Jökull


Jökull - 01.12.1979, Page 102

Jökull - 01.12.1979, Page 102
Drangajökli eru hjarnmörk lægst á landinu, i 550 til 600 m. Virkustu jöklar á Islandi falla suður úr Vatna- jökli og Mýrdalsjökli. Aðeins fjórðungur af ákom- unni bráðnar á hinum hálendu og stóru safnsvæð- um þessara skriðjökla. Venjulega eru safnsvæðin 1,7 sinnum stærri en leysingarsvæðin. Mikill ís streymir því niður á leysingarsvæðin og algengt er að skriðhraði jöklanna sé um 1 m á dag að meðal- tali. Nokkrir jöklanna falla 1000 m niður fyrir hjarnmörk og við sporðana bráðna allt að 10 m af is á ári. Norðan úr Vatnajökli skríða mun hægvirkari jöklar. Þar eru ákoma og leysing minni en að sunnanverðu og fallhæð jöklanna einnig. Sams konar munur er á virkni jökla sem falla suður og norður úr Mýrdalsjökli, Hofsjökli og Langjökli. Á hámarki síðasta jökulskeiðs fyrir 18.000 árum var Island þakið jökulskildi, sem náði út á land- grunn og nálægar eyjar, en nokkur jökulsker kunna að hafa skagað upp úr Isbreiðunni á Vestfjörðum, Tröllaskaga og Austfjörðum. Við lok jökulskeiðsins hörfaði ísinn hratt. Þó hafa fundist ummerki um tvö framskrið jökla. Hið fyrra nefnist Álftanesskeið, fyrir 12.500 til 12.000 árum, og hið síðara Búða- skeið fyrir 11.000 til 10.000 árum. En fyrir um 8000 árum var meginísinn horfinn af landinu. Á næstu fimm þúsund árum er talið að leifar jökla frá jökulskeiðinu hafi nær alveg horfið og aðeins litlar jökulhettur legið á hæstu fjöllum. Á þessu skeiði var meðalhiti líklega um 2°C hærri en á tímabilinu 1920 til 1960. Síðan hafa orðið tvö meginvaxtar- skeið jökla hér á landi. Fyrra vaxtarskeiðið var fyrir um 2500 árum. Þá tóku jöklar að skríða niður frá hæstu fjöllum landsins niður á miðhálendið og meginjöklar landsins mynduðust. Skriðjöklar frá Öræfajökli, Grímsfjalli, Bárðarbungu, Kverkfjöll- um, Esjufjöllum og Breiðubungu runnu saman og mynduðu Vatnajökul (mynd 3). Suður úr Öræfa- jökli skriðu tungur niður á láglendi. Svínafellsjökull og Kvíárjökull munu þá hafa náð lengra fram en nokkru sinni eftir síðasta jökulskeið. Hinir ný- mynduðu meginjöklar urðu hins vegar stærstir í lok síðustu aldar, að loknu síðara vaxtarskeiðinu. Við landnám og allt fram á 13. öld var loftslag svipað og var á tímabilinu 1920 til 1960. Þá voru jöklar á landinu mun minni en nú, stærstu skrið- jöklar allt að 10 km styttri t.d. Breiðamerkurjökull og Tungnárjökull. A 14. öld kólnaði smám saman, en kaldast varð á „Litlu ísöldinni" frá 1600 til 1920, líklega 1°C til 2°C kaldara að meðaltali en á ár- unum 1920 til 1960. Á þessu skeiði gengu jöklar fram og nýir jöklar mynduðust, t.d. á Glámu og Okinu. Breiðamerkurjökull og Drangajökull lögðu undir sig ræktað land og bóndabæi. Bröttustu jöklarnir náðu lengst fram um 1750 en hinir hæg- virkustu ekki fyrr en um 1850 til 1890 (mynd 4). Um síðustu aldamót tóku jöklar að hörfa hér á' landi. Hop þeirra var hægt í fyrstu en mjög hratt eftir 1930. Frá 1890 hafa stærstu skriðjöklar Vatnajökuls hörfað um 2 til 3 km og rúmmál alls jökulsins er talið hafa rýrnað um 5 til 10%. Jökull hefur horfið af Glámu og Okinu og land, sem ræktað var á 12. öld, komið undan Breiðamerkur- jökli. Jöklar, sem falla frá safnsvæðum hátt ofan við hjarnmörk, hafa hörfað minna en jöklar með upp- tök nær hjarnmörkum. Við rýrnun jöklanna hefur mikið jökulvatn borist í jökulár umfram úrkomuna. Á fyrrihluta þessarar aldar jók jöklarýrnun afrennsli vatns frá jöklum um nærri 20 1/s km2. Hætti jöklar að minnka má búast við að afrennsli vatns frá jöklum minnki um 15 — 20% og enn meir taki þeir að vaxa. Það hefði veruleg áhrif á raforkuframleiðslu í landinu. Framhlaup jökla hafa víða rofið samfellt hop þeirra. Margar stærstu tungur Vatnajökuls, Hofs- jökuls og Langjökuls hafa hlaupið fram á nokkurra áratuga fresti. Orsakir framhlaupanna eru enn ókunnar. Við framhlaup Brúarjökuls árið 1963 til 1964 sprakk fram svæði, sem nam um 40% af flat- armáli Vatnajökuls. Sporðurinn skreið hraðast fram, 4 til 5 m á klst., og alls hljóp hann fram 8 km. Árið 1890 hljóp Brúarjökull fram 10 km. Frá 1960 hefur dregið verulega úr hopi jökla hér á landi. Á þann hátt koma fram áhrif af kólnandi sumrum frá um 1940 (mynd 5). I úthafsloftslagi er afkoma jökla mjög næm fyrir breytingum á loft- hita. Úrkoma er tíð og falli hitastig vex verulega magn úrkomu er fellur sem snjór, einkum að hausti og vori. Auk þess dregur úr leysingu. Á mynd 5 má sjá að sumarhiti hefur fallið um 1 °C á Mýrdalsjökli síðustu 40 árin. Við það hafa hjarnmörk lækkað um allt að 200 m og safnsvæði jökulsins vaxið. Um 20% af flatarmáli Mýrdalsjökuls er milli 1000 m og 1200 m hæðar. Straumur íss niður frá hájöklinum hefur stóraukist og frá um 1970 hefur Sólheimajökull gengið fram. Hinir hægvirkari sporðar Mýrdals- jökuls hafa ekki enn hafið framrás. Hinn mikli jökulskjöldur, sem þakti Island á síðasta jökulskeiði, mótaði yfirborð landsins á margan hátt. Ummerki jökulrofsins má sjá á dölum og fjörðum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum. Móbergssvæðin hlóðust upp við gos undir jökulskildinum og mótuðust síðan af rofi hans. Stór 100 JÖKULL 29. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.