Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 15

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 15
45/1991 FEYKIR 15 svaraði: ”Ég áeftiraðdrekka kókóið mitt.” Ekki veit ég fyrri til en Daníel þrífur í öxlina á_mér ogskiparmérað fara. A andartaksstundu sendu heilafrumurnar frá sér örskeyti: ”Átti ég að taka á móti honum? Var ég nógu sterkur til þess? Nei. En hrossin skal ég aldrei sækja. Heldur skal ég láta lífið.” Þessar hugsanir brutust um í kollinum á mér á meðan Daníel var að hrinda mér út úr tjaldinu. Hann skipaði mér að sækja hrossin, en ég neitaði því. Þannig gekk það um stund að ég fór í gagnstæða átt við það, sem þurfti að fara til að ná í hestana. Og Daníel á eftir mér eins og sauðþrá kind. Var ég þá búinn að hugsa mér á hvern hátt ég gæti náð mér niðri á honum. Ég þóttist alltaf ætla heim að tjöldunum og lét hann fara króka í allar áttir á eftir mér. Við vorum nú komnir upp á hálsinn rétt til hestana. Gekk ég þá til þeirra og lést fara að leggja við brúnan hest, sem var rétt hjá rauðum hesti, er Daníel átti. Og aldrei mátti koma á bak á. Var það gamall reiðhestur, sem hann var nú farinn að nota til aksturs. Daníel fer nú að leggja við skjóttan hest og snýr baki að mér. Ég nota mér tækifærið og legg við Rauð og stekk á bak honum. I því lítur Daníel við og öskrar: ”Láttu Rauð vera.” En ég sinnti því engu og reið í einum stökkspretti til vega- mannanna, sem allir stóðu úti og höfðu fylgst með þessum aðförum. Þeir voru margir sammála að þetta hefði verið maklegt á Daníel, og bölvuðu honum. Ég var í vígahug en þó hálfhræddur við leikslokin og sagði: ”Hann drepur mig nú helvítis karlinn.” D aniel kom nú skokk- andi á skjótta klárnum, sót- bölvandi og skipði kúskun- um að taka við hestunum en reið beint til mín. Hann stekkur af baki og er þegar byrjaður að skamma mig, og þrífur til mín. Nú var ég óhræddur við Daníel við hlið margra fullorðinna manna og sló eins fast á handlegg hans eins og ég hafi afl til. Þá heyri ég þrumandi rödd Guðmundar flokksforingja, þar sem hann segir: ”Daníel, þú ert búinn að sýna Hafsteini nóga ósvífni, þó að þú bætir ekki gráu ofan á svart með handalögmálum. Þú níðist á fimmtán ára dreng og lætur hann vinna verk, sem ekki er léttungs- verk, og kórónar það svo með þeirri ósvífni að láta hann ekki hafa matarfrið og krefst verka af honum, sem honum ber ekki að vinna. Sjáðu nú sóma þinn í því að láta Hafstein í friði. Hann vinnur fyrir kaupinu sínu. ”Ég stóð svo undrandi yfir því að nokkur maður skyldi þora að tala svona við verkstjórann. En sneypulegri mann hef ég aldrei séð en Daníel, þegar hann gekk heim í tjald sitt. Ekki kom hann á typpiðtil mín um daginn. Um kvöldið fór ég ekki strax inn í tjaldið og var að umsegja hvort ég ætti að voga mér inn. Flokksforingjatjaldið var við hlið okkartjalds ogþóttistég vita að Guðmundur fylgdist með okkur. Ég gerði mig svo reiðilegan sem ég gat og rykkti upp tjaldskörinni og settist á rúmið mitt og fór að drekka kókóið, sem ég hafði ekki næði til að drekka í matartímanum. Ég var að smá skotra augunum til Daníels þegar mér fannst hann ekki horfa til mín. Eitthvað fannst mér hann vera öðruvísi en hann átti að sér að vera. Aldrei minntumst við á þetta uppátæki hans. Og ég hef aldrei fundið það út hvað kom honum til að finna upp á þessu gönuhlaupi. Tvisvar sá ég menn gráta undir aðfinnslum og skömm- um Daníels. Jr'að var laugardagur fýrir fimmtándu sumarhelgi. Ég var a vinna á typpinu. Drungi var yfir höfðinu á mér og sárindi í hálsi. Þegar á daginn leið, fór mér að blæða nasir. Daníel kom til mín og sá hann mig allan blóði stokkinn. Ég sagði honum að mér liði illa í hálsinum. Engu ansaði hann því. Daníelfór, ogblóðiðhélt áfram að renna. Rétt áðúr en hætt var við vinnu, tók fyrir blóðrennslið. Voru þá fötin mín orðin sem blóðstykki. Mér var þjónað af Fríðu systur minni, sem var vinnukona í Syðstahvammi. Ég átti varla föt til skipta, og sá ég enga leið til að þvo fötin og hugsaðist mér að fara með þau til Fríðu, um leið og ég sækti brauðið að Helgu- hvammi. Nú hafði ég enga matarlyst og afréð ég að fara strax af stað út eftir. Allir vegamennirnir ráku upp stór augu, er þeir sáu mig, og bölvuðu Daníel fyrir það að láta mig vinna með svo miklar blóðnasir. Ég fór inn í tjaldið og tók fötin, sem ég var vanur að vera í á sunnudögum, og handklæði og fór niður að keldusytru, sem var nærri og þvoði mér. Ég setti blóðleppana í poka og lagði svo af stað út að Syðstahvammi. Um leið og ég fór, spurði Daníel mig hvort ég ætlaði ekki að borða. Ég sagði honum að ég hefði enga matarlyst og fór af stað. Ég var óvanalega máttlaus og varð að setja mig niður annað slagið. Þegar ég loksins komst út að Syðstahvammi, var ég búinn að fá rungandi hausverk og enn meiri sárindi í hálsinn. Ég bað Jóhannes að lofa mér að vera þar og sagði að ég væri eitthvað slappur. Daginn eftir var ég með hálfgerðu óráði og hálsinn og höfuðið eitt eymslastykki. Farið var niður á tangann til Björns Blöndals læknis, sem lét inntöku við hálsbólgunni, sem ekki leyndi sér. í Syðstahvammi lá ég í fjóra daga og dróst þá sárlasinn fram í veginn. Daníel var með hálfgerðan skæting, þegar ég kom, og spurði mig hvað ég_ hefði verið að slæpast. Ég sagði honum að hann skyldi spyrja lækninn að því. Ragnar var aftur kominn á typpið, og taldi ég víst að hann yrði þar áfram. Að ininnsta kosti á meðan ég var að jafna mig. Það reyndist aðeins fyrsta daginn. Næsta dag rak Daníel mig slappan og nauðugan á typpið. Dagar og vikur liðu svo að mér gafst lítill tími til þess að skemmta mér með strákun- um á kvöldin. Frítími minn fór í að sækja mjólk, elda graut og stundum kókó, og mæla út veginn með Daníel, sem ég losnaði ekki við allt sumarið. Sveinbjörn Blöndal var oft að segja mér að afsegja þessar mælingar með karlinum, úr því að ég fengi ekkert fyrir það. Oft kom mér það til hugar, þegar á sumarið leið. Það dró nokkuð úr mér að gera það, því ég var farinn að sjá og skilja aðferðina, sem hann hafði til að mæla með hæð og halla. Á þeim árum þekktust ekki landslagshallamælar, sem síðar voru notaðir við vegamælingar. Ég ílengdist því við þetta með karlinum. Xjangur var margur dagurinn þetta sumar. En allir dagar eiga kvöld. Síðasti dagurinn var á enda. Vegur- inn fullkláraður við mel, sem er neðan við túnið á Neðra- Vatnshorni. Hinn svokallaði Múlavegur á enda. Allir urðu að bíða eftir kaupi til næsta dags. Síðasti tjaldstaður okkar var við þennan mel. I bíti þennan morgun fóru menn að binda pjönkur sínar, sem þeir báru upp á melinn. Og allt var til, er kvittað var á síðustu vinnu- skýrsluna. Hrossin voru tínd saman og menn kvöddust þarna á melnum. Daníel stóð þarna á melnum eins og umkomulaus drengur. Engan heyrði ég þakka honum samveruna, enda var það ekki eins algengt í máli og síðar. Þegar ég kvaddi Daníel sagði ég: „Aldrei skal ég í vegavinnu framar”. Daníel svarar: ,JViinnstu oiða minna þótt síðar verði: Sú mun koma tíð að þú sækir meira eftir vegavinnu en annarri vinnu”. Átján árum síðar hittumst við Daníel og minnti hann mig á þessi orð. Var ég þá búinn að vera vegavinnustjóri í fjögur ár. Á þennan mel hef ég oft komið síðan. Alltaf hefur mér fundist ég sjá félaga mína tínast þarna af stað með farangur sinn, einn og einn í lest.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.