frá, og þaðan i átt að Þorskafirði. Kemur það ekki i bág við vitneskju þá sem við höfum um aldur berggrunns á Vestfjörðum. Austan Reykjaneshryggjarins virðist 9—10 milljón ára hafsbotnsræman stefna sem næst í átt að Flóanum, en þar er þó allt berg talið miklu yngra. Stungið hefur verið upp á, þessu til skýring- ar, að meiriháttar hliðrun eigi sér stað á misgengis- belti fyrir sunnan land, en engin bein ummerki þess hafa fundist. Þennan aldursmun má einnig skýra með tilflutningi gosbelta landsins, og má vera að liggi eldri hafsbotn meðal annars þar undir, sem nú er eystra gosbeltið. Norðan við landið hverfur hinn eiginlegi Kol- beinseyjarhryggur nokkuð snögglega, er að land- grunninu kemur. I framhaldi hans er misgengis- dæld í átt að Tröllaskaga, en eldvirkni hans virðist hliðrast til austurs i stefnu á Axarfjörð. Er þarna einnig virkt skjálftasvæði, svo og þykkar setmynd- anir undan Eyjafirði. Jarðskorpuræma af 9—10 milljón ára aldri vestan hryggjarins stefnir inn í Húnaflóa og má gera ráð fyrir að hún tengist hinni, sem áður var lýst, gegnum Vestfirði án mikilla brotalama. Óljósara er um samsvörun aldurs land- ræma austan hryggjanna gegnum Islandssvæðið. Þverhryggirnir út af íslandi til vesturs og suð- austurs eru óvirkir, og voru lengi taldir vera leifar meginlands. Siðar voru þeir taldir afleiðing mik- illar framleiðslu gosefna, er upp kæmu á „heita reitnum" á Islandi og færðust þaðan út til hliðanna með landreki. Sú hugmynd er þó að líkindum of einföld, þar eð Mið-Atlantshafshryggurinn mun hafa flutt sig til einu sinni eða oftar fyrir fáeinum tugum ármilljóna. Tilvist Jan Mayen hryggjar, suður af Jan Mayen, gæti og verið ein afleiðing slikra tilflutninga. Gerð þverhryggjanna minnir að ýmsu á Island; m.a. er jarðskorpan þar talsvert þykkari en á hafsbotninum almennt, og þar eru leifar margra megineldstöðva. Set, mynduð á landi, hafa fundist i borkjarna á 1300 m dýpi frá sjávar- máli milli íslands og Færeyja. Sjálfur landgrunnspallurinn við Island er yfir- leitt á 100—300 m dýpi, en er mismikið sorfinn og mjög misbreiður. Mjóstur er hann undan Suður- og Suðausturlandi, 12—70 km, og þar er landgrunns- hliðin einnig bröttust, allt að 15°. Ystu 10 kíló- metrarnir eða svo af landgrunninu þar eru set, sem lagst hafa fram yfir enn brattari stall úr gosbergi, en setlög eru þó þunn á innri hluta landgrunnspalls- ins. Norðan við land eru neðansjávardalir i fram- haldi hinna stærri fjarða og flóa, hugsanlega mót- aðir að nokkru af jöklum við lægri sjávarstöðu. Undan Faxaflóa og Reykjanesi er landgrunnið yfir 120 km breitt, og eru þar einnig merki um jökulrof. Set leggst þar 10—30 km fram yfir brún gosbergs, en hún er þó ekki tiltakanlega brött (líklega < 10°). JÖKULL 29. ÁR 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.