Jökull - 01.12.1979, Page 102
Drangajökli eru hjarnmörk lægst á landinu, i 550
til 600 m.
Virkustu jöklar á Islandi falla suður úr Vatna-
jökli og Mýrdalsjökli. Aðeins fjórðungur af ákom-
unni bráðnar á hinum hálendu og stóru safnsvæð-
um þessara skriðjökla. Venjulega eru safnsvæðin
1,7 sinnum stærri en leysingarsvæðin. Mikill ís
streymir því niður á leysingarsvæðin og algengt er
að skriðhraði jöklanna sé um 1 m á dag að meðal-
tali. Nokkrir jöklanna falla 1000 m niður fyrir
hjarnmörk og við sporðana bráðna allt að 10 m af is
á ári. Norðan úr Vatnajökli skríða mun hægvirkari
jöklar. Þar eru ákoma og leysing minni en að
sunnanverðu og fallhæð jöklanna einnig. Sams
konar munur er á virkni jökla sem falla suður og
norður úr Mýrdalsjökli, Hofsjökli og Langjökli.
Á hámarki síðasta jökulskeiðs fyrir 18.000 árum
var Island þakið jökulskildi, sem náði út á land-
grunn og nálægar eyjar, en nokkur jökulsker kunna
að hafa skagað upp úr Isbreiðunni á Vestfjörðum,
Tröllaskaga og Austfjörðum. Við lok jökulskeiðsins
hörfaði ísinn hratt. Þó hafa fundist ummerki um
tvö framskrið jökla. Hið fyrra nefnist Álftanesskeið,
fyrir 12.500 til 12.000 árum, og hið síðara Búða-
skeið fyrir 11.000 til 10.000 árum. En fyrir um 8000
árum var meginísinn horfinn af landinu. Á næstu
fimm þúsund árum er talið að leifar jökla frá
jökulskeiðinu hafi nær alveg horfið og aðeins litlar
jökulhettur legið á hæstu fjöllum. Á þessu skeiði var
meðalhiti líklega um 2°C hærri en á tímabilinu
1920 til 1960. Síðan hafa orðið tvö meginvaxtar-
skeið jökla hér á landi. Fyrra vaxtarskeiðið var fyrir
um 2500 árum. Þá tóku jöklar að skríða niður frá
hæstu fjöllum landsins niður á miðhálendið og
meginjöklar landsins mynduðust. Skriðjöklar frá
Öræfajökli, Grímsfjalli, Bárðarbungu, Kverkfjöll-
um, Esjufjöllum og Breiðubungu runnu saman og
mynduðu Vatnajökul (mynd 3). Suður úr Öræfa-
jökli skriðu tungur niður á láglendi. Svínafellsjökull
og Kvíárjökull munu þá hafa náð lengra fram en
nokkru sinni eftir síðasta jökulskeið. Hinir ný-
mynduðu meginjöklar urðu hins vegar stærstir í lok
síðustu aldar, að loknu síðara vaxtarskeiðinu.
Við landnám og allt fram á 13. öld var loftslag
svipað og var á tímabilinu 1920 til 1960. Þá voru
jöklar á landinu mun minni en nú, stærstu skrið-
jöklar allt að 10 km styttri t.d. Breiðamerkurjökull
og Tungnárjökull. A 14. öld kólnaði smám saman,
en kaldast varð á „Litlu ísöldinni" frá 1600 til 1920,
líklega 1°C til 2°C kaldara að meðaltali en á ár-
unum 1920 til 1960. Á þessu skeiði gengu jöklar
fram og nýir jöklar mynduðust, t.d. á Glámu og
Okinu. Breiðamerkurjökull og Drangajökull lögðu
undir sig ræktað land og bóndabæi. Bröttustu
jöklarnir náðu lengst fram um 1750 en hinir hæg-
virkustu ekki fyrr en um 1850 til 1890 (mynd 4).
Um síðustu aldamót tóku jöklar að hörfa hér á'
landi. Hop þeirra var hægt í fyrstu en mjög hratt
eftir 1930. Frá 1890 hafa stærstu skriðjöklar
Vatnajökuls hörfað um 2 til 3 km og rúmmál alls
jökulsins er talið hafa rýrnað um 5 til 10%. Jökull
hefur horfið af Glámu og Okinu og land, sem
ræktað var á 12. öld, komið undan Breiðamerkur-
jökli. Jöklar, sem falla frá safnsvæðum hátt ofan við
hjarnmörk, hafa hörfað minna en jöklar með upp-
tök nær hjarnmörkum.
Við rýrnun jöklanna hefur mikið jökulvatn
borist í jökulár umfram úrkomuna. Á fyrrihluta
þessarar aldar jók jöklarýrnun afrennsli vatns frá
jöklum um nærri 20 1/s km2. Hætti jöklar að
minnka má búast við að afrennsli vatns frá jöklum
minnki um 15 — 20% og enn meir taki þeir að vaxa.
Það hefði veruleg áhrif á raforkuframleiðslu í
landinu.
Framhlaup jökla hafa víða rofið samfellt hop
þeirra. Margar stærstu tungur Vatnajökuls, Hofs-
jökuls og Langjökuls hafa hlaupið fram á nokkurra
áratuga fresti. Orsakir framhlaupanna eru enn
ókunnar. Við framhlaup Brúarjökuls árið 1963 til
1964 sprakk fram svæði, sem nam um 40% af flat-
armáli Vatnajökuls. Sporðurinn skreið hraðast
fram, 4 til 5 m á klst., og alls hljóp hann fram 8 km.
Árið 1890 hljóp Brúarjökull fram 10 km.
Frá 1960 hefur dregið verulega úr hopi jökla hér
á landi. Á þann hátt koma fram áhrif af kólnandi
sumrum frá um 1940 (mynd 5). I úthafsloftslagi er
afkoma jökla mjög næm fyrir breytingum á loft-
hita. Úrkoma er tíð og falli hitastig vex verulega
magn úrkomu er fellur sem snjór, einkum að hausti
og vori. Auk þess dregur úr leysingu. Á mynd 5 má
sjá að sumarhiti hefur fallið um 1 °C á Mýrdalsjökli
síðustu 40 árin. Við það hafa hjarnmörk lækkað um
allt að 200 m og safnsvæði jökulsins vaxið. Um 20%
af flatarmáli Mýrdalsjökuls er milli 1000 m og 1200
m hæðar. Straumur íss niður frá hájöklinum hefur
stóraukist og frá um 1970 hefur Sólheimajökull
gengið fram. Hinir hægvirkari sporðar Mýrdals-
jökuls hafa ekki enn hafið framrás.
Hinn mikli jökulskjöldur, sem þakti Island á
síðasta jökulskeiði, mótaði yfirborð landsins á
margan hátt. Ummerki jökulrofsins má sjá á dölum
og fjörðum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust-
fjörðum. Móbergssvæðin hlóðust upp við gos undir
jökulskildinum og mótuðust síðan af rofi hans. Stór
100 JÖKULL 29. ÁR