Fréttablaðið - 17.05.2016, Síða 20

Fréttablaðið - 17.05.2016, Síða 20
Þegar mest var voru um 160 manns að æfa hjá okkur. Gegnumstreymið yfir árið er um 140 krakkar en það eru um það bil áttatíu til níutíu krakkar sem æfa reglulega stærstan hluta ársins. Guðmundur Stefán Gunnarsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365. is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Berg- mann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365. is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hjá júdódeild UMFN í Njarðvík geta öll börn æft frítt. Þegar deild- in var stofnuð haustið 2010 var að sögn Guðmundar Stefáns Gunn- arssonar, stofnanda deildarinn- ar og þjálfara, lagt upp með að lækka kostnað við íþróttaiðkun barna. „Það er orðið svo dýrt að stunda íþróttir í dag. Þegar deild- in var stofnuð var bærinn að af- nema íþróttastyrkinn þannig að við ákváðum að hafa það alveg ókeypis fyrir börn að æfa. Þannig var það þar til styrkurinn kom aftur árið 2013 en þá voru sett æfingagjald hjá okkur upp á fimmtán þúsund krónur sem er jafnhátt styrknum. Með því að hafa þetta svona von- aðist ég til að æfingagjöld myndu lækka í öðrum íþróttagreinum en það hefur ekki gerst,“ útskýrir Guðmundur. Sprenging í Fjölda Þegar deildin var stofnuð bjóst Guðmundur við að um tíu börn myndu mæta reglulega á æfingar en raunin varð önnur. „Það varð algjör sprenging, þegar mest var voru um 160 manns að æfa hjá okkur. Gegnumstreymið yfir árið er um 140 krakkar en það eru um það bil áttatíu til níutíu krakkar sem æfa reglulega. Ég hef frá byrj- un lagt áherslu á að hafa æfingar fyrir bæði kynin og ætla ekki að gefast upp á því. Ég er með stelpu- hópa á hverju ári sem fá jafngóða tíma og strákarnir. Auk þess geta allir æft saman, strákar og stelpur og börn og fullorðnir. Það geta allir verið saman en stelpurnar geta líka fengið að vera sér ef þær vilja.“ Guðmundur segir að hjá honum séu börn sem ekki fá íþróttastyrk- inn ekki rukkuð um æfingagjöld. „Í flestum bæjarfélögum er styrkur- inn bara upp í sextán ára en fyrir mér eru börnin börn alveg þar til þau verða átján ára og þurfa þau því ekki að borga fyrr en þá,“ segir hann og bætir við að þó fái allir iðk- endur sendan gíróseðil upp á fimm- tán þúsund krónur en ekki sé geng- ið eftir því að hann sé greiddur. Spurður að því hvernig deild- in standi þá undir sér segir Guð- mundur að hún sé rekin með hjálp styrktaraðila. „Það hefur held- ur ekki verið mikill kostnaður við þetta. Fyrstu þrjú árin voru til dæmis engin þjálfaralaun sem þurfti að greiða því ég var einn til að byrja með. Flestir þjálfararn- ir í dag myndu líka þjálfa án launa ef út í það færi en við fáum þjálf- arastyrk frá bænum og svo fer allt sem er afgangs í að greiða þeim.“ óSkiljanlegur Verðmunur Ástæðuna fyrir því af hverju hann sé í þessu segir Guðmundur vera aðallega að þetta sé skemmti- legt. „Það er gaman að sjá krakka sem maður hélt að ættu ekki séns, blómstra og bæta sig. Svo getur maður náð taki á þessum yngri og prentað inn í þau góð gildi,“ lýsir Guðmundur en hann gagnrýnir þá afreksstefnu sem ríkir í íþrótta- heiminum almennt í dag. „Það er mikið af krökkum sem ekki er pláss fyrir í íþróttafélögum vegna þessarar stefnu. Hérna áður fyrr var stefnan sú að þeir sem vildu verða góðir í íþróttum höfðu tæki- færi til þess en nú hefur hún snú- ist upp í andhverfu sína, það er skyldumæting á æfingar og ekki hægt að æfa bara tvisvar í viku, það verða allir að vera í þessu af fullum krafti. Hjá mér er ekki markmiðið að allir verði atvinnumenn eða meist- arar. Samt sem áður urðu allir fimm keppendurnir okkar sem kepptu á Íslandsmótinu meistarar. Ef maður vill verða góður þá æfir maður bara meira og allir eru til- búnir að hjálpa, þannig var afreks- stefnan í gamla daga. Auk þess að gera krökkum erfiðara fyrir að æfa bara til gamans heldur þessi nýja afreksstefna æfingagjöldun- um uppi. Það er til dæmis ódýrara fyrir barn að æfa í einkarekinni líkamsræktarstöð með þjálfara hér í Reykjanesbæ en að æfa fim- leika og sund. Þær íþróttagrein- ar eru samt reknar á sama grunni og júdóið hjá mér, þannig að mér finnst skrítið að það sé svona mik- ill verðmunur.“ andhVerF aFrekSSteFna Júdóþjálfari segir þá afreksstefnu sem ríkir í íþróttaheiminum í dag gera það að verkum að ekki sé pláss fyrir öll börn í íþróttum. Hjá UMFN geta börn æft júdó frítt og markmiðið er ekki að allir verði meistarar. Það varð algjör sprenging í iðkendafjölda þegar júdódeildin tók til starfa, að sögn Guðmundar. Guðmundur gefur keppanda ráð á móti í uppgjafaglímu. Sölustaði má finna á celsus.is AÐEINS ÞAÐ BESTA FYRIR BÖRNIN SÓLARVÖRNIN SEM HÚÐLÆKNAR MÆLA MEÐ LANGVIRK SÓLARVÖRN. 10x10.indd 1 11.5.2016 12:59:08 1 7 . m a í 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D a G U R2 F ó l k ∙ k y n n I n G a R b l a Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a R b l a Ð ∙ h e I l s a 1 7 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 7 2 -0 F E 4 1 9 7 2 -0 E A 8 1 9 7 2 -0 D 6 C 1 9 7 2 -0 C 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.