Jökull


Jökull - 01.12.1979, Side 98

Jökull - 01.12.1979, Side 98
húshitunar. Hitaveitan í Heimaey er hin eina sinnar tegundar í heiminum. Gróðurhús þekja um 140.000 m2 á landinu, en heitt vatn og gufa er einnig notað á margvíslegan hátt svo sem til fisk- eldis, fisk- og heyþurrkunar, ullarþvotta, sælgætis- gerðar, þangþurrkunar og síðast en ekki síst þurrk- unar á kísilgúr við Mývatn. Nýlega er tekin til starfa tilraunaverksmiðja, sem vinnur salt úr jarð- hitavökva í háhitasvæðinu á Reykjanesi. Jarðhit- inn hefur haft veruleg áhrif á dreifingu byggðar á fslandi, því fjölmörg skólasetur og þéttbýliskjarnar hafa risið á jarðhitastöðum. ÁGRIP UM BERGFRÆÐIÍSLANDS Sveinn Jakobsson Náttúrufræðistofnun Islands Inngangur. Fram á sjöunda áratug þessarar aldar var bergfræði íslands sögð fábreytileg. Meirihluti storkubergsins var talinn basalt, isúrt berg mjög sjaldgæft og aðeins nokkrir hundraðshlutar heild- armagns súrt berg. Auknar rannsóknir á undan- förnum áratug hafa hinsvegar leitt í Ijós, að fjöl- breytilegri bergmyndanir er liklega að finna hér en á nokkru öðru svæði á goshryggjum Norður- Atlantshafsins. Siðan Norður-Atlantshafið tók að myndast við landrek í byrjun tertíertimabilsins hefur gosvirknin alla tið verið öflugust þar sem ísland er. Ætla má að um 90% þess hluta landsins sem er ofansjávar, sé úr storkubergi, en aðeins um 10% setberg. Mynd- breytt berg (gneis, skífur) finnst ekki hér á landi, nema það sem borist hefur með borgarís. Á Suð- austur- og Austurlandi, þar sem allt að 1000— 1800 m af jarðlagastaflanum hafa rofist burt, er um- myndunin þó orðin svo mikil, að segja má að fyrsta stiginu sé náð, en það einkennist af miklum útfell- ingum zeólíta. Eldstöðvakerfin. Það virðist nú almennt viður- kennt meðal jarðvísindamanna, að eldstöðvakerfi hafi einkennt eldvirknina á Islandi frá byrjun. Með eldstöðvakerfi er átt við þyrpingar eldstöðva og aðfærsluæða þeirra. I virku gosbeltunum (mynd 1) sjást yfirleitt aðeins sjálfar gosstöðvarnar, en í ár- kvarteru og tertíeru jarðlögunum fer lítið fyrir gos- stöðvunum og er þá útbreiðsla þessara kerfa rakin eftir dreifingu aðfærsluæðanna, þ.e. bergganga- þyrpingarnar eru kortlagðar. Hvert eldstöðvakerfi er liklega aðeins virkt í tiltölulega stuttan tíma, eða i nokkur hundruð þúsund ár, en sum kerfi hafa þó verið virk í meira en milljón ár. Framleiðni gosbergs er yfirleitt mest nálægt miðju eldstöðvakerfinu, og þar hleðst upp meiri- háttar eldfjall (megineldstöð), þar sem síðar geta myndast sigkatlar (öskjur) og háhitasvæði. Súra bergið virðist eingöngu myndast um miðbik eld- fjallsins, en Isúra bergið í jöðrum þess. Utan eld- fjallsins gýs eingöngu basalti. Það sem hér hefur verið nefnt bendir til þess, að bergkvikuþrær myndist undir þessum eldfjöllum. Stærð eld- stöðvakerfanna, á yfirborði er á milli 17X6 km og 100X18 km. Þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi um gosbeltin benda til þess, að um 26—28 eldstöðvakerfi hafi verið virk á nútíma. Eldstöðvakerfi Reykjanesskagans og austurgos- beltisins eru sýnd á mynd 6 og 7. Hér sést, að gosbeltin skiptast niður í eldstöðvakerfi, og er þetta mjög þýðingarmikið, ekki síst frá bergfræðilegu sjónarmiði. Á hvert kerfi má líta sem lokaða heild, þar sem myndast hefur röð bergtegunda, með ákveðin bergfræðileg einkenni. Bergraðirnarþrjár. Rannsóknir seinni ára benda til þess, að þrjár meginbergraðir hafi myndast hér á landi, þóleiítisk bergröð, alkalísk bergröð, og berg- röð með eiginleika sem liggja á milli hinna tveggja, og kölluð hefur verið „transitional“, eða milliberg- röðin. Þóleiítíska bergröðin fellur fyrir neðan marka- línuna á mynd 2 og byggist upp af eftirfarandi bergtegundum: óseanit, ólivínþóleiit, þóleiit, bas- altískt islandit, islandít, dasít og rhýólit (líparít), sjá töflu 1. Samsvarandi djúpberg (gabbró, o.s.frv.) hefur einnig fundist. Basiski hluti millibergraðarinnar er fyrir ofan markalinuna (mynd 2) en isúra og súra bergið fyrir neðan línuna. Eftirfarandi bergtegundir mynda millibergröðina: ankaramit, millibasalt, basaltiskt andesít, andesít, trakýt (?) og komenditiskt rhýólit. Samsvarandi djúpberg hefur ekki fundist fyrir sumar gosbergstegundirnar. Alkaliska bergröðin fellur alveg fyrir ofan markalinuna á mynd 2 og byggist upp af eftirfar- andi bergtegundum: ankaramit (?), alkaliólivin- basalt, hawaiit, múgearít, benmoreít, trakýt (?) og alkalískt rhýólit. Samsvarandi djúpberg hefur enn ekki fundist með vissu. „Diffrunarlinur" fyrir þess- 96 JÖKULL 29. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.