Feykir


Feykir - 18.12.1991, Qupperneq 20

Feykir - 18.12.1991, Qupperneq 20
20/FEYKIR 45/1991 hagyrðingaþáttur nr. 110 Heilir og sælir lesendur góðir. Þar sem nokkurt kenderí virðist vera á einni vísu Haraldar Hjálmarssonarí síðasta þætti eins og hún kemur lesendum fyrir sjónir tel ég rétt að birta hana aftur hér. Enn ég bragða brennivín, bestu heimsins gæði, hiklaust þó að heilsan mín hangi á veikum þræði. Það er Ingvi Guðnason á Skagaströnd sem sér okkur fyrir næstu vísu. Landið klæðist ljósum hjúp, lifnar á græði alda. Yfir hæðir, nes og núp nóttin læðist kalda. Þrátt fyrir að mörgum sé vetrartíminn erfiður, eru til margar góðar vísur sem tengjast þeim árstíma. Hér kemur önnur eftir Ingva. Hér er orðið fátt til fanga, faldar ljósu aldan há. Yfir freðinn foldar vanga fjúka dauð og visin strá. Ennþá rennur tíminn sitt skeið, og nú er að ljúka svokölluðu rjúpnaveiðitíma- bili. Þann veiðiskap stunda fulltrúar frá ýmsum stéttum þjóðfélagsins og verða þar ólíklegustu menn veiðigleð- inni að bráð. Næsta vísa er ort um prest nokkurn sem stundaði rjúpnaveiðar af kappi. Höfundur er Vigfús Pétursson. Undan manni flýgur flest. Fara skotin langt á mis, því um leið og sérann sést svífa þær til helvítis. Annar rjúpnaveiðimaður fékk þessa umsögn hjá Vigfúsi. Heyrist mikill hagladynur. Höfðinginn er þannig gerður. Sídritandi dýravinur drepur allt sem fyrir verður. Mörgum hagyrðingum er án efa minnistætt þegar þau ortust á í spurningaþætti Ómars Ragnarssonar: Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir og Flosi Ólafsson. Um atburð þennan orti Vigfús svo. Illilega ýmsum brá, aðrir fóru að brosa. Hún lagði sína lipurtá við lappirnar á Flosa. Það á vel við nú í skammdeginu að rifja upp eftirfarandi vísu, sem ég man því miður ekki eftir hvern er. Bleikan lit á landið ber, lífið brestur þróttinn. Dauðafölur dagur hver, dimm og þögul nóttin. Margir þeir sem leiðir eru á myrkratímanum, hughreysta sjálfan sig með því að hugsa um dásemdir vorsins þegar það birtist aftur, eins og Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd orðar svo fallega í næstu vísu. Þó mér fylgi heim á hlað húmsins skuggakraftur. Veit ég samt með vissu að vorið kemur aftur. í kringum áramótin finnst mörgum að fari að styttast í birtuna, eins og fram kemur í þessari vísu Ingibjargar Sig- fúsdóttur. Myrkrið flýja sjáum senn, sólin skýin tefur. Vonir hlýjar okkur enn árið nýja gefur. Misjafnt er hvernig hag- yrðingar yrkja um áramót. Ekki veit ég hver er höfundur næstu vísu. Liðna árið lágt með ris loksins hylur gröfin köld, það horfið er í helvítis hítina sem kallast öld. Annar sem ég kann ekki heldur að nefna fagnar á svofelldan hátt nýja árinu. Afram dagsins annir líða, örlaganna gatan hljóð. Nýársdagsins birta og blíða boðar farsæld vorri þjóð. Geta lesendur sagt mér hver er höfundur næstu vísu og hvert tilefni hennar hefur verið. Fyrst mig vantar vísuna, vel svo falli í smekkinn. Best er að opna budduna og borga fyrir hrekkinn. Þar sem nú er að líða að jólum koma hér nokkra vísur í lokin sem tengjast þeim. Magnús Jósefsson í Borgar- nesi yrkir svo til kunningja. Jólahald hjá Birni er breytt, í bernsku gjafir þráði. Núna er það yfirleitt eins og steikin ráði. Þrátt fyrir jólin halda lífið og dauðinn sínu striki og nýjar manneskjur fæðast og aðrar deyja. Sigurður7’Þor- finnsson á Skeggjastöðum orti svo við andlát Stefáns Eyjólfssonar frá Kálfárdal. Nú er Stefáns sigin sól, svo hún rann án tafar. Hann mun sæll um heilögjól hinum megin grafar. Trúlega hafa orðið ansi miklar breytingar á jólahald- inu, eins og fram kemur í næstu vísu Gunnars Eggerts- sonar. Gott er að muna gömul jól, guð var þá á sveimi. Nú er horfið heims um ból hugans íagurdreymi. Um höfund lokavísunnar að þessu sinni veit ég því miður ekki. Hver sem veitir hrjáðum hér hjálp af ljúfu geði skapar með því sjálfum sér sanna jólagleði. Ég vil að lokum óska öllum lesendum þáttarins gleðilegra jóla og þakka fyrir samstarfið á árinu og góðar óskir til þáttarins, og bið ykkur þar með að vera sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi s: 95-27154 Enginn miskunn í Stóragarði Norðurland vestra: Feröamálasamtök stofnuö Eyjólfur Sverrisson fékk að kynnast því vel um helgina að líf atvinnuknattspyrnumanns- ins er enginn dans á rósum. Hann fékk skurð á augabrún í einu af mörgum skallaeinvígum, var kippt útfyrir hliðarlínuna og skurðurinn saumaður saman í skyndingu án þess að deyfa. Stráksi síðan sendur inn á að nýju, en fljótlega myndaðist blóðpoki sem skyggði á augað. Aftur var gert að auganu við hliðarlínu og síðan fór Jolli beint í leikinn að nýju. Eyjólfur sagði að það hefði ekki verið neitt sérstakt þegar augabrúnin var saumuð án deyfingar. Honum gekk ágætlega í leiknum sem var gegn Verder Bremen og endaði með jafntefli 1:1. Stuttgart er nú í þriðja sæti deildarinnar rétt á eftir toppliðinu Dortmund. Von var á Eyjólfi til landsins í gær, en hann mun dvelja í föðurgarði á Króknum þangað til haldið verður í baráttuna á ný í byrjun nýs árs. Viðbrögð forráðamanna og lækna Stuttgarts við hliðarlínuna um helginasýna líklega betur en nokkuð annað hversu mikilvægur hann er talinn liðinu um þessar mundir. Þess má geta að Eyjólfur var nýlega valinn knattspyrnumaður ársins hér á landi. Stofnfundur Ferðamálasam- taka Norðurlands vestra var haldinn nýlega á Hótel Blönduósi. Aðild að samtök- unum eiga ferðamálafélög á svæðinu. Fyrsti formaður samtakanna var kosin Her- björt Pétursdóttir á Melstað, Erlendur Eysteinsson á Stóru- Giljá verður gjaldkeri og Einar Steinsson á Sauðár- króki ritari. Hlutverk samtakanna er samkvæmt lögum þess: að vinna að hagsmunamálum ferðaþjónustu og eflingu hennar sem atvinnugreinar. Þátttaka í starfi ferðamála- samtaka landshluta og starf- semi ferðamálaráðs og stuðla að samstarfi um ferðamál á svæðinu. Samtökin munu fjármagna starf sitt með föstu árgjaldi ferðamála- félaganna á svæðinu, ásamt öðrum fjáröflunarleiðum. Auk fulltrúa ferðamála- félaga voru á fundinum Vigfús Vigfússon ferðamála- fulltrúi og Elísa Guðmunds- dóttir hótelstjóri á Blönduósi. MYNDLISTARSÝNING GUNNAR FRIÐRIKSSON OPNAÐI SÝNINGU í VINNUSTOFUNNI AÐALGÖTU 16 SAUÐÁRKRÓKI LAUGARDAGINN 14. DESEMBER SÝNINGIN VERÐUROPIN TIL22. DESEMBER FRÁ KL. 15.00 TILKL. 22.00 VERIÐ VELKOMIN Ferðamálafélag Skagafjarðar: Sendir borgarstjórn Reykjavíkur áskorun Ferðamálafélag Skagafjarðar og Siglufjarðar harmar þá afstöðu Reykjavíkurborgar að draga sig út úr rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferða- mála í Reykjavík, er leiða mun til þess að henni verði lokaðfrá ogmeð l.júní 1992. Félagið telur að af þessu bíði ferðaþjónusta óbætanlegt tjón: ekki aðeins á landsbyggðinni, heldur og í höfuðborg okkar allra. Skorar Ferðamála- félagið hér með eindregið á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða strax afstöðu sína í þessu máli.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.