Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 21

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 21
19 Starf iðjuþjálfans Vegna framsýni þeirra sem vinna að undir- búningi búsetudeildar var fengin heimild til að ráða iðjuþjálfa til starfa 1. september sl. Þá var iðjuþjálfi „á lausu" og það er ekki á hverjum degi sem það gerist. Undirrituð er því ráðin tímabundið til áramóta en þá er gert ráð fyrir að auglýsa þessa nýju stöðu. í þessu millibilsástandi heyrir starf iðjuþjálfa undir öldrunardeild bæjarins og deildar- stjóri öldrunardeildar er yfirmaður iðju- þjálfa. Hlutverk iðjuþjálfa skv. starfslýsingu er eftirfarandi: 1. Iðjuþjálfi sinnir heimilisathugunum og veitir faglega ráðgjöf um aðbúnað og notkun hjálpartækja á heimilum neytenda þjónustunnar. 2. Iðjuþjálfi kannar með hvaða hætti beita má endurhæfingaraðferðum til að gera neytendur þjónustunnar meira sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs og stuðlar að því að þeim vinnuaðferðum verði beitt. Iðju- þjálfi veitir þeim starfsmönnum Akureyr- ar bæjar er sinna búsetuþjónustu faglega ráðgjöf á þessu sviði. 3. Iðjuþjálfi heldur uppi tengslastarfi við aðra þá sem sinna búsetuþjónustu á Ak- ureyri svo sem heimahjúkrun, ráðgjafar- deild og svæðisskrifstofu og stuðlar eftir megni að samræmingu og samhæfingu svo þjónustan komi neytendum að sem mestu gagni. 4. Iðjuþjálfi skal að öðru leyti hafa frum- kvæði að því að nýta sérþekkingu sína eftir því sem kostur er á í þágu öldrunar- þjónustunnar og viðskiptavina hennar. Eðli málsins samkvæmt er starfið í mótun og mun sjálfsagt verða það um nokkurt skeið. Undanfarið hefur mikið af mínum tíma farið í það að kynna mig og starfssvið mitt fyrir væntanlegu samstarfsfólki. Mér hefur verið mjög vel tekið og virðast flestir hafa einhverja hugmynd um hvað iðjuþjálfi getur gert. t>að þakka ég ekki síst því að Þór- hildur Sveinsdóttir iðjuþjálfi starfaði hjá öldrunardeildinni sumarið 1992 í tengslum við tilraunaverkefni er laut að samvinnu heimilisþjónustu og heimahjúkrunar. Hún náði á þessum stutta tíma að sanna fyrir mörgum mikilvægi iðjuþjálfa í þessari þjón- ustu. Beiðnir eru farnar að berast frá ýmsum aðilum, mest þó frá starfsfólki heimilisþjón- ustu og heimahjúkrunar. Þetta eru beiðnir um heimilisathuganir, mat á hjálpartækja- þörf, leiðbeiningar um starfsstellingar og notkun á hjálpartækjum við umönnun svo og almennt mat á sjálfshjálpargetu og þjón- ustuþörf. Rétt kona á réttum stað Eftir þennan stutta tíma í starfinu get ég auðvitað ekki alhæft mikið. Samt sem áður finnst mér augljóst að þetta er starfsvett- vangur þar sem menntun iðjuþjálfa nýtist alveg sérstaklega vel. Iðjuþjálfar hafa menntun sem tengist bæði heilbrigðis- og félagssviði og þurfa því ekki að skipa sér í „lið". Auk þess geta iðjuþjálfar vandræðalít- ið sett sig inn í málefni annarra stétta og rætt málin án þess að viðkomandi þurfi að telja sér ógnað. „Meðfædd" heildarsýn iðjuþjálfa er grundvöllur góðrar heimaþjónustu og því erum við upplagðir boðberar þeirrar stefnu að efla heimaþjónustu og stuðla að því að hún sé veitt á þann hátt að þegnamir fái sem allra lengst að njóta sín í samfélag- inu.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.