Feykir - 27.11.2008, Síða 36
36
jNMm *■?*&?
*
Heiðin jól
Sigurjón Þóróarson Hegranesgoði
Held upp
á jólin eins
og flestir
Allir hljóta að geta
verið sammála
um að jólin séu
háta'ð Ijóss og friðar
hvaða trú sem þeir
aðhyllast. Þó að við
íslendingar þekkjum
flest fæðingarhátfð
frelsarans eru ekki
allir sem halda
kristin jól.
Þeir sem eru í
Ásatrúarfélaginu, þar
sem fmna má kristna
innan um, fagna sigri
ljóssins yfir myrkrinu
og að daginn fer að
lengja eftir myrkur
skammdegisins.
Sigurjón Þórðarson,
fyrrverandi alþingis-
maður, er starfandi
Hegranesgoði hjá
Ásatrúarfélaginu.
-Ég held hefðbundin
íslensk jól eins og flestir.
Ég borða rjúpur og
aspassúpu og svo er
gómsæt jólakaka nálæg.
Jólin eru upprunalega
heiðin hátíð, sumir
halda þvi fram að orðið
jól sé eitt af nöfnum
Óðins og aðrir halda
að það merki hringur.
Sumir telja jafnvel að
jólatréð eigi rætur í
heiðni sem lífsins tré,
askur Yggdrasils. Það
má rifja upp að kristnir
söfnuðir héldu ekki jól
í upphafi kristninnar.
Seinna var fæðingu
frelsarans minnst 6.
janúar ár hvert og er
sú dagsetning enn við
lýði, t.d. í rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunni.
Síðan var hátíðin færð
frá þeim degi yfir á 25.
desember, á þann dag
er heiðnir menn héldu
sína hátíð í Rómaveldi
þar sem þeir fögnuðu
því að daginn fer að
lengja. Þá runnu saman
þessar tvær hátíðir
sem mér finnst mjög
jákvætt.
Fólkið á bak við blaóið
Uppáhalds jólaskrautiö okkar
i Þuríður H. Sigurðardóttir
framkvæmdastjóri
Uppáhalds jólaskrautið hennar Þun'ðar er foriáta rauður jóladúkur
sem amma hennar, Þóra Guðmundsdóttir, gaf henni þegar hún var j
| 12 ára. -Amma gaf mér dúkinn þegar ég var 12 ára og átti ég að
sauma út í hann. Ég byrjaði sjálf en amma tók síðan við. Eftir á að
hyggja þykir mér merkilegast að hún hafi ætlað mér að sauma út í |
þennan dúk, segir Þunður. -Síðan held ég mikið upp á þessi hekluðu j
snjókom sem tengdamóðir mín, Lilla Malla, útbjó handa mér en ég á 1
dágott safn af hekluðu jólaskrauti frá henni.
Við hjá Feyki eru dugleg við að fara fram á að fólk opni heimili sín, deili uppskriftum og prakkarasögum.
Sjálf sitjum við stikkfn hjá og höldum okkar prívat lífi að mestu fyrir okkur fyrir utan einstaka leiðaraskrif.
í tilefni jólanna ákváðum við að grafa að þessu
sinni ofan í eigin jólakassa og deila með ykkur
okkar uppáhalds jólaskrauti og sögunum á bak
við það.
■1
Guðný Jóhannesdóttir
ritstjóri
-Ég á ekki neitt sérstakt uppáhalds skraut en skrautið sem alltaf
fer upp er skraut sem pabbi og mamma áttu. Jólatréstoppinn
keypti hann á fyrstu búskaparárum þeirra og hefur toppurinn farið
á toppinn á trénu hjá mér síðan pabbi dó.
Páll Friðriksson
blaóamaöur
í uppáhaldi hjá Páli er jólabangsi sem hann fékk að gjöf frá Sigurði
apótekara og Margréti konu hans þegar hann var 5 - 6 ára gamall.
-Þau voru nágrannar og vinafólk okkar. Við systkinin fengum sitt
hvorn bangsann. Bangsinn hefur síðan þá alltaf fylgt mér og ég
passa vel upp á hann. Krakkarnir fá ekki að leika sér með hann
bara rétt að halda á honum. Ég hef bætt hann af og til með því
að setja á hann nýtt hár og nýtt skegg og skinn. Bangsinn er síðan
tekinn fram með aðventuskrautinu og settur á öruggan stað þar
sem hann fær að njóta sín og standa í friði.
Guðni Friðriksson
prentari
í uppáhaldi hjá Guðna eru jólasveinastyttur sem hann er búinn að
eiga síðan hann man eftir sér. Guðni segist ekki þekkja söguna á
bak við sveinana en þeir séu honum kærir og fari ætíð upp um
jól. -Ég ef stundum látið þá standa sitt hvoru megin á orgelinu
hjá mér.
-Ég varð eiginlega að svindla og koma með tvennt. Reyndar á
mamma mitt uppáhalds jólaskraut sem er forláta taska í formi
jólakúlu. Taskan góða ef ætíð á heiðursstað á trénu heima hjá
mömmu. En af mínu dóti er það bleika jólakúlan frá ömmu en
jólaljósin í dimmri stofunni gerðu hana alltaf svo ævintýralega
fallega. Síðan er það jólatréð sem ég keypti í Jólagarðinum og
ætlaði til gjafa en endaði með því að gefa sjálfri mér það íjólagjöf
það árið.
Óli Arnar Brynjarsson
uppsetjari
-Messingbjöllur sem amma mín, Minna Bang, keypti á Ítalíu fyrir
löngu löngu síðan og gaf mömmu. Síðan eru það jólanissamir sem
fara alltaf á eldhússkápana um hver jól. Þetta er hvort tveggja eldra
en ég sjálfur og ég man ekki eftir neinum jólum án þess að þetta hafi
verið uppi við og því algjöriega bráðnauðsynlegt til þess að skapa
réttu jólastemninguna á mínu heimili.
Siqurlaug Sævarsdóttir
ásRriftir og auglýsingar