Jökull


Jökull - 01.12.1979, Síða 87

Jökull - 01.12.1979, Síða 87
hinum elstu bergmyndunum landsins og endar fyrir 3,1 m. ára við upphaf Mammút-segulskeiðsins er jökulskeið ganga í garð á SV-landi og Jökuldal. Um það bil helmingur af berggrunni landsins er gerður úr tertíerum berglögum. Berglagastaflinn er viðast fábreyttur að gerð, nokkurra metra þykk hraunlög hlaðast hvert á annað og milli þeirra sjást að jafnaði þunn lög úr gosösku (s.k. rauðalög) og stundum vatnaframburður. Út af fábreytninni bregður, þar sem megineldstöðvarnar eru, með liparítmyndunum, grænsoðnu bergi og halla- óreglum. Milli 50 og 60 slíkar munu vera sjáanlegar í tertíera berglagastaflanum. Aldursákvarðanir hinna tertíeru berglaga hlutu lengi framan af að byggjast á rannsóknum steingervinga. Þetta breyttist með tilkomu nýrra aðferða á sjöunda ára- tugnum, sem byggðust á mælingum geislavirkra efna og dótturefni þeirra. Nokkru fyrr hafði verið sýnt fram á, að hefðbundinni stratigrafískri kort- lagningu mátti koma við á tertíeru svæðunum, byggðri jöfnum höndum á kortlagningu eins útlít- andi berglaga, og segulstefnu þeirra. Lengsta samfellda jarðlagasnið gegnum tertiera jarðlagastaflann er á Austurlandi, 8,5 km. Það samanstendur af hér um bil 700 hraunlögum; hin elstu 13,4 m. ára, en hin yngstu um 2 m. ára. Upp- hleðsluhraðinn er misjafn. í neðstu 4 km er hann 720 m á milljón árum, í næstu 3 km 2600 m/m.á. en í efstu 1500 m var upphleðsluhraðinn einungis 360 m/m.á. f Borgarfirði er upphleðsluhraði um 780 m/m.á. í 3,5 km löngu jarðlagasniði, sem nær frá 6,5 m. árum vel upp í plíó-pleistósen. Á Tröllaskaga skiptir í tvöhorn um upphleðsluhraðann. Þar hefur meðalupphleðsluhraði neðri helmingsins af 5 km löngu sniði verið um 1 km/m.á., en efri helmingsins fjórfalt meiri. í heild spannar sniðið 3 milljón ára tímabil frá 9 m. aftur í 12 m. ár. f framantöldum berglagasniðum var alls staðar sneitt hjá megin- eldstöðvunum, en þær mynda staðbundin þykkildi í jarðlagastaflanum mislæg við yngri jarðlög, sem grípa út yfir þær og kaffæra (mynd 3). Stundum virðist rof hafa náð sér á strik fyrst eftir að eldvirkni lauk í tilteknu eldstöðvakerfi. Meiri háttar setlaga- syrpur (oft með surtarbrandi), sem fylgja má tugi km eftir striki jarðlaganna, einkum á Vesturlandi og Vestfjörðum (mynd 5), gætu hafa myndast við slíkar kringumstæður. Nokkra sérstöðu hafa plíó- senu setlögin vestan á Tjörnesi (mynd 8). Þau eru um 500 m þykk og að langmestu leyti mynduð í sjó, svo sem steingervingarnir í þeim vitna um. Tjör- neslögin hvíla mislægt á 9—10 m. ára gömlum hraunlögum, sem snarhallar til NV. Þau settust til í flóa, sem var opinn móti NV, en botninn lá lengst af um sunnan- og austanvert Tjörnes. Halli og aldur tertíeru berglaganna benda til, að tilfærslur hafi orðið á gliðnunarbeltunum. Sam- hverfur á Snæfellsnesi og í Húnavatnssýslu gefa til kynna, hvar eldvirkni lauk í gliðnunarbeltum sem þar voru, og aldur gosmyndananna bendir til, að þau hafi dáið út sem slík fyrir 6— 7 m. árum (mynd 6). Um sama leyti hófst (eða jókst) eldvirkni á nýj- um gliðnunarbeltum suðvestast og norðaustast á landinu. Afsprengi þeirra er gliðnunarbeltið, sem liggur frá Reykjanesi norðaustur í átt til Langjökuls og gliðnunarbeltið í Þingeyjarsýslum. Á Norð- austurlandi eru jarðlög, upprunnin í eldra beltinu, sveigð niður og ganga með 20° — 30° halla undir yngri berglagasyrpu. Koma þannig fram áberandi mislægi, sem rekja má vestan megin eftir endi- löngum Fnjóskadal, en austan megin a.m.k. frá Hofteigi á Jökuldal norður til Vopnafjarðar. Plíó-pleistósen. Jarðsögutíminn sem hér er nefnd- ur plíó-pleistósen telst frá upphafi Mammút-segul- skeiðsins, en frá því skeiði eru elstu jökulmenjar á Suðvestur- og Austurlandi (Jökuldalur), til loka Matuyama-segultímabilsins fyrir 700.000 árum. Um það leyti sem plíó-pleistósen-tíminn gengur í garð varð loftslagsbreyting í átt til kólnunar, sem Tjörneslögin vitna um og hins sama verður vart í flóru surtarbrandslaganna. Eldvirkni var með líku móti og á tertíertímabilinu, tengd eldstöðvakerf- um. Um 10 megineldstöðvar þekkjast frá þessu tímabili á sunnanverðu landinu, en norðan jökla eru engar þekktar. Berglög frá þessum tíma eru yfirleitt samlæg tertíerum berglögum og beint framhald þeirra. Samfelld snið má viða fá gegnum neðri 2/3 hluta plió-pleistósenu berglagasyrpunn- ar, en efsti þriðjungurinn er enn víðast hvar órofinn næst jaðri gosbeltanna. Berglög frá plíó-pleistósen eru miklu fjölbreyttari en þau tertíeru. Meðal set- laganna verður straumvatnaset meira áberandi og jökulbergslög verða algeng. 1 stað hraunlaga koma í vaxandi mæli móbergsmyndanir og bólstraberg, sem varð til við gos undir jöklum. 1 heild vitna plíó-pleistósenu berglögin um loftslagssveiflur, sem ollu þvi að jökulskeið, líklega skammæ framan af, skiptust á við hlýskeið. Heillegasta jarðlagasnið frá þessum tíma er að finna á Tjörnesi (mynd 8). Þar koma jökulbergslög fyrst fram ofarlega í sniðinu, kringum segulskeiðin Gilsá eða Olduvai (fyrir um 2 m. ára). Á Jökuldal (mynd 9) er þekkt jarðlagasnið, sem nær frá upp- hafi plíó-pleistósen upp í Gilsár-segulskeiðið. f því sniði koma fyrir níu jökulbergslög. Upphleðslu- JÖKULL 29. ÁR 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.