Jökull - 01.12.1982, Blaðsíða 94
Zeolites. Occurrence, Properties, Use. Perga-
mon Press: 277-284.
Kristmannsdóttir, H. 1979: Alteration ofbasaltic rocks
by hydrothermal activity at 100 - 300°C. Proc-
eedings of the Int. Clay Conf. 1978, Elsevier:
359-367.
Pálmason, G., S. Arnórsson, I.B. Friðleifsson, H. Krist-
mannsdóttir, K. Sæmundsson, V. Stefánsson, B. Stein-
grímsson,J. Tómasson and L. Kristjánsson 1979: The
Icelandic Crust: Evidence from drillhole data on
structure and processes. Am. Geophys. Union,
Ewing Series: 43-65.
White, D.E. 1970: Geochemistry applied to the dis-
covery, evaluation and exploitation of geother-
mal energy resources. Geothermics, spec. iss. 2,
1, Part 1: 58-80.
Alanuscript accepted July2. 1982.
ÁGRIP
EYJAFJÖRÐUR — EFNAINNIHALD OG
SAMSÆTUHLUTFALL í JARÐHITAVATNI
Hrefna Kristmannsdóttir, Orkustofmn
Sigfús J. Johnsen, Raunvísindastofnun Háskólans
Sem liður í jarðhitaathugunum í Eyjafirði hefur
verið rannsakað efnainnihald í laugavatni og hlut-
fall stöðugra samsætnaí vatninu. Rannsóknarsvæð-
ið nær ífá Laugalandi á Þelamörk í norðri að syðstu
laugum í Eyjafjarðardal. Sýni voru tekin úr
öllum lindum á rannsóknarsvæðinu auk þess sem
djúpsýni voru tekin úr nokkrum borholum til at-
hugunar á dýpri hluta vatnskerfa viðkomandi jarð-
hitastaða. Tilgangur rannsóknanna var einnig að
athuga neysluhæfni vatnsins og meta hættu á útfell-
ingum og tæringu.
Jarðhitavatnið í Eyjafirði er snautt afuppleystum
efnum og sýrustig (pH) þess hátt (sjá töflu 1). Á
norðurhluta svæðisins er lítill munur á jarðhitavatni
hvað efnainnihald varðar. Laugarnar við Garðsá og
Grýtu skera sig þó úr þar sem tvöfált meira af klór er
uppleyst í vatninu. Garðsárlaug sker sig einnig úr
hvað varðar flúormagn og Cl/B hlutfall. Á suður-
hluta svæðisins er meiri munur á vatni einstakra
lauga og það virðist koma úr nokkrum aðskildum
vatnskerfum.
Samkvæmt samsætumælingum virðist allt jarð-
hitavatn á rannsóknasvæðinu, að undanskildum
Ytri-Stjúgsár- og Hólsgerðislaugum, vera upprunn-
ið í norðvestanverðum Vatnajökli. Súrefnissam-
sætuhlutföll í djúpsýnum úr borholum á norður-
svæði benda þó til að einhver munur sé á uppruna
heita vatnsins á Laugalandi í Öngulsstaðahreppi og
vatni af vinnslusvæðunum á Ytri-Tjörnum og vest-
an megin í dalnum. Vatnið í Ytri-Strjúgsárlaug
virðist vera blanda af staðbundnu grunnvatni og
jarðhitavatni. Vatnið í Hólsgerðislaugum hefur
vetnis- og súrefnissamsætuhlutfall sem er lægra en í
úrkomu sem fellur neins staðar á landinu nú. Það er
því talið eldra en 10 þúsund ára.
Heita vatnið er yfirleitt vel hæft til neyslu og lítil
hætta er á tæringu eða útfellingum í dreifikerfi hita-
veitu við vinnslu þess.
90 JÖKULL 32. ÁR