Jökull - 01.12.1982, Page 72
IValker, G. P. L. 1972: Petrology ofVolcanic Hyaloc-
lastic Sandstone. Initial Reports of the Deep Sea
Drilling Project Vol. XII, pp 365-369. Washing-
ton.
Manuscript acceþted 1 August 1982
ÁGRIP
UM EÐLI KÖTLUHLAUPA
Jón Jónsson, Orkustofnun
I greininni er (jallað um Kötluhlaup og sýnt fram
á að þau eru ekki bara margfalt stórkostlegri heldur
einnig allt annars eðlis en önnur jökulhlaup, sem
þekkt eru hér á landi. Væri sanni nær að nefna þau
aurflóð eða aurskriður þar eð þau samanstanda
80% eða meir af föstum efnum. Mikið af því er
vikur, sem kominn er, úr eldvarpinu sjálfu. Ut frá
þeim reikningum, sem Þorbjörn Karlsson prófessor
hefur gert má ætla að þegar hlaupið þann 12. októ-
ber 1918 var í hámarki hafi rúmtak þess veriðjafn-
vel meira en 2 milljónir teningsmetra á sekúndu.
Eðlisþyngd hlaupmassans er talin vera um 2.5
g/cm* og því hefur hlaupið megnað að færa Kötlu-
klett, sem áætlaður er að vera 950-1000 tonn ofan úr
jökli og niður að Hjörleifshöföa. Af þessu leiðir að
jökuljakarnir liggja að mestu ofaná hlaupmassan-
um og því eru ekki jökulker á Mýrdalssandi gagn-
stætt því sem er á Skeiðarársandi. Bent er á að
sökum eðlisástands Kötluhlaupa muni þau halda
áfram neðansjávar, en jakarnir fljóta er í sjóinn
kemur. Gætu hinir svo nefndu Kötluhryggir því átt
rætur að rekja til hlaupanna. í borkjörnum sem
teknir hafa verið suður í hafi er vikurefni, sem talið
er vera frá Islandi komið.
68 JÖKULL 32. ÁR