Feykir


Feykir - 27.11.2008, Qupperneq 12

Feykir - 27.11.2008, Qupperneq 12
erfitt að segja til um hversu mikil vinna þetta er því auðvitað hefur ómæld vinna farið í að koma fyrirtækinu og því sem ég er að gera á framfæri. Þar gildir það að vera sýnilegur, fara á markaði og slíkt. Síðan var ég með bás á Landbúnaðarsýningunni á Sauðárkróki í haust þar sem það sem ég er að gera vakti mikla athygli. Ég bara mætti með saumavélina og merkti á staðnum fyrir fólk vörur sem ég er með til sölu. T.d. var ég að sauma bæjarnöfn í derhúfur og þær seldust eins og heitar lummur. Mest er Linda í því að merkja handklæði með nöfnum og myndum auk bakpoka, snyrtiveskja, seðla- veskja og ýmislegt fleira sem hún á á lager. Inni á heimasíðu hennar ísaumur.is má sjá vöruúrvalið sem er mjög fjölbreytt. Ég tók eftir því að þú ert ekki að selja vörurnar þínar dýrt? -Nei, ég hef reynt að haga innkaupum mínum áþann veg að ég þurfi ekki að verðleggja vörurnar of dýrar frá mér. Ég á sjálf stóra fjölskyldu og geri mér grein fyrir að þetta má ekki vera of dýrt ef fólk á að geta verslað hjá mér. Mikið pantað tii jólagjafa Linda segir að í fýrra hafi mikið verið pantað hjá henni til jólagjafa og í ár hefur hún nú þegar afgreitt mjög stóra jólagjafapöntun. En skyldi hún sjálf vera mikið jólabarn. -Já, ég er það. Sjálf ólst ég upp í kaupstað og þar var alltaf borðað klukkan sex og haldin þessi hefðbundnu jól. Mér fannst því skrítið í sveitinni til þess að byrja með að þegar klukkan sló sex var verið í fjósinu að mjólka. Þá var mér hugsað til fjölskyldunnar en síðar vandist ég því að borða upp úr sjö og að það var ekki aðalatriðið klukkan hvað væri borðað heldur að halda jólin saman. Skreytið þið mikið? -Já, já, við gerum það, reyndar á ég erfitt með að venjast þvi hve allir skreyta nú snemma. Þegar ég ólst upp var aldrei skreytt fýrr en á Þorláksmessu og þá voru jólin komin þegar maður kom á fætur á aðfangadag og fékk sér ískalda mjólk og smákökur sem maður hafði beðið eftir á aðventunni og allt var svo fínt og jólalegt. En við höfum nú samt byrjað að kveikja á seríum fyrr enda hafa krakkarnir kallað á það, hafa séð það hjá vinum og Linda Björk Ævarsdóttir á Steinnýjarstöóum á Skaga er ein af þessum ofurkonum. Linda er bóndi, línudanskennari og eigandi ísaums sem sérhæfir sig í merkingum með ísaumi. Samhliða þessu öllu er hún virk í félagsstörfum og á fjögur börn. Jólablaðið Feykir kfkti f heimsókn til Lindu. Isaum stofnaði Linda í nóv- ember árið 2007 í framhaldi af vaxtarsprotanámskeiði á vegum Impru nýsköpunar- miðstöðvar. -Ég fór upphaf- lega á námskeiðið til þess að þróa hugmynd sem við gengum með í maganum þess efnis að koma okkur hér upp nokkrum gistihúsum í tengsl- um við veiði í Langavatni. En síðan breytast hugmyndirnar, segir Linda og hlær. -Þegar ég var mætt með þessa hugmynd á námskeiðið var alveg sama hvernig við reiknuðum þetta út og könnuðum alltaf kom sama niðurstaðan. Þetta borgaði sig engan veginn. Það fór því svo að á miðju námskeiði skipti ég um hugmynd og fór að vinna út frá þeirri hugmyndafræði að stofan fyrirtæki sem sérhæfði sig í útsaumi og ísaumuðum merkjum í fatnað og ýmsan varning, bætir hún við. Það er þó ekki eins og Linda hafi stokkið bara á eitthvað fyrst upphaflega hugmyndin gekk ekki en hún átti fyrir heimilissaumavél með litlu útsaumstæki og var að leika sér að því að sauma með henni í ýmislegt smálegt. Á námskeiðinu lærði Linda það sem hún þurfti til þess að stofna fyrirtæki og í framhaldinu keypti hún tæki og tól til þess að geta merkt fatnað, töskur og slíkt. -Síðan gat ég komið mér upp aðstöðu hér heima við. Það var bara drifið í að innrétta herbergi sem áður hafði verið vinnuherbergi og síðan byrjaði ég, segir Linda. -Ég hef haft gott samband við þau hjá Ipmru nýsköpunar- miðstöð sem hélt námskeiðið, auk þess sem Haukur Súska, atvinnuráðgjafi hjá SSNV, hefur verið mér innan handar. Ekki síst þegar kemur að því að sækja um styrki en ég fékk styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem hjálpaði mér í að koma mér upp vinnuaðstöðu. Mikið aö gera Linda segist anna þeim pöntunum sem berast ein en bætir við að hún eigi góða að. -Ég hugsaði þetta alltaf sem aukavinnu milli mjalta en ekki fulla vinnu. Það er JÓIibMiJíW •k * * w, Linda Björk Ævarsdóttir á Steinnýjarstöóum Ferðaþjónusta sem breyttist í ísaum svoleiðis. Við höfum því reynt að fara milliveg og förum að týna seríurnar upp um miðjan desember. Mikið bakaö fyrir jólin Bakarðu mikið fyrir jólin? -Já, ég baka þó nokkuð, baka alltaf þessar föstu fimm sortir af smákökum og prófa síðan einhverjar í viðbót. Síðan þarf alltaf að baka eitthvað aftur sem hefur klárast. Síðan tökum við alltaf einn dag aðra helgi í aðventu þar sem við föndrum, hitum kakó og borðum smákökur. Þetta er svona okkar kósýdagur. Síðan steikir tengdamamma laufabrauð, ég reyndar ólst ekki upp við það en þykir það engu að síður gott í dag. Hvað með fjósið, skreytið þið þar? —Eftir að við breyttum fjósinu 2004 setti ég jólaseríu í gluggann á skrifstofunni og þó að það sjái það enginn nema kýrnar geri ég það alltaf. Samhliða því að vera bóndi og atvinnurekandi kennir Linda línudans á Skagaströnd. Núna er hún með tvo hópa af krökkum auk þess sem danshópur hennar Hófarnir hittast einu sinni í viku. Hvað með karlinn, dansar hann með þér? -Ekki línu- dansinn en hann man eitthvað af gömlu dönsunum og fyrir þorrablótin rifjum við þá upp hér á stofugólfinu heima og krakkarnir ætla að verða vitlaus úr hlátri að sjá pabba sinn dansa og mig að reyna að stjórna honum í rétta átt. Linda og eiginmaður hennar Kristján Steinar Kristj- ánsson eiga fjögur börn á aldrinum 6 til 17 ára. Elstur er Kristján Heiðmar sem kominn er í framhaldskóla á Króknum, næst er Andrea Björk í 10. bekk og síðan Gunnþór Ingi 11 ára og Freydís Ósk 6 ára. Ég ákveð að taka áhættu í lokin og spyrja Lindu hvort hún sjái framtíðina á Steinnýjarstöðum? -Já, ekki spurning, það er yndislegt að geta búið hér í sínum eigin heimi. Við njótum forréttinda að búa í sveit tel ég. Við erum miklir vinir barna okkar og teljum að þau fái góðan undirbúning fyrir lífið að alast upp í sveit. Svo erum við ekki nema 10 mín niður á Skagaströnd og 2 tíma á Akureyri og þrjá og hálfan tíma suður ef við viljum skreppa eitthvað frá, segir hin kraftmikla bóndakona að lokum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.