Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 49
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Sport 49 Strákarnir okkar eru í toppstandi n Allir klárir í slaginn gegn Tékkum í undankeppni EM n Byrjunarliðsmenn eru flestir lykilmenn í sínum liðum Ragnar Sigurðsson Staða: Miðvörður Landsleikir/mörk: 41/0 Mínútur frá síðasta leik: 450 Ragnar Sigurðsson er í frábæru leikformi þessa dagana enda fær hann nóg af leikjum hjá félagsliði sínu Kuban Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni. Deildin er í fullum gangi í Rússlandi en auk þess er liðið í eldlínunni í Evrópudeildinni þar sem það leikur í riðli með Everton og Wolfsburg meðal annars. Ragnar hefur byrjað fimm af síðustu sjö leikjum Krasnodar en er iðulega í liðinu þegar það á mikilvægan leik fyrir höndum. Kuban-liðið er í 3. sæti rússnesku deildarinnar og í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Theódór Elmar Bjarnason Staða: Hægri bakvörður Landsleikir/mörk: 13/0 Mínútur frá síðasta leik: 338 Theódór Elmar virðist hafa eignað sér stöðu hægri bakvarðar landsliðsins með frábærri frammistöðu í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar. Theódór Elmar hefur einnig verið í góðu formi með félagsliði sínu Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Randers situr í 2. sæti deildarinnar eftir 14 umferðir og er Theódór Elmar fastamaður í liðinu. Hann hefur byrjað alla fjóra leiki liðsins frá sigurleiknum gegn Hollandi og alls spilað 338 mínútur. Í þessum leikjum hefur Theódór að auki skorað tvö mörk. Tékkar slakir á heimavelli T ékkar hafa farið vel af stað í undankeppni EM eins og ís- lenska liðið og eru bæði lið með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á toppi A-riðils. Tékk- ar hafa löngum tilheyrt hópi stór- liða í evrópskri knattspyrnu, eða allt frá því að þeir komust alla leið í úrslit Evrópukeppninnar árið 1996 þar sem þeir biðu lægri hlut fyrir Þjóðverjum í úrslitum. DV skoðar hér tékkneska liðið og leggur mat á styrkleika þess og veikleika. Alltaf með á EM Þó að knattspyrnuhefð sé rík í Tékklandi hefur gengi landsliðsins valdið talsverðum vonbrigðum á undanförnum árum. Liðið hefur aðeins einu sinni komist á HM en það gerðist árið 2006. Liðinu hefur gengið miklu betur í undankeppni EM þar sem því hefur aldrei mis- tekist að komast í lokakeppnina frá árinu 1996 þegar Tékkar tóku fyrst þátt. Á EM 2012 tókst liðinu að komast í 8-liða úrslit þar sem Crist- iano Ronaldo skaut þá úr keppni með marki seint í leiknum. Valdið vonbrigðum Í undankeppni HM, þeirri sömu og Íslendingar komust í umspil, léku Tékkar í B-riðli ásamt Ítalíu, Dan- mörku, Búlgaríu, Armeníu og Möltu. Sem fyrr segir komust Tékkar ekki upp úr riðlinum en þeir enduðu í 3. sæti hans með 15 stig. Danir fengu 16 stig en Ítalir urðu efstir með 22 stig. Segja má að árangur liðsins hafi valdið nokkrum vonbrigðum enda hafði það á að skipa ungum leik- mönnum sem náðu góðum árangri með U21 árs landsliðinu. Liðið varð til dæmis í 4. sæti á EM U21 árs lands- liða í Danmörku árið 2011, sömu keppni og íslenska liðið tók þátt í. Vandamál Tékka í undankeppni HM voru helst þau að liðið átti í stökustu erfiðleikum með að skora mörk. Í tíu leikjum skoruðu Tékkar aðeins þrett- án mörk, þar af komu níu á útivelli en aðeins fjögur á heimavelli. Varnarleikurinn var í öllu betra jafnvægi en liðið fékk á sig níu mörk, þar af sex á heimavelli. Sé eitthvað að marka síðustu undankeppni virðast Tékkar kunna betur við sig á útivelli en á heimavelli. Afleitur árangur heima Þó að Tékkar virðist feikilega öfl- ugir um þessar mundir er ekki þar með sagt að íslenska liðið geti ekki náð góðum úrslitum á sunnudag. Á þessu ári hefur liðið spilað sjö leiki og þar af hafa þrír unnist, allir í undankeppni EM. Liðið lék vináttuleik við Norð- menn á heimavelli í mars og fór sá leikur 2–2. Þá gerðu Tékkar sömuleið- is 2–2 jafntefli við Finna í maí síðast- liðnum á útivelli. Þann 3. júní töpuðu Tékkar, 0–2, fyrir Austurríki á heima- velli og þann 3. september biðu þeir lægri hlut fyrir Bandaríkjunum, 0–1, á heimavelli í vináttuleik. Séu tíu síðustu leikir Tékka á heima- velli skoðaðir sést að liðið hefur að- eins unnið þrjá leiki, gert þrjú jafntefli en tapað fjórum. Árangur þeirra á úti- velli er miklu betri. Í tíu síðustu leikjum hafa Tékkar unnið sex leiki, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum. Miðað við þetta ættu Íslendingar að ganga hóflega bjartsýnir til leiks á sunnudag. n n Unnið 3 af síðustu 10 leikjum heima n Sterkari á útivelli Þrír lykilmenn Tékklands Petr Cech Staða: Markvörður Félag: Chelsea Landsleikir/mörk: 111/0 Petr Cech þarf ekki að kynna fyrir neinum sem fylgst hefur með ensku úrvalsdeildinni á undanförnum árum. Þessi 32 ára markvörður hefur verið einn allra besti markvörður deildarinnar undanfarin tíu ár og unnið ótal titla á farsælum ferli. Cech hefur ekki átt sæti í liði Chelsea á þessu tímabili og þykir líklegt að hann rói á önnur mið í janúar eða næsta sumar. Enginn efast þó um hæfileika þessa stóra og stæðilega markvarðar. Tomas Rosicky Staða: Miðjumaður Félag: Arsenal Landsleikir/mörk: 98/22 Þó að Rosicky sé orðinn 34 ára er hann enn algjör lykilmaður í liði Tékka. Hann hefur spilað tvo af þremur leikjum liðsins í undankeppninni og stýrt sóknarleik tékkneska liðsins eins og herforingi. Auk þess að vera einn reynslumesti leikmaður liðsins er hann einnig sá leikmaður í hópnum sem hefur skorað langflest mörk, eða 22 í 98 landsleikjum. Það mun væntanlega koma í hlut Arons Einars Gunnarssonar að gæta Rosickys í leiknum í Plzen á sunnudag. Tomas Sivok Staða: Varnarmaður Félag: Besiktas Landsleikir/mörk: 47/4 Tomas Sivok er reynslubolti sem leikur með Besiktas og má búast við því að hann verði í miðri vörninni gegn Íslendingum. Sivok leikur yfirleitt í stöðu djúps miðjumanns en með tékkneska liðinu hefur hann leikið í miðri vörninni með fínum árangri. Hann hefur leikið tvo af þremur leikjum Tékka í undankeppninni en hann missti af sigurleiknum gegn Hollendingum vegna meiðsla. Sivok er feikilega öflugur í loftinu og hefur skorað ófá skallamörkin á undanförnum árum. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Eigum möguleika Miðað við gengi Tékka á heimavelli undanfarin misseri á íslenska liðið góða möguleika á að ná stigi eða stigum á sunnudag. Mynd rEutErS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.