Jökull


Jökull - 01.12.1979, Side 101

Jökull - 01.12.1979, Side 101
Fargummyndun. Við stöðug eldgos þykknar jarð- lagastaflinn mjög ört, hiti tekur þá smám saman að hækka i honum og hann tekur að ummyndast. Ákveðin efni skolast út úr berginu við þessa um- myndun og mynda útfellingar líkt og við pala- gónitummyndun. I rofnum jarðlagastafla sést ákveðin beltaskipting zeólita, sem fallið hafa út við fargummyndun (mynd 12). Zeólítabeltin eru nær lárétt og fylgja ekki jarðlagaskipaninni. Sú tegund zeólíta, sem nefnist laumontit, er mjög útbreidd í tveimur neðstu beltunum. Þar sem fyrsta stig farg- ummyndunar bergs einkennist einkum af laumon- títi, þá er ljóst að þessu stigi ummyndunar er náð neðst i tertiera jarðlagastaflanum, a.m.k. á Austur- og Suðausturlandi. Einnig verður alltaf staðbundin ummyndun út frá megineldstöðvunum vegna inn- skota, sem þar verða (mynd 13). Island og Mið-Atlantshafshryggurinn. fsland er á mótum hinna tveggja stóru neðansjávarhryggja Norður-Atlantshafsins, Mið-Atlantshafshryggj- arins og Grænlands — Færeyja-hryggjarins (mynd 14). Þar sem ísland er stór eyja, sem rís hátt yfir Mið-Atlantshafshrygginn, og varmastreymi og framleiðsla storkubergs hefur verið þar meiri en á hryggnum bæði fyrir sunnan og norðan, þá hafa fsland og önnur sambærileg svæði á úthafshryggj- unum verið nefnd „heitir reitir“. Getum hefur verið að því leitt, að undir þessum reitum væru möttul- strókar og væri þar um að ræða flutning á efni djúpt úr möttlinum til yfirborðs. Þessar kenningar eru aðallega byggðar á jarðefnafræðilegum og jarðeðlisfræðilegum rannsóknum. Hvort sem þær reynast réttar eða ekki, þá er ljóst, að ísland er mjög „heitur reitur“ í þeim skilningi, að hér er um að ræða eitt virkasta jarðeldasvæði jarðarinnar. Hér verður ekki lögð fram nein lokaniðurstaða hvað varðar uppruna íslenska bergsins. Víðtækar rannsóknir á bergfræði íslands fara fram um þessar mundir, og eru þar mörg vandamál sem bíða úr- lausnar, helst má nefna þessi þrjú: 1) Uppruni hinna þriggja basaltgerða, 2) uppruni súra bergs- ins, og 3) eðli hugsanlegs möttulstróks undir fslandi og áhrif hans á uppruna islenska bergsins. Flest þessi vandamál eru ekki ný af nálinni og um þau er einnig fjallað viða erlendis. ÁGRIP JÖKLAR Á ISLANDI Helgi Björnsson Raunvísindaslofnun Háskólans Á íslandi er úrkoma mikil, sumur svöl og jöklar stórir. Um 11.260 km2, eða 11% af landinu, er hulið jöklum (sjá mynd 1). Nyrstu jökulsvæði landsins eru á Vestfjörðum og Mið-Norðurlandi. Á hálendi Vestfjarða eru um 10 hvilftarjöklar í 600 til 700 m hæð yfir sjó en mest ber á Drangajökli (160 km2), sem fellur úr 925 m hæð niður í um 200 m hæð yfir sjó. Á Tröllaskaga eru alls um 115 hvilftarjöklar og daljöklar. Heildarflatarmál þeirra er um 40 km2. Stærsti daljökullinn er Gljúfurárjökull (2,4 km2), sem fellur úr rúmlega 1200 m niður i 600 m hæð. — Um miðbik landsins þekja jöklar hæstu fjöll. Þar má telja Þórisjökul (32 km2), Eiríksjökul (22 km2), Langjökul (953 km2), Hrútafell (10 km2), Hofsjökul (925 km2), Tungnafellsjökul (48 km2) og norður- hluta Vatnajökuls. Norður úr þessum jöklum ganga tungur niður i 800 til 700 m hæð en í suður- átt skríða þær niður í allt að 700 m hæð. — Á syðsta jöklasvæði landsins eru Tindfjallajökull (19 km2), Torfajökull (15 km2), Eyjafjallajökull (78 km2), Mýrdalsjökull (596 km2) og suðurhluti Vatna- jökuls. Vatnajökull er 8300 km2 að flatarmáli. Meðal- þykkt hans er talin um 420 m og mesta þykkt er um 1000 m. Meginhluti Vatnajökuls hvílir á hásléttu í 700 til 800 m hæð en aðeins 10% af botni hans ris upp yfir 1100 m hæð, sem markar hæð hjarnmarka á sunnanverðum jöklinum. Hins vegar eru 70% af yfirborði jökulsins ofan við 1100 m hæð. Á hæstu bungum meginjöklanna snjóar allt árið og mestöll ársúrkoman fellur sem snjór á ákomu- svæði þeirra. Um 80% af ársúrkomu á íslandi fellur frá byrjun september til loka maí. Mynd 3 sýnir ársúrkomu á landinu. Á sunnanverðum Vatnajökli og Mýrdalsjökli er úrkoman rúmlega 4000 mm á ári og þar er hæð hjarnmarka í um 1100 m hæð. Á Hofsjökli og norðanverðum Vatnajökli er ársúr- koman nokkru minni og hjarnmörk i um 1300 m hæð. Á Langjökli er hæð þeirra í um 1200 m yfir sjó. f regnskugga norðan Vatnajökuls er ársúr- koman aðeins 400 mm og snælína er þar í yfir 1700 m hæð. Urkoma vex aftur er norðar dregur og á daljöklum á Tröllaskaga er hjarnlina í 900 til 1000 m hæð. Á Snæfellsjökli er hún í sömu hæð, en á JÖKULL 29. ÁR 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.