Feykir


Feykir - 27.11.2008, Qupperneq 27

Feykir - 27.11.2008, Qupperneq 27
■★* * *★ JHMffliSB Notalegur morgunn meö Jóni A. Baldvinssyni, vígslubiskupi og Margréti Sigtryggsdóttur Jólin eins venjulega Jón og Margrét bjuggu í 20 ár í Lundúnaborg þar sem Jón var sendiráðsprestur. Jólasiðina sem þau sköpuðu sér á upphafsárum síns búskapar tóku þau með sér út og héldu í heiðri árin úti og gera enn. Jólablaðið Feykir átti notalega morgunstund með þeim hjónum þar sem við ræddum jólin þar úti, jólin hér heima og um það þegar sorgin bankaði á dyrnar. Séra Jón kemur á móti mér út á tröppur þegar ég renni i hlaðið á biskupsbústaðnum á Hólum. Hlýju handtaki fylgir bros og gestrisnin er nánast áþreifanleg. Inni bíður Margrét sem vinnur í hlutastarfi sem ritari fyrir biskupsembættið og saman eru þau hjón glæsilegir fulltrúar þjóðkirkjunnar. Sem slík héldu þau fyrir um það bil 25 árum síðan á vit ævintýranna til Lundúnaborgar. Áður höfðu þau verið presthjón í sveit, nánar tiltekið á Staðarfelli í Kinn ekki langt frá Rangá þar sem Jón er fæddur og uppalin. Á Staðarfelli bjuggu þau ásamt dætrunum Sigrúnu og Róshildi, ung hjón á kafi í félagslífi sveitarinnar. í London gegndi Jón hlutverki sendiráðsprests og var það hans hlutskipti sem slíkur að aðstoða sjúklinga og aðstandendur þeirra er þeir komu til borgarinnar í leit að °g lækningu. Þá tóku þau hjón einnig þátt í að stofna íslenska söfnuðinn í London en það er önnur saga. Fyrst eftir komuna til Lundúna fór Margrét í nám en hún hætti fljótlega í því. -Það var einfaldlega of mikið að gera hjá okkur, þegar ástandið var orðið þannig að stelpurnar og eiginmaðurinn voru farin að hjálpa til við heimanámið þá sá ég að ég ætti auðveldara með að hætta mínu en þau sínu og hætti í námi. Enda var oft mikið að gera bara við það að styðja Jón í hans starfi. Við vorum með matarboð hjá okkur hið minnsta vikulega þar sem vinir og kunningj ar að heiman voru staddir í borginni auk þess sem staða hans við sendiráðið var þannig að því fylgdu mikil boð. Þá buðum við fólki oft heim, sjúkJingum eða aðstandendum þeirra og stundum kom það fyrir að við skutum skjólshúsi yfir fólk, rifjar Margrét upp. -Samhliða sálgæslu sjúklinga var ég stúdentum mikið innan handar en þeir komu til mín með alls kyns erindi. Það þurfti að hjálpa þeim að finna sér húsnæði og veita þeim almennan stuðning við alls kyns uppákomur og vandræði. Síðan vorum við oft með opið hús á gamlárskvöld fyrir þá sem ekki fóru heim. Eins kom það fyrir að stúdentar voru hjá okkur um jól. Sér í lagi ef við vissum að þeir ættu engan að, bætir Jón við. Aðspurð segjast þau ekki halda sambandi við allt þetta fólk enda segir Jón að á fyrstu árunum hafi hann aðstoðað yfir 200 sjúklinga á ári og síðan hafi bæst við aðstandendur og fleiri. -Líklega gætum við komið við í kaffi hjá einhverjum sem við höfum liðsinnt alls staðar á landinu. Fólk stoppar mig oft út á götu og þakkar fyrir síðast og þá hef ég kannski ekki séð viðkomandi í 10 - 20 ár. Það getur verið pínleg staða þegar ég átta mig eldd á viðkomandi, segir Jón og brosir. íslensk iól í miðju partýhaídi Við vendum kvæði okkar í kross og förum að ræða jólahaldið. -Það er mjög hefðbundið, við höldum fast við venjur sem við sköpuðum okkur fljótt. Við samræmdum það sem við höfðum alist upp við. Við tókum strax upp þann sið að borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld þannig að rjúpurnar viku hjá Margréti en hún er alin upp við rjúpur á aðfangadagskvöld. Rjúpurnar höfum við aftur á móti borðað á gamlárskvöld þau Aö oían: Sigrún heitin ásamt elstu dóttursinni, Margréti. í miðju: Kápa Jóns Arasonar. Lengst til hægri: Jóhanna Rún við jólaborðið með ömmu og afa. ár sem við höfum komist yfir þær. Síðan markast hátíðin sjálf mikið af helgihaldi. Að vísu var maður ekki bundinn af því á Lundúnarárunum en íslendingar koma ekki saman þar fyrr en á annan í jólum. Aðfangadagur er í London eins og Þorláksmessa hér og á jóladag eru engar lestarsamgöngur. Jólamessan var því ekki fyrr en á annan í jólum. En við héldum okkar jóla- siðum úti. Á Þorláksmessu suðum við hangikjötið og lengi vel hlustuðum við á jólakveðjurnar á kassettu, segir Jón og ég hvái. -Já, á þessum árurn náðum við ekki að hlusta á útvarp í gegnum netið eins og hin síðari ár og okkur fannst ómögulegt að geta ekki hlustað á jóla- kveðjurnar í útvarpinu meðan við skreyttum jólatréð og suðum hangikjötið. Frænka mín ein tók því upp fyrir okkur kveðjurnar heima og við hlustuðum á þær árið eftir og næstu tíu ár á eftir ef ég man rétt, bætir Margrét við og brosir. Þið hafið sem sagt engu viljað breyta? -Nei, við erum eins og ég sagði áðan mjög fastheldin á okkar jólasiði, svarar Jón og þau brosa bæði. Þau rifja upp að til að byrja með hafi verið skrýtið að vera að halda heilög jól heima í stofu meðan úti var glaumur og gleði en Jón segir að aðeins þetta eina kvöld á árinu hafi þau orðið vör við fyllerí í sínu góða hverfi. -Það þótti skrýtið er grannar okkar vildu bjóða okkur í gleðskap og við afþökkuðum og sögðum að þetta væri okkar heilaga kvöld. Síðan héldum við okkar striki. Kirkjuklukkurnar komu einn- ig af bandi og af plötu spiluðum við sömu jólamessuna ár eftir ár, bætir Margrét við. Tilraunastarfsemi meó jólaölió Áður en Jón og Margrét settust að jólaborðinu höfðu þau þó þann sið að heimsækja íslenska sjúklinga á sjúkrahús borgarinnar, færa þeim hangikjötsflís og eiga með þeim stund. -Það var erfitt fyrir sjúklingana að liggja á sjúkrahúsi þetta kvöld og það var ekkert í umhverfinu sem minnti á jólin. Nema á barnaspítalanum þar sem hljómsveit Hjálpræðishersins kom árlega og spilaði í porti byggingarinnar frá fjögur til sjö á aðfangadag. Það var gríðarlega fallegt á að hlýða þegar allur spítalinn ómaði af

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.