Jökull - 01.12.1982, Side 128
Athugasemdir og viðaukar
ABSTRACT
Glacier variations were recorded at 37 locations, 20
tongues showed advance, 3 were stationary and 14 tongues
retreated.
The advance of steep glacier snoutsfrom high altitudes
is remarkable, but relatively flat glaciers are still retreat-
ing. There are various indications that the Icelandic gla-
ciers are in some kind of a balance for time being, but of
course too far reaching conclusions should not been drawn
from the situation in a single year.
Haustið 1981 voru lengdarbreytingar mældar á
37 stöðum. Jökuljaðar sýndi framskrið á 20 stöð-
um, hélst óbreyttur á þremur stöðum, en jaðar
hopaði á 14 stöðum. Framskriðið mældist 393 m en
hopið 382 m. Þegar mæliniðurstöður nú haustið
1981 eru athugaðar, kemur greinilega í Ijós, að það
eru einkum jökultungur frá litlum og meðalstór-
um, háum og bröttum jöklum, sem gengið hafa
fram á árinu, aftur á móti hopa enn jökuljaðrar
hinna stærri og flatari jökla.
Hin síðustu ár hafa verið fremur köld og vatns-
rýr, einkum hafa haustmánuðir verið kaldir. Og nú
að hausti hylur snæhetta síðasta vetrar jöklana
óvenju langt niður eftir.
Fyrir ári síðan, eins og lesa má í síðustu
jöklabreytingaskýrslu í Jökli 31. ár, var því haldið
fram, að hinu langa jbklarýrnunartímabili vreri lokið.
Mæliniðurstöður í ár staðfesta þá fullyrðingu, en
þær segja raunar ekkert meira. Mælingar sýna að
vísu, að flatarmál jökla hefur haldist óbreytt á árinu.
Niðurstöður þessa eina árs eru ekki nægilegar til að
fullyrða um, hvort jöklar hér á landi geti talist í
jafnvægi.
Smefellsjökull
í mælingaskýrslu Hyrningsjökuls segir Hall-
steinn: ,Járnstöng nr. 105 er horfm undir
jökulröndina. Hjarnskafl í lautinni vestan mæli-
staðar nær 50 m niður fyrir stóra steininn við
mælingamerkið. “
DrangajöKull
Varðandi Kaldalónsjökul tekur Aðalsteinn
fram: „Snjór frá síðasta vetri huldi jökulinn um
mánaðamótin sept/okt nema á litlum bleðlum við
Ufinn og hjá Votubjörgum. Nýsnævi hefur ekki
tekið upp síðan snemma í september."
Um Reykjafjarðarj'ókul segir Guðfmnur: „Þar sem
mælt er mun jaðarinn vera nálægt 300 m y.s.
Nokkurt nýsnævi er við jökulröndina nú 30. sept.
’81, og allar sprungur á jöklinum horfnar, þær
voru litlar. Ekkert hefur þiðnað á jöklinum síðan í
fyrst viku septembermánaðar."
Um Leirujjarðarjökul segir Sólberg: „50% jökuls-
ins eru þaktir snjó frá síðasta vetri, 80/81.“
Norðurlandsjbklar
í mæliskýrslunni lýsir Þórir ástandi Hálsj'ókuls
29. ágúst 1981: „Upp frájökulsporðinum erjökull-
inn heill og ósprunginn. Enginn snjór frá síðasta
vetri er á jöklinum nema í vatnsrásum. Rásirnar
hlykkjast um jökulinn og í þeim er gljúpur snjór.
Að öðru leyti er jökullinn hvítglær, flugháll
ísmassi. Neðar í dalnum er enn svolítið af smá-
íonnum."
Langjbkull
Um Jökulkrók í Pjófadölum segir Theodór: ,Jökul-
sporðurinn virðist hreyfingarlaus, sléttur og þunn-
ur við jökulrönd. Auðvelt var að ganga á jökul-
inn.“
Hofsjbkull
í Jökli 31. ár bls. 59-63 skrifar Guttormur Sig-
bjarnarson um Lambahraunsj'ákul. Hann mældi jök-
uljaðarinn sumarið 1981 og segir þetta meðal ann-
ars í greininni: ,Jökullinn hefur hopað um alls 615
m frá hámarksútbreiðslu hans fyrir um það bil 100
árum, eða um 6 m/ári að meðaltali.
Frá því Björn Egilsson á Sveinsstöðum hlóð
vörðurnar árið 1950 hefur jökullinn hopað um 315
m, eða að meðaltali um 10 m/ári.“
ÍJökli 9. ár (1959) bls. 47—49 má einnig lesa um
Lambahraunsjökul.
Bragi Skúlason á Sauðárkróki hefur tekið að sér
mælingarnar í framtíðinni.
I mælingaskýrslunni tekur Stefán Bjamason fram
varðandi Nauthagaj'ókul: ,Jökuljaðar er sléttur og
ósprunginn. Hann virðist liggja hreyfingarlaus.
124 JÖKULL32. ÁR