Jökull


Jökull - 01.12.1982, Síða 14

Jökull - 01.12.1982, Síða 14
s Arni Stefánsson Fæddur 11. sept. 1911 — Dáinn 12. maí 1982 Nokkur kveðjuorð Það er ekki auðvelt að sætta sig við þá stað- reynd, að Árni Stefánsson er liðinn, maður, sem lengst af sinni ævi var svo áberandi lífs, að eftirtekt hlaut að vekja, maður sem blátt áfram geislaði af lífsþrótti og smitandi lífsgleði. Fyrst eftir heimkomu mína undir lok annarrar heimsstyrjaldarinna vann ég hjá Rannsóknaráði ríkisins. Það var þáverandi framkvæmdastjóri þess, Steinþór Sigurðsson, sem kom mér í kynni við tvo félaga sína á skíðaferðum, sem voru honum mjög að skapi. Þeir voru Árni Stefánsson og frændi hans yngri Einar Sæmundsson, en þessir frændur virtust óaðskiljanlegir og gengu afferðum þeirra og ýmsu bralli sögur sem ég festi ekki verulega trúnað á fyrr en ég kynntist þessum köppum nánar. Þau kynni tókust í fyrsta leiðangrinum á Vatnajökul, sem studdur var vélknúnu farartæki. Þetta var leiðangur til Grímsvatna í ágúst 1946 undir stjórn Steinþórs. í þessum leiðangri varð mér ljóst, hví- líkur afburða ferðamaður Árni var. Það var sök sér þótt hann kynni á allar kenjar bifvéla, en að auki haíði hann ráð undir rifi hverju hvað sem á bjátaði og dugnaður og dirfska, óbilandi bjartsýni og gáskafull glaðværð nutu sín einkar vel í þessum sérstæða leiðangri, þar sem stundum var teflt á tæpt vað. Árni var ekki aðeins snar í snúningum, hann var bæði orðsnar og orðheppinn og hafði á hraðbergi tilvitnanir úr íslendingasögum og skáld- sögum uppáhaldshöfundar síns Halldórs Laxness. Hann hafði sérstaka frásagnargáfu og sé eitthvað til í því, að hlátur lengi lífið, hefur hann lengt líftóruna í æði mörgum. í Heklugosinu 1947/48 voru þeir Árni og Einar aðal aðstoðarmenn Steinþórs Sigurðssonar og mín. Það var ekki lítill akkur í því fyrir mig, fremur óburðugan ferðamann, að njóta aðstoðar þeirra frændanna. Árni var ágætur ljósmyndari og auk margra góðra ljósmynda tók hann, ásamt Stein- þóri, þá kvikmynd af gosinu sem líklega er merkasta Árni Stefánsson (t.v.) og Alain Joset að leggja upp í Fransk-íslenska Vatnajökulsleiðangurinn 1951. — Ljósm. Pálmi Hannesson. ’kvikmynd, sem fram til þess hafði verið tekin af eldgosi. Það segir nokkuð um Árna Stefánsson, að áður en þessu gosi lyki var hann orðinn þvílíkur aufúsugestur á bæjunum við Heklurætur að árleg heimsókn hans þangað næstu áratugina á eftir var fólkinu austur þar mikið tilhlökkunarefni. íslenskar jöklarannsóknir áttu hauk í horni þar sem Árni var. Hann var einn þeirra þriggja ís- lendinga, sem þátt tóku í fransk-íslenska Vatnajök- ulsleiðangrinum 1951, en seismisku mælingarnar á þykkt jökulsins var aðalviðfangsefni þessa leiðang- urs og var leyst með miklum ágætum. Árni og annar þátttakandi þessa leiðangurs, Sigurjón Rist, voru þeir fyrstu er hlutu heiðursmerki Jöklarann- sóknafélagsins, silfurstjörnu í líki snjókristals. Fundi og árshátíðir félagsins sótti Árni meðan honum entist heilsa og var þar sem annars staðar hrókur alls fagnaðar. Það kryddar svo sannarlega tilveruna að kynn- ast manni eins og Árna Stefánssyni. Með þakk- látum huga kveð ég þann ógleymanlega ferðafé- laga, sem nú er kominn á leiðarenda. Sigurður Pórarinsson 12 JÖKULL 32. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.