Feykir


Feykir - 27.11.2008, Page 15

Feykir - 27.11.2008, Page 15
Hrafnhildir í Bæjarblóminu á Blönduósi er mikiö jólabarn Lét gamlan draum rætast Jóseffna Hrafnhildur Pálmadóttir lét gamlan draum rætast þann 25. maf árið 2007 þegar hún sló til og keypti verslunina Bæjarblómið á Blönduósi. Reksturinn hefur sfðan þá verið hinn blómlegasti og Hrafnhildur talar um að þetta sé rosalega skemmtilegt. Jólablaðið Feykir kfkti til Hrafnhildar snemma í nóvember þegar hún var að byrja að taka upp jólaskrautið. -Já, þetta var gamall draum- ur sem varð að veruleika. Það má segja að þegar ég lét loksins verða að því hafi hlutirnir gengið mjög hratt fyrir sig, segir Hrafnhildur sem áður starfaði við að þrífa kjötvinnsluna á Blönduósi í 25 ár, samhliða því að vera bóndi. Lengst af í Árholti en þar byggðu þau hjón, Hrafnhildur og eiginmaður hennar Ingimar Skaftason upp, en hin síðari ári hafa þau búið á Hjaltabakka í Torfalækjahreppi hinum forna. Ingimar vinnur einnig utan heimilis, en hann vinnur hjá SAH afurðum á Blönduósi. -Ég geri nú minna í búskapnum en áður eftir að ég byrjaði með búðina en ég fer þó oft og gef kindunum áður en ég fer í búðina. Hafðir þú einhverja reynslu af rekstri nú eða gerð blóma- skreytinga áður en þú hófst reksturinn? -Ekki þannig, ég hafði oft fyrir jólin gertýmislegt handa börnunum mínum og hef síðan farið á nokkur nám- skeið í Garðyrkjuháskólanum. Tengdadóttir mín hefur farið með mér á námskeið en hún ætlar að hjálpa mér hér í búðinni ef á þarf að halda. Mér finnst ágætt að hafa einhvern úr fjölskyldunni ef það er hægt. Þurfti allt í einu að undirbúa jól í október Hvernig hefur síðan rekst- urinn gengið? -Mjög vel, miklu betur en ég átti von á þegar ég keypti. Ég er með mikið af gjafavöru og er þetta eina gjafavöruverslunin í Austur Húnavatnssýslu. Ég reyni að vera með gjafavöru sem passar í brúðkaup, afmæli og við öll tækifæri. Það er mjög mikið komið hér og keyptar gjafir og er í raun mun meira upp úr því að hafa en blómunum sjálfum. Þá reyni ég að vera bæði með gjafir í dýrari og ódýrari kantinum, það er misjafnt hvað fólk hefur efni á að kaupa. Þetta er ofboðslega gefandi starf og á álagstímum eru oft miklar vökur og mikil viðvera. Það er í raun viðveran sem gildir. Jólin í ár verða önnur jólin sem Hrafnhildur stendur vaktina á bak við búðarborðið en aðspurð segir hún að í fyrra hafi hún ekki hugsað út í þessa hluti. -Ég áttaði mig ekki á því að ég þyrfti að vera búin að gera allt heima í október. Það var því ekki mikið bakað og seint verið að skreyta jólatréð. Samt komu nú jólin og ekkert síðri en áður. Dóttir okkar vissi reyndar af annríki móður sinnar og gaf okkur stóra körfu með smákökum um jólin. Ertu þá ekki búin að öllu núna? -Ég er alla vega byrjuð, svarar Hrafnhildur og hlær. Ertu mikið jólabarn? -Já, ég skreyti mikið og bakaði alltaf 10 sortir en það hefur minnkað með árunum. Þó baka ég alltaf mömmukökurnar og engiferkökurnar sem eru mjög vinsælar að ógleymdri niðursneiddu brúntertunni sem ég baka eft ir uppskriftinni hennar ömmu. Vildi ekki svört jól Hrafnhildur segir að sér hafi krossbrugðið þegar hún fór í fyrstu ferðina suður til Reykjavíkur til þess að kaupa jólavörur. -Það var mikið verið að reyna að selja mér svart jólaskraut og meira að segja svört jólatré. Ég tók þetta ekki inn í verslunina hjá mér enda vill fólk halda sig við þetta rauða, græna og gyllta auk þessa silfraða. Ertu sjálf litaglöð fyrir jólin? -Já ég hef þótt vera það svolítið en maður verður samt að láta litina passa saman, segir Hrafnhildur sem aðstoðar viðskipta vini sína við jólaskreytingarnar. -Ég er að gefa fólki ráð við allt mögulegt er varðar skreytingar í desembermánuði og eins fyrir þann tima varðandi aðventu- og hurðakransa. Oft vef ég kransana fyrir fólk og ráðlegg því síðan hvað það getur gert í áframhaldinu. Þetta er þér sem sagt eðlislægt? -Maðurinn minn segir alla vega að ef ég geti ekki selt þá geti það enginn svo ég hafi alveg hans óbreyttu orð. Krakkarnir mínir segja að ég hafði átt að vera byrjuð á þessu fyrir löngu. Aöstoóar eiqinmenn vió jófagjafakaup Það fylgir mikil viðvera rekstri blómabúðar og segir Hrafnhildur að hún hafi alltaf opið frá eitt til sex virka daga og tólf til fimm á laugardögum. Síðan á sunnudögum ef eitthvað sérstakt sé. -Síðan er símanúmerið mitt hér á hurðinni og fólk hringir í mig ef eitthvað er, þá get ég alltaf komið og opnað. Ertu svolítið í því að aðstoða eiginmenn við jólainnkaupin? -Já, já, þeir komu hér sumir fyrir hádegi á aðfangadag og vantaði þá eitthvað í pakkann, eins koma þeir þegar afmæli eru. Ég þekki oftast nær konurnar þeirra og get því aðstoðað þá eftir megni. Eins hefur það komið fyrir að konurnar séu V2 kíló hveiti 150 gr. sykur Einn bolli sýróp Ein tsk. negull Ein tsk. kaniil 4 tsk. kakó 200 gr. smjörlíki 2 egg 4 til 6 kókósbollur Púðursykurmarengs Einn peli rjómi (þeyttur) Ávextir, helst ferskir Myljið marengsinn niðurískál, setjið helming af rjómanum saman við, kremjið bollurnar búnar að gefa mér vísbendingu um hvað þær langi í. Hvað með framhaldið ertu bjartsýn á reksturinn áfram? -Já, ég er það. Ég hafði gríðarlega mikið að gera í sumar og ferðamenn komu mikið hér við enda er staðsetningin góð. Síðan verður sundlaugin sem verið er að byggja hér bara hinum megin við götuna og vonar maður að þar verði góð aðsókn og því ekkert því til fyrirstöðu að reksturinn verði góður áfram, segir Hrafnhildur að lokum. 3 tsk.lyftiduft 1 tsk. allrahanda V2 tsk. engifer Öllu blandað saman og hnoðað. Flatt út á 2 plötur, lagt saman með smjörkremi þegarkakan erköld. ofan á smyrjið svo restinni af rjómanum ofan á, setjið þetta í frysti í minnst 4 klukkustundir, takið út hálftíma til klukkutíma fyrir neyslu og setjið ávexti ofan át.d jarðarber og bláber. Verði ykkur að góðu. UPPSKRIFTIR

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.