Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1979, Qupperneq 95

Jökull - 01.12.1979, Qupperneq 95
yngjast inn að miðbiki landsins í átt að yngri jarð- myndunum frá ísöld og nútima. Milli blágrýtis- laganna eru viða millilög úr seti og gosmöl og sums staðar eru i þeim gróðurleifar, sem veita talsverða vitneskju um loftslag á löngu liðnum tímum. I til- svarandi gömlum millilögum á vestan- og austan- verðu landinu finnast sambærilegar gróðurmenjar. Elstu jurtaleifar, sem hafa fundist í jarðlögum hér á landi, eru á norðvestanverðum Vestfjörðum og teljast gróðurmenjarnar í Þórishlíðarfjalli í Selárdal til þeirra. Þær virðast eldri en 14 milljón ára og gefa til kynna kulvísan skóg lauf- og barr- trjáa í heittempruðu loftslagi. Mest ber á risafuru, furu, valhnot, elri, beyki, álm, lind og vínvið. Svo virðist sem lauftré hafi verið algengari en barrtré. Plöntusteingervingarnir í Surtarbrandsgili við Brjánslæk eru sennilega 13— 14 milljón ára. Sumar kulvísustu tegundirnar, svo sem vlnviður, eru horfnar, en þinur, risafura, birki, hlynur, elri, magnolía og túlípantré eru mest áberandi. Þáttur furunnar virðist hafa farið vaxandi fyrir 13—10 milljónum ára og barrtré urðu algengari en lauftré. Gróðurmenjar í Gerpi á Austfjörðum eru taldar vera frá þessum tima. Plöntuleifar, sem hafa fund- ist við Tröllatungu og i Húsavíkurkleif i Stein- grímsfirði og i Hólmatindi við Reyðarfjörð, eru 9—10 milljón ára. Burknar (t.d. Osmunda), viðir, valhnot, birki, hlynur, magnolía og hikkoria virðast hafa verið rikjandi í gróðri þessa tima. I Hrútagili í Mókollsdal í Strandasýslu hafa fundist gróðurleif- ar, sem eru taldar 8—9 milljón ára, og ber þar mest á elri, birki, hlyn, vænghikkoriu, beyki og heslivið. íslenskar gróðurleifar eldri en 8 milljón ára gefa til kynna náinn skyldleika við gróður i laufskóga- belti austanverðra Bandaríkjanna og bera vitni um mun mildara loftslag en nú er hér á landi. Meðal- árshiti hefur verið hærri en 10° C og frost hafa sennilega verið mjög fátið. Úrkoma virðist hafa verið talsverð og jafndreifð á allt árið. Lítilsháttar kólnun gæti hafa valdið útdauða vinviðar fyrir um 14 milljónum ára og magnoliu fyrir 9 milljónum ára. Gróðurmenjar frá tertíer, sem hafa fundist i ná- grenni Hreðavatns, eru um 7 milljón ára. Þar eru beyki og hikkoria og önnur álika kulvís tré sjaldgæf eða horfin úr gróðrinum, en birki, víðir og barrtré voru ríkjandi. Augsýnilega fór loftslag kólnandi á efri hluta miósentima. 1 setlögum við Sleggjulæk í Borgarfirði og í neðri hluta Tjörneslaga hafa fundist jurtaleifar, sem gefa til kynna áframhaldandi kólnun á plíósen. Birki, viðir og grös urðu æ meira áberandi á sama tima og skógurinn minnkaði. Fyrir 3—4 milljónum ára fóru að myndast jökulbergslög á Vesturlandi, t.d. i ofanverðum Borgarfirði, og bera þau einnig ótví- rætt vitni um kólnandi loftslag. Á timabilinu fyrir 6—3 milljónum ára virðist loftslagi hér á landi hafa svipað til þess sem nú er á ströndum Vestur- Evrópu, þar sem meðalhiti kaldasta mánaðarins er nálægt 0° C. A neðra-pliósen hefur meðalhiti sjávar verið a.m.k. 10° C eða um 5° C hærri en nú er eins og sjá má af tilvist ýmissa kulvísra sælindýra i Báru- og Tígulskeljalögunum á vestanverðu Tjörnesi. Við Hallbjarnarstaðaá verða hins vegar miklar breyt- ingar á sædýrafánunni í Tjörneslögunum. Kulvisu tegundunum fækkar og i þeirra stað koma tegund- ir, sem lifa við svipuð skilyrði og eru í hafinu um- hverfis landið í dag. Sjávarhiti virðist þvi hafa farið lækkandi þegar lögin við Hallbjarnarstaðaá (Krókskeljalögin) mynduðust fyrir um það bil 3 milljónum ára. Á þessum tíma koma einnig inn í Tjömeslögin allmargar tegundir ættaðar úr Kyrrahafi og óþekktar úr eldri lögum við Atlants- haf. Gera má þvi ráð fyrir, að Beringssund hafi opnast sjávardýrum um þetta leyti. 1 sethnyðling- um i móbergsfjöllum i Mýrdal hefur fundist sæ- dýrasamfélag, sem er af svipuðum aldri og Krók- skeljalögin á Tjörnesi, og það virðist gefa til kynna að sjávarhiti við Suðurland hafi a.m.k. verið 2—4° C hærri fyrir 3 milljónum ára en nú er. Á efsta hluta plíósentima og á isöld skiptust á jökulskeið með mjög köldu loftslagi og hlýskeið með loftslagi svipuðu og nú er hér á landi. Liklega hafa jökulskeiðin á ísöld varla verið færri en 10. Meðal- árshiti á jökulskeiðunum hefur vissulega verið breytilegur, en a.m.k. 5—10° C lægri en í dag og snælínan virðist hafa legið allt að því 1000 m neðar. Á síðasta jökulskeiði var landið að mestu þakið is, en út frá stefnu jökulráka á hálendinu virðist sem isaskilin hafi legið sunnan við núverandi vatnaskil. Megnið af úrkomunni virðist þvi hafa borist með suðlægum vindum eins og i dag. Á mörkum tertiers og isaldar hurfu flest kulvísu barr- og lauftrén, sem þrifust hér á tertier, en elri, birki, víðir og grös verða stöðugt meira áberandi. Flestar þær tegundir, sem hurfu úr íslenska gróð- urrikinu um þetta leyti, áttu ekki afturkvæmt til landsins, vegna þess að það var orðið eyja fjarri öðrum löndum. Fura dó út hér á landi fyrir um það bil 1 milljón ára eftir myndun setlaganna i Breiðu- vik á Tjörnesi og elri hvarf á þriðja síðasta jökul- skeiði eftir myndun setlaganna í Svinafelli í Öræf- um. Þetta virðist gefa til kynna, að loftslag hafi verið sérlega kalt á þriðja siðasta jökulskeiði. JÖKULL 29. ÁR 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.