Jökull - 01.12.1982, Side 129
Um 17 m frájökuljaðri er ruðningsgarður, en 91 m
er að næsta merki.“
Varðandi Múlaj'ókul W tekur Stefán fram að 14 m
frá jökuljaðri sé ruðningur 4 m hár jökulmegin en 8
m að framan. Frá jökuljaðri eru 163 m að næsta
merki.
Varðandi Múlaj'ókul S segir Stefán að 258 m séu
frá jökuljaðri að næsta merki, en 100 m í viðbót að
því þar næsta. Þar er stór steinn með vörðu.
Mýrdalsj'ókull
Um ástand Sólheimaj'ókuls tekur Valur eftirfar-
andi fram: Vesturtungan heldur áfram að skríða fram
og hækka. Jaðarinn er ekki eins mikið sprunginn
og áður og ávalari. Útfallið hefur færst til vesturs,
og einnig kemur út vatnsflaumur við Jökulhaus.
Við J'ókulhaus er jökullinn ferlega sprunginn.
Austurtungan hefur hækkað og breikkað jafnframt
því sem hún hefur gengið fram lítið eitt.
Oldufellsj'ókull, athugun Gissurar Jóhannessonar
á Herjólfsstöðum 11. ágúst ’81. Útfallið undan
jöklinum er miðja vegu frá merkilínu að Ytri-
Bláfellsá. Útfallið er stöðugt að færast til. Þetta er
hið fjórða á fáum árum. Nú rann vatnið austur og
suður í Jökulkvísl. Leiðin að merkjum því ófær.
Ljóst er að jökuljaðar hefur hopað. Hamrastallur
og íslaus rönd er er uppi á hamrinum. Hamarinn
er um 8 m á hæð og röndin uppi á honum 8 m
breið.
Vatnajökull
Tungnaárjökull hjá J'ókulheimum hopar enn, en
hægt hefur verulega á hopinu. Hörður tekur fram:
,Jökullinn er auður (13. sept. ’81) og ósléttur langt
upp. Hann er brattur, ekki sér í neitt sker ennþá,
þar sem hann virtist vera að rifna síðastliðið
haust.“
Bragi segir: ,Jaðar Skeiðarárjökuls E3, er lágur
og þar eru aurdyngjur; jaðarinn er því ógreini-
legur.“
Flosi tekur m.a. eftirfarandi fram í bréfi: „Kvíár-
jökull hefur skriðið fram venju fremur. Hann hefur
hækkað talsvert síðan í fyrrahaust. Virðist þó mest
áberandi hlykkjóttur gljáklasi fram eftir miðju jök-
ulsins. En ég hygg, að jökuljaðarinn til beggja
handa við mælistaðinn sé enn kyrrstæður. Ekki var
mælt við merki 133, því að Kvíá hefur fyllt upp í
innri hluta lónsins. Hrútárjökull mun hafa haldið
áfram að hækka. Jökuljaðar sígur fram, þótt hægt
fari enn sem komið er. Að öðru leyti hafa jöklar hér
ekki breyst að mun. Við Breiðárlón og Breiðárútfall
heldur jökuljaðarinn áfram að þokast innar. Enn
eru klappir að koma þar undan jöklinum, nú síðast
rétt norðan við Breiðárútfall, nálægt hreppamóta-
línunni eins og hún er sýnd á kortinu. Þess skal
getið að vestan við Breiðárlón rétt við jökulinn
hefur lækjarspræna grafið sig niður úr
botnleðjunni. Tekur því við mólag í farveginum,
sem lækurinn hefur einnig grafið niður úr. Greini-
legt er að mólagið hefur myndast þarna á staðnum,
mun það vera V'i metri á þykkt. Lítið eða ekkert
ber þar á lurkum eða tágum. Nálægt Jökulsárlóni,
upp afmerki 142, hefur jökuljaðar haldið áfram að
síga fram, eins og varð vart í fyrrahaust, ’80. En
útlit jökulsins þar upp af virðist ekki hafa tekið
breytingum, hvorki sjást þar neinar verulegar
sprungur, né að jökulbrúnin sé að hækka, enda
mun þessi gangur í jöklinum ná aðeins skammt til
vesturs. Ekki er mælt við merki nr. 143. Því olli
lónið.“
Subursveitarjöklar
ogjöklar á Mýrum
Jökultungulón hindra mælingar við flesta mæli-
staðina. Merki Skarphéðins Gíslasonar standa
enn. Hér eru mæliniðurstöður, sem Helgi Torfa-
son, Reykjavík, og Sigfinnur Snorrason, Selfossi,
hafa náð.
Brókarjökull J.162
'71.11.11—'75.09.19 framskrið 56 m
'75.09.19-’76.09.06 óbreyttur 0 m
'76.09.06-’79.09.12 framskrið 8 m
Skálafellsjökull (E Hafrafell) J.158 ’72.11.12- 79.09.13 framskrið 177 m
Fláajökull (W Hólmsá) J.152 ’72.11.12- 79.09.13 framskrið 4 m
Fláajökull (E Hólmsá) J.150 '72.11.12- 75.09.18 hop 5 m
'75.09.18-’79.09.13 hop 79 m
'79.09.13-80.09.01 framskrið 46 m
Fláajökull (E) J.146 ’72.11.30—'75.09.18 8 m
í bréfi með mælingaskýrslu Eyjabakkaj'ókuls segir
Gunnsteinn: „Vart er um aðra breytingu að ræða,
en að jökullinn þynnist ár frá ári. Jökulsá rennur
beggja vegna við Eyjafell, % að sunnan !A að
norðan."
Um Kverkjökul segir Gunnsteinn: „Ekki er að sjá
neinar breytingar á jöklinum aðrar en hop jökuls-
ins og að jaðar jökultungunnar hefur þynnst."
JÖKULL 32. ÁR 125