Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2016, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.05.2016, Qupperneq 18
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma Birgit Helland lést á Landspítalanum laugardaginn 7. maí. Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Hreinn Frímannsson Finnur Hreinsson Kristín H.B. Einarsdóttir Knútur Hreinsson Frímann Hreinsson Dagný Hreinsdóttir Úlfar Þór Björnsson og barnabörn. Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Hugrún Jónsdóttir Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. 1724 Mývatnseldar hefjast og standa með hléum í fimm ár. Gígur- inn Víti í Kröflu verður til. 1846 Adolphe Sax fær einkaleyfi fyrir uppfinningu sína, saxófón- inn. 1920 Hollenska flugfélagið KLM er stofnað. 1940 Breskir hermenn koma til Akureyrar með varðskipinu Ægi. 1973 Yfirheyrslur vegna Watergate- hneykslisins hefjast. 1978 Líkkista Charlie Chaplin finnst á ný eftir að bíræfinn grafarræningi krafð- ist lausnargjalds fyrir hana. 1990 Mikhail Gorbatsjov hittir Kazimiera Prunskiene, forsætisráðherra Litháens, á sögulegum fundi. 1998 Kristján Helgason verður Evrópumeist- ari í snóker á móti í Finnlandi. Merkisatburðir 17. maí Nanna Ýr Arnardóttir ver doktors­ritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands í dag. Ritgerð hennar ber heitið Tengsl hreyfingar og heilsu – Þýðisrannsókn á eldri körlum og konum á Íslandi. Nanna Ýr er fædd árið 1982 og hefur verið nánast linnulaust í námi frá því hún var sex ára gömul. „Þetta er búin að vera mikil törn, en ég tók mér nú ár í frí eftir að ég kláraði menntaskóla og svo kenndi ég í eitt ár eftir að ég kláraði meistaranámið, áður en ég byrjaði í doktorsnáminu,“ segir Nanna Ýr. „Eftir að ég kláraði masterinn og var að kenna í lífeðlisfræðinni þá bauðst mér að koma að vinna hjá Hjartavernd og safna þar gögnum um eldra fólk sem tók þátt í öldrunarrannsókninni. Eftir þetta kvikn­ aði áhuginn hjá mér og sérstaklega vegna þess að í rannsókninni erum við með fólk með mjög háan meðalaldur miðað við aðrar rannsóknir gerðar hafa verið.“ Megintilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu á því hvernig hreyfing, kyrrseta og svefn tengjast heilsu eldra fólks á Íslandi. Hreyfing þátttakenda var mæld með hreyfimælum. „Hreyfi­ rannsóknir hafa ekki verið gerðar áður á svona gömlu fólki, ekki nema þá með spurningalistum. Í rannsókninni erum við með meðalaldur um 80 ár,“ segir hún. Aðalniðurstöðu rannsóknarinnar segir hún vera hversu lítið gamalt fólk hreyfir sig. „Þau eru að eyða 75 prósentum af deginum, þar sem þau eru með mælinn á sér, í kyrrsetu og það er gríðarlega hátt hlutfall. Um 21 prósent dagsins fer í létta hreyfingu, eins og að ná sér í kaffi og fleira. Einungis 3 til 4 prósent fara í hreyfingu sem er meira en það,“ segir Nanna Ýr. Nanna Ýr er búsett í Gautaborg ásamt fjölskyldu sinni og hefur unnið að rit­ gerðinni þaðan síðustu sex ár. Hún segir að það krefjist mikils sjálfsaga að vinna slíkt verkefni sjálfstætt en hún hefur verið á reglulegum fundum á Skype með leiðbeinanda sínum, dr. Þórarni Sveins­ syni, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Aðspurð að því hvað taki við hjá henni eftir þetta stóra verkefni grínast Nanna með að hún ætli aldrei aftur í skóla. „Eins og staðan er núna er ég að leita mér að vinnu í Gautaborg og er líka með augun opin hérna heima. Það er kannski ekki langt í að við komum heim, maður veit aldrei,“ segir Nanna Ýr. thordis@frettabladid.is Tæplega þrjátíu ára námsferli lokið Nanna Ýr Arnardóttir ver doktorsritgerð sína í dag. Rannsökuð voru tengsl hreyfingar og heilsu eldri karla og kvenna. Eldra fólk eyðir um 75 prósentum af deginum í kyrrsetu. Þann 17. maí árið 1954 úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna að það stangaðist á við stjórnar- skrá landsins að meina börnum aðgang að skólum landsins vegna kynþáttar. Málið var sótt fyrir hönd Lindu Brown, ungrar stúlku af afrískum uppruna sem var meinaður aðgangur að hverfisskóla sínum vegna litarháttar. Skólinn sem hún vildi fara í var rétt hjá heimili hennar og mun betri en næsti skóli fyrir blökkumenn sem var í klukku- tíma göngufæri frá heimilinu. Fram til þessa hafði úrskurður hæstaréttar frá 1896 um að aðskilja mætti fólk í almenn- ingsfarartækjum eftir kynþætti, því kynþætt- irnir væru „aðskildir en jafnir“, verið notaður til að réttlæta aðskilnað á öllum mögulegum stöðum, meðal annars grunnskólum. Úrskurður hæstaréttar kvað á um að að- skilnaður í skólum væri óréttlátur í eðli sínu og helst til þess fallinn að stuðla að lakari stöðu blökkufólks í samfélaginu. Ekki væri hægt að tala um að fólk væri aðskilið en jafnt í þessu samhengi. Þessi úrskurður hafði mikil áhrif á mannrétt- indabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum og leiddi til þess að tæpum tveimur áratugum síðar var allur aðskilnaður vegna kynþáttar bannaður þar í landi. Þ ETTA G E R ð i ST : 1 7 . M A Í 1 9 5 4 Kynþáttaaðskilnaður afnuminn Nanna Ýr Arnardóttir ver doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum í dag. Hún hefur stundað námið frá Gautaborg. FréttAbLAðið/ANtoN briNk Þann 17. maí úrskurðaði hæstiréttur bandaríkjanna að aðskilnaður í skólum vegna kynþáttar væri óréttlátur í eðli sínu. FréttAbLAðið/AFP 1 7 . m a í 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D a G U R18 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a Ð I Ð tímamót 1 7 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 7 1 -F C 2 4 1 9 7 1 -F A E 8 1 9 7 1 -F 9 A C 1 9 7 1 -F 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.