Jökull


Jökull - 01.12.1982, Side 128

Jökull - 01.12.1982, Side 128
Athugasemdir og viðaukar ABSTRACT Glacier variations were recorded at 37 locations, 20 tongues showed advance, 3 were stationary and 14 tongues retreated. The advance of steep glacier snoutsfrom high altitudes is remarkable, but relatively flat glaciers are still retreat- ing. There are various indications that the Icelandic gla- ciers are in some kind of a balance for time being, but of course too far reaching conclusions should not been drawn from the situation in a single year. Haustið 1981 voru lengdarbreytingar mældar á 37 stöðum. Jökuljaðar sýndi framskrið á 20 stöð- um, hélst óbreyttur á þremur stöðum, en jaðar hopaði á 14 stöðum. Framskriðið mældist 393 m en hopið 382 m. Þegar mæliniðurstöður nú haustið 1981 eru athugaðar, kemur greinilega í Ijós, að það eru einkum jökultungur frá litlum og meðalstór- um, háum og bröttum jöklum, sem gengið hafa fram á árinu, aftur á móti hopa enn jökuljaðrar hinna stærri og flatari jökla. Hin síðustu ár hafa verið fremur köld og vatns- rýr, einkum hafa haustmánuðir verið kaldir. Og nú að hausti hylur snæhetta síðasta vetrar jöklana óvenju langt niður eftir. Fyrir ári síðan, eins og lesa má í síðustu jöklabreytingaskýrslu í Jökli 31. ár, var því haldið fram, að hinu langa jbklarýrnunartímabili vreri lokið. Mæliniðurstöður í ár staðfesta þá fullyrðingu, en þær segja raunar ekkert meira. Mælingar sýna að vísu, að flatarmál jökla hefur haldist óbreytt á árinu. Niðurstöður þessa eina árs eru ekki nægilegar til að fullyrða um, hvort jöklar hér á landi geti talist í jafnvægi. Smefellsjökull í mælingaskýrslu Hyrningsjökuls segir Hall- steinn: ,Járnstöng nr. 105 er horfm undir jökulröndina. Hjarnskafl í lautinni vestan mæli- staðar nær 50 m niður fyrir stóra steininn við mælingamerkið. “ DrangajöKull Varðandi Kaldalónsjökul tekur Aðalsteinn fram: „Snjór frá síðasta vetri huldi jökulinn um mánaðamótin sept/okt nema á litlum bleðlum við Ufinn og hjá Votubjörgum. Nýsnævi hefur ekki tekið upp síðan snemma í september." Um Reykjafjarðarj'ókul segir Guðfmnur: „Þar sem mælt er mun jaðarinn vera nálægt 300 m y.s. Nokkurt nýsnævi er við jökulröndina nú 30. sept. ’81, og allar sprungur á jöklinum horfnar, þær voru litlar. Ekkert hefur þiðnað á jöklinum síðan í fyrst viku septembermánaðar." Um Leirujjarðarjökul segir Sólberg: „50% jökuls- ins eru þaktir snjó frá síðasta vetri, 80/81.“ Norðurlandsjbklar í mæliskýrslunni lýsir Þórir ástandi Hálsj'ókuls 29. ágúst 1981: „Upp frájökulsporðinum erjökull- inn heill og ósprunginn. Enginn snjór frá síðasta vetri er á jöklinum nema í vatnsrásum. Rásirnar hlykkjast um jökulinn og í þeim er gljúpur snjór. Að öðru leyti er jökullinn hvítglær, flugháll ísmassi. Neðar í dalnum er enn svolítið af smá- íonnum." Langjbkull Um Jökulkrók í Pjófadölum segir Theodór: ,Jökul- sporðurinn virðist hreyfingarlaus, sléttur og þunn- ur við jökulrönd. Auðvelt var að ganga á jökul- inn.“ Hofsjbkull í Jökli 31. ár bls. 59-63 skrifar Guttormur Sig- bjarnarson um Lambahraunsj'ákul. Hann mældi jök- uljaðarinn sumarið 1981 og segir þetta meðal ann- ars í greininni: ,Jökullinn hefur hopað um alls 615 m frá hámarksútbreiðslu hans fyrir um það bil 100 árum, eða um 6 m/ári að meðaltali. Frá því Björn Egilsson á Sveinsstöðum hlóð vörðurnar árið 1950 hefur jökullinn hopað um 315 m, eða að meðaltali um 10 m/ári.“ ÍJökli 9. ár (1959) bls. 47—49 má einnig lesa um Lambahraunsjökul. Bragi Skúlason á Sauðárkróki hefur tekið að sér mælingarnar í framtíðinni. I mælingaskýrslunni tekur Stefán Bjamason fram varðandi Nauthagaj'ókul: ,Jökuljaðar er sléttur og ósprunginn. Hann virðist liggja hreyfingarlaus. 124 JÖKULL32. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.