Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 49
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Sport 49 Strákarnir okkar eru í toppstandi n Allir klárir í slaginn gegn Tékkum í undankeppni EM n Byrjunarliðsmenn eru flestir lykilmenn í sínum liðum Ragnar Sigurðsson Staða: Miðvörður Landsleikir/mörk: 41/0 Mínútur frá síðasta leik: 450 Ragnar Sigurðsson er í frábæru leikformi þessa dagana enda fær hann nóg af leikjum hjá félagsliði sínu Kuban Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni. Deildin er í fullum gangi í Rússlandi en auk þess er liðið í eldlínunni í Evrópudeildinni þar sem það leikur í riðli með Everton og Wolfsburg meðal annars. Ragnar hefur byrjað fimm af síðustu sjö leikjum Krasnodar en er iðulega í liðinu þegar það á mikilvægan leik fyrir höndum. Kuban-liðið er í 3. sæti rússnesku deildarinnar og í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Theódór Elmar Bjarnason Staða: Hægri bakvörður Landsleikir/mörk: 13/0 Mínútur frá síðasta leik: 338 Theódór Elmar virðist hafa eignað sér stöðu hægri bakvarðar landsliðsins með frábærri frammistöðu í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar. Theódór Elmar hefur einnig verið í góðu formi með félagsliði sínu Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Randers situr í 2. sæti deildarinnar eftir 14 umferðir og er Theódór Elmar fastamaður í liðinu. Hann hefur byrjað alla fjóra leiki liðsins frá sigurleiknum gegn Hollandi og alls spilað 338 mínútur. Í þessum leikjum hefur Theódór að auki skorað tvö mörk. Tékkar slakir á heimavelli T ékkar hafa farið vel af stað í undankeppni EM eins og ís- lenska liðið og eru bæði lið með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á toppi A-riðils. Tékk- ar hafa löngum tilheyrt hópi stór- liða í evrópskri knattspyrnu, eða allt frá því að þeir komust alla leið í úrslit Evrópukeppninnar árið 1996 þar sem þeir biðu lægri hlut fyrir Þjóðverjum í úrslitum. DV skoðar hér tékkneska liðið og leggur mat á styrkleika þess og veikleika. Alltaf með á EM Þó að knattspyrnuhefð sé rík í Tékklandi hefur gengi landsliðsins valdið talsverðum vonbrigðum á undanförnum árum. Liðið hefur aðeins einu sinni komist á HM en það gerðist árið 2006. Liðinu hefur gengið miklu betur í undankeppni EM þar sem því hefur aldrei mis- tekist að komast í lokakeppnina frá árinu 1996 þegar Tékkar tóku fyrst þátt. Á EM 2012 tókst liðinu að komast í 8-liða úrslit þar sem Crist- iano Ronaldo skaut þá úr keppni með marki seint í leiknum. Valdið vonbrigðum Í undankeppni HM, þeirri sömu og Íslendingar komust í umspil, léku Tékkar í B-riðli ásamt Ítalíu, Dan- mörku, Búlgaríu, Armeníu og Möltu. Sem fyrr segir komust Tékkar ekki upp úr riðlinum en þeir enduðu í 3. sæti hans með 15 stig. Danir fengu 16 stig en Ítalir urðu efstir með 22 stig. Segja má að árangur liðsins hafi valdið nokkrum vonbrigðum enda hafði það á að skipa ungum leik- mönnum sem náðu góðum árangri með U21 árs landsliðinu. Liðið varð til dæmis í 4. sæti á EM U21 árs lands- liða í Danmörku árið 2011, sömu keppni og íslenska liðið tók þátt í. Vandamál Tékka í undankeppni HM voru helst þau að liðið átti í stökustu erfiðleikum með að skora mörk. Í tíu leikjum skoruðu Tékkar aðeins þrett- án mörk, þar af komu níu á útivelli en aðeins fjögur á heimavelli. Varnarleikurinn var í öllu betra jafnvægi en liðið fékk á sig níu mörk, þar af sex á heimavelli. Sé eitthvað að marka síðustu undankeppni virðast Tékkar kunna betur við sig á útivelli en á heimavelli. Afleitur árangur heima Þó að Tékkar virðist feikilega öfl- ugir um þessar mundir er ekki þar með sagt að íslenska liðið geti ekki náð góðum úrslitum á sunnudag. Á þessu ári hefur liðið spilað sjö leiki og þar af hafa þrír unnist, allir í undankeppni EM. Liðið lék vináttuleik við Norð- menn á heimavelli í mars og fór sá leikur 2–2. Þá gerðu Tékkar sömuleið- is 2–2 jafntefli við Finna í maí síðast- liðnum á útivelli. Þann 3. júní töpuðu Tékkar, 0–2, fyrir Austurríki á heima- velli og þann 3. september biðu þeir lægri hlut fyrir Bandaríkjunum, 0–1, á heimavelli í vináttuleik. Séu tíu síðustu leikir Tékka á heima- velli skoðaðir sést að liðið hefur að- eins unnið þrjá leiki, gert þrjú jafntefli en tapað fjórum. Árangur þeirra á úti- velli er miklu betri. Í tíu síðustu leikjum hafa Tékkar unnið sex leiki, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum. Miðað við þetta ættu Íslendingar að ganga hóflega bjartsýnir til leiks á sunnudag. n n Unnið 3 af síðustu 10 leikjum heima n Sterkari á útivelli Þrír lykilmenn Tékklands Petr Cech Staða: Markvörður Félag: Chelsea Landsleikir/mörk: 111/0 Petr Cech þarf ekki að kynna fyrir neinum sem fylgst hefur með ensku úrvalsdeildinni á undanförnum árum. Þessi 32 ára markvörður hefur verið einn allra besti markvörður deildarinnar undanfarin tíu ár og unnið ótal titla á farsælum ferli. Cech hefur ekki átt sæti í liði Chelsea á þessu tímabili og þykir líklegt að hann rói á önnur mið í janúar eða næsta sumar. Enginn efast þó um hæfileika þessa stóra og stæðilega markvarðar. Tomas Rosicky Staða: Miðjumaður Félag: Arsenal Landsleikir/mörk: 98/22 Þó að Rosicky sé orðinn 34 ára er hann enn algjör lykilmaður í liði Tékka. Hann hefur spilað tvo af þremur leikjum liðsins í undankeppninni og stýrt sóknarleik tékkneska liðsins eins og herforingi. Auk þess að vera einn reynslumesti leikmaður liðsins er hann einnig sá leikmaður í hópnum sem hefur skorað langflest mörk, eða 22 í 98 landsleikjum. Það mun væntanlega koma í hlut Arons Einars Gunnarssonar að gæta Rosickys í leiknum í Plzen á sunnudag. Tomas Sivok Staða: Varnarmaður Félag: Besiktas Landsleikir/mörk: 47/4 Tomas Sivok er reynslubolti sem leikur með Besiktas og má búast við því að hann verði í miðri vörninni gegn Íslendingum. Sivok leikur yfirleitt í stöðu djúps miðjumanns en með tékkneska liðinu hefur hann leikið í miðri vörninni með fínum árangri. Hann hefur leikið tvo af þremur leikjum Tékka í undankeppninni en hann missti af sigurleiknum gegn Hollendingum vegna meiðsla. Sivok er feikilega öflugur í loftinu og hefur skorað ófá skallamörkin á undanförnum árum. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Eigum möguleika Miðað við gengi Tékka á heimavelli undanfarin misseri á íslenska liðið góða möguleika á að ná stigi eða stigum á sunnudag. Mynd rEutErS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.