Jökull - 01.12.1979, Page 103
svæði landsins eru þakin jökulruðningi, sem ís-
breiðan lagði frá sér, og víða eru mikil setlög, sem
jökulárnar báru fram í lok jökulskeiðsins. Enn er
rofmáttur jökla mikill hér á landi. Daljöklar rista
djúpt niður í basaltfjöll á suðausturhluta Vatna-
jökuls og sunnanlands hafa fljótin myndað stóra
sanda með framburði undan jöklunum. Land
undir Vatnajökli er talið lækka að meðaltali um 3,2
mm á ári en 4,5 mm á ári undir Mýrdalsjökli.
Hraði jökulrofsins er metinn með þvi að mæla
framburð jökulsins. Framburður ánna nær há-
marki í jökulhlaupum og við framhlaup jökla. Við
hlaup Brúarjökuls 1963 til 1964 nam framburður í
Jökulsá á Brú 25 milljónum tonna og jafngilti 14
mm landlækkun á ári undir þeim jökli. Framburð-
ur í einstökum Grímsvatnahlaupum undanfarna
áratugi hefur mælst um 30 milljónir tonna. Hann
var miklu meiri þegar eldsumbrot fylgdu hlaup-
unum. í Grímsvatnahlaupinu 1934 bárust 150
milljónir tonna af aur niður á Skeiðarársand. Við
gos í Kötlu er framburðurinn enn meiri. f Kötlu-
gosinu 1918 fluttist strönd Mýrdalssands fram um
200 m og frá 1660 hefur hún færst út um 2,2 til 2,5
km.
Við hið hraða hop jökla á þessari öld hafa víða
myndast lón innan við ystu jökulgarðana, t.d.
framan við Skeiðarárjökul og Breiðamerkurjökul.
Þekktast er Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, sem
nær 120 m niður fyrir sjávarmál. Framburður
jöklanna safnast stöðugt í lónin og árnar renna
alltærar beint til sjávar í stað þess að dreifa fram-
burði vitt um sandana.
JÖKULL 29. ÁR 101