Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 8
Alexandra Chernyshova, söngkona
og söngkennari í Söngskóla Alexöndru
Jólahald í mismunandi
menningarheimum
Alexandra er fædd og uppalin í Úkraínu en jólahald þar
er meó öðrum hætti en hér á landi. Þar er jóladagur þann
6. janúar og aðalháta'ðarhöldin fara fram á nýársdag.
Jólablaðið Feykir settist niður með Alexöndru og fræddist
um úkraínsk og íslensk jól söngkonunnar.
Eins og á Islandi eru jólin
fjölskylduhátíð í heimalandi
Alexöndru en engu að síður
segir hún að hátíðarhöldin
á stöðunum tveimur séu
( UPPSKRIFTIR
á margan hátt mjög ólík.
-Annars er svo langt síðan að
ég hélt jól og áramót í Úkraínu
að ég er ekki alveg viss um
hvernig hátíðin hefur þróast
þar. Hins vegar voru áramótin
alltaf stærri hátíð en sjálf jólin,
rifjar Alexandra upp.
Hvað með jólagjafirnar? -Já,
þær voru mikilvægar þar eins
og hér, segir Alexandra og
hlær. -Heima var byrjað að
gefa gjafir þann 19. desember
þegar heilagur Nikulás kemur
og gefur börnunum gjafir. Þá
byrjar í raun jólahátíðin og
nær hún hámarki um áramót
með stóru partýi. Um áramót
setjum við gjafir undir tréð
og þá kemur Ded Moroz og
færir okkur gjafir auk þess
sem við fáum frá foreldrum
okkar. Eins er í Úkraínu mikil
hefð fyrir því að börnin búi
til gjafir handa foreldrum
sínum. Ég man að systir mín
var oft að föndra eitthvað en
ég reyndi að búa til lag og
syngja en stundum prjónaði
ég líka eitthvað handa þeim.
Síðan á gamlárskvöld þá eru
allir saman komnir að horfa á
sjónvarp og hápunkturinn er
þegar klukkan í sjónvarpinu
slær 12 högg, þá kemur nýtt
ár. Þá stöndum við öll með
kampavín og meðan bjöllurnar
óma óskar maður sér eitthvað
fyrir hið nýja ár. Síðan er
Uppskrift af Olivie oS
fyrir 5-6 manns: \o r
■ 4 meðalstórar kartöflur Fyrst að sjóða kartöflur, egg og
■ 2 stórar gulrætur gulrætur.
■ 3egg Skræla kartöflurnar.
■ 1 stór agúrka Skera kartöflur, egg, gulrætur,
• 2 litlar súrar agúrkur agúrkur, kjötbúðing og lauk
: ■ 250 gr. kjötbúðingur niður í litla feminga/bita.
■ Ein lítil dós af Blanda öllu saman með
grænum baunum majónesi og rjóma.
■ 1 meðal stór laukur Borið fram sem forréttur.
■ 130 gr. sýrður rjómi
■ 100 gr. létt majones
skálað og þar á eftir gjafirnar
opnaðar. Hefð er fýrir því að
hafa á borðum kampavín og
salat sem heitir Olivie, þetta
tvennt hafa allir á borðum
þetta kvöld [sjá uppskrift hér
til vinstri].
Um jól er líka sá siður í
Úkraínu að börn ganga í hús
og syngja, stundum henda
þau líka hrísgrjónum inn í
híbýli manna til þess að færa
þeim gæfu, að launum fá þau
nammi og stundum pening.
Alexandra rifjar upp ein jólin
þegar hún var 9 ára er hún
fór með vinum sínum í allar
blokkirnar í götunni. -Við
urðum ofboðslega rík þessi
jólin en þetta má bara gera eitt
kvöld á ári, segir hún og hlær.
Aðspurð segir Alexandra að
það hafi verið mikil viðbrigði
að koma og halda jól á íslandi.
-Ég man að mér fannst svo
flott hvernig allir skreyttu
húsin sín. Það var svo mikið af
ljósum út um allt mér fannst
þetta ofboðslega fallegt og var
alltaf að biðja Jón að koma
með mér út að keyra og skoða
ljósin, en þá bjuggum við í
Keflavík.
Annað sem Alexandra tók
eftir hér á landi er að hér situr
fólk um jólin og talar saman
en á hennar heimaslóðum
var mikið sungið. -Síðan var
það maturinn, ég borðaði
lambakjöt í fýrsta sinn hér um
jól og smakkaði laufabrauðið
og kökurnar, þetta er allt önnur
menning í mat hér heldur en
í Úkraínu. Þar eru hlaðborð
með mörgum fjölbreyttum
réttum og mikið af salati með
mayonesi og sýrðum rjóma.
Enda er Úkraína fræg fýrir
góðan mat.
Fékk skóla í jólagjöf
Alexandra segist ekki baka
fýrir jólin heldur kaupi hún
piparkökur. Á annan dag jóla
fari þau síðan ætfð í jólaboð til
fjölskyldu Jóns. En jólin í fyrra
voru um margt frábrugðin því
þá voru Alexandra og Jón að
undirbúa opnun söngskólans
sem opnaði þann 7. janúar
eða á annan í jólum í Úkraínu.
-Það var svolítið sérstakt að
vera bara að vinna og opna
skóla þegar allir voru heima að
halda jól. En við vorum búin
að vera svo dugleg að vinna
við þetta allt jólafríið að ég leit
bara á þetta sem stóra og góða
jólagjöf.
Skólinn hefur gengið vel en
Alexandra eignaðist sitt annað
barn í sumar og er því einungis
í 50% vinnu fram að áramótum
og kennir þá einungis börnum
og unglingum þann tíma.
Fullorðna fólkið kemur síðan
aftur inn um áramót. Samhliða
skólarekstri sinnir hún Óperu
Skagafjarðar sem setti upp á
síðasta ári á eftirminnilegan
hátt La Traviata og í vor setti
söngskólinn upp sýninguna
um Sigvalda Kaldalóns.
Þann 13. desember ætlar
hún síðan að halda stóra
jólatónleika þar sem meðlimir
í Óperu Skagafjarðar auk
nemenda í söngskólanum
ætla að syngja saman. Verða
tónleikarnir í Ljósheimum og
hefjast klukkan 16:00. Þá má
sjá myndband við flutning
Alexöndru á Jingle Bells inn
á http://www.youtube.com/
alexandrachernyshova auk
þess sem Alexandra tók á
dögunum upp lagið Heims
um ból þar sem hún syngur
ásamt nemendum sínum. Það
er þvi meira en nóg að gera
hjá söngkonunni duglegu og
verður gaman að fýlgjast með
nýjum ævintýrum Söngskóla
Alexöndru og Óperu Skaga-
fjarðar á nýju ári.
Ópera Skagafjarðar ætlar
að setja upp og sýna Rigoletto
á næstu Sæluviku. Lög frá
óperunni koma út á geisladisld
núna í desember.
Söngskóli Alexöndru og
Tónlistarskólar Austur- og
Vestur Húnavatnssýslu verða í
samstarfi í vetur þar sem m.a.
verður stofnaður Stúllcnakór
Norðurlands vestra. Kórinn
er fýrir stúlkur á aldrinum
10-16 ára. Stefnt er að stórum
og flottum tónleikum um
næstu páska sem bera heitið
„Draumaraddir norðursins".