Jökull - 01.12.1982, Page 132
eldgosum síðustu ára. Á fundinum 15. október
voru flutt tvö ítarleg erindi, svo að hvort um sig
hefði verið nægt fundarefni. Helgi Björnsson talaði
um íssjármælingar á austasta hluta Vatnajökuls
vorið 1981, en Sigfús J. Johnsen um borun í Græn-
landsjökli sumarið 1981.
Jörfagleðin var haldin í Snorrabæ þ. 20. nóv-
ember og sóttu hana næstum 100 manns. Ég get
því miður ekki dæmt um hana af eigin raun, en
hefi fyrir satt, að hún hafi heppnast prýðilega og
verið formanni skemmtinefndar, Soffíu Vernharðs-
dóttur, og helstu stoð hennar, Sigrúnu Þor-
steinsdóttur, til sóma, en Soffía hefur nú haft að-
alveg og vanda af þremur árshátíðum. Veislustjóri
var Elín Pálmadóttir, en borðræðu flutti Guð-
mundur E. Sigvaldason.
RANNSÓKNIR
Veigamiklar jöklarannsóknir eru nú, sem betur
fer, aftur orðnar árlegur viðburður og er það enn
sem fyrr Helgi Björnsson, sem þar heldur uppi
heiðri félagsins, en kostnaður við hans rannsóknir
s.l. ár var greiddur af Rafmagnsveitum ríkisins.
Eftirfarandi eru glefsur úr skýrslu hans, sem birt-
ast mun í 31. árgangi Jökuls. Sigurjón Rist hefur
enn veg og vanda af mælingum á lengdarbreyting-
um jökla og nýtur þar aðstoðar áhugamanna. Vor-
ið 1981 (21. apríl til 22. maí) vann leiðangur á
vegum Rafmagnsveitna ríkisins og Raunvísinda-
stofnunar undir stjórn Helga Björnssonar að könn-
un á landi undir Eyjabakkajökli og nágrenni hans
á norðaustanverðum Vatnajökli. Megintilgangur
leiðangursins var að kanna, hve stór hluti Vatna-
jökuls veitir vatni til væntanlegrar Fljótsdalsvirkj-
unar. Unnið var úr niðurstöðum á Raunvísinda-
stofnun og skýrsla um þær hefur verið send Raf-
magnsveitum ríkisins. Rafmagnsveitur ríkisins
lögðu til 2 snjóbíla í þennan leiðangur, 7 menn
tóku þátt í leiðangrinum, flestir félagsmenn í
Jöklarannsóknafélaginu og nefni ég sérstaklega
kempuna Hörð Hafliðason.
Sigurður Þórarinsson
128 JÖKULL 32. ÁR