Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Síða 9

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Síða 9
Að stjórna aðgengi og eftirspurn Ymsir þættir hafa áhrif á framboð og eftirspurn eftir þjónustu eins og þeirri sem iðjuþjálfar veita. Stjórnvöld stýra til dæmis aðgengi að þjónustunni meðal annars með því að semja um þjónustu- kaup við sumar fagstéttir en ekki aðrar. Munur á samkeppnisstöðu sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa eða geðlækna og sálfræð- inga eru góð dæmi um þetta. Þannig getur Gunna farið til sjúkraþjálfara á stofu niður í bæ og fær til þess styrk frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) en Jón er ekki eins heppinn því hann er í þörf fyrir iðjuþjálfun og hana fær hann tæpast nema leggjast irtn á sjúkrahús eða greiða hana fullu verði. Rök hafa verið færð fyrir því að reglur TR um að greiða fyrir sjúkraþjálfun en ekki iðjuþjálfun valdi því meðal annars að sjúkrahús vilji frekar ráða til sín sjúkraþjálfara en iðjuþjálfa þar sem sjúkrahúsið getur rukkað TR fyrir hluta af kostnaði við sjúkraþjálfun. Það er réttlætismál að almenningur geti fengið samsvarandi niðurgreiðslu á kostnaði við iðjuþjálfun og til dæmis sjúkraþjálfun. Með samn- ingi TR við iðjuþjálfa myndi skapast rekstrargrundvöllur fyrir iðjuþjálfunar- stofur og þannig yrði aðgengi almenn- ings að slíkri þjónustu stóraukið. Iðjuþjálfun í heilsugæslu - lögbundin þjónusta Aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa ætti sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97 frá 1990 (gr. 19.1) að vera tryggt með því að heilsugæslustöðvum er skylt að veita eða tryggja þjónustuna. Þetta er næstum óþekkt hér á landi og heilsu- gæslan virðist ekki einu sinni reyna að útvega fólki iðjuþjálfun. Stór landsvæði eru því án slíkrar þjónustu og þurfa til dæmis börn utan af landi að sækja iðjuþjálfun hjá Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjavík. Biðtím- inn eftir iðjuþjálfun hjá ÆSLF er um eitt og hálft ár. Það er langur tími í lífi barns. Félagið hefur um langt skeið unnið að því að kynna möguleika iðjuþjálfunar innan heilsugæslu og reynt að þoka því áfram innan stjórnkerfisins að iðjuþjálfar verði ráðnir til heilsugæslustöðva. Reynslan af tilraunaverkefni um iðju- þjálfun í heilsugæslu sem og niðurstöður matshóps er mat árangur verkefnisins mæla líka eindregið með því að heilsu- gæslustöðvar sinni því lögboðna hlut- verki sínu að bjóða upp á þjónustu iðju- þjálfa. Iðjuþjálfar vilja aukna samvinnu við yfirvöld Af viðbrögðum ráðamanna t.d. innan heilsugæslu, félagsþjónustu og skólakerf- is er okkur ljóst að hluti af skýringunni á því af hverju iðjuþjálfun er ekki ofar á forgangslista er óljós vitneskja um eðli þjónustunnar. Brýnt er að kynna betur hvað iðjuþjálfar gera og geta gert á hinum ýmsu stigum heilbrigðis- og félagsþjónustu og að borgararnir eiga lögum samkvæmt að hafa aðgang að iðjuþjálfun í tengslum við sína heilsu- gæslustöð. Iðjuþjálfafélagið hefur gegn- um tíðina unnið slíkt kynningarstarf eftir Iðjuþjálfafélag íslands er fúst til samstarfs við heilbrigðisyfirvöld og önnur stjórnvöld um hvaðeina sem tii framfara getur talist fyrir heilbrigði á íslandi. föngum. Nauðsynlegt er að hefja mark- visst kynningarstarf til dæmis innan heilsugæslunnar og hljótum við að kalla eftir því að heilbrigðisyfirvöld taki virk- an þátt. Iðjuþjálfafélag íslands er fúst til sam- starfs við heilbrigðisyfirvöld og önnur stjómvöld um hvaðeina sem til framfara getur talist fyrir heilbrigði á íslandi. Við teljum það hins vegar ekki vera okkar einkamál hvort farið er eftir lögum til dæmis lögum um heilbrigðisþjónustu. Að tryggja jafnan aðgang þegnanna að þjónustu er sömuleiðis verkefni sem við getum ekki leyst í okkar ranni. Vilji og áhugi yfirvalda er nauðsynlegur og eðlileg forsenda þess að þessi mál verði færð til betri vegar. Með von um að allir landsmenn fái aðgang að þjónustu iðjuþjálfa í fram- tíðinni. Kristín Sigursveinsdóttir FAGHÓPUR UM IÐJUÞJÁLFUN BARNA Undan farin ár hafa iðjuþjálfar sem vinna með börnum starfrækt faghóp um iðjuþjálfun barna. Faghópurinn hefur hist reglulega, miðlað þekkingu og unnið að ýmsum verkefnum. I vet- ur hafa fundir verið haldnir að jafnaði annan miðvikudag hvers mánaðar yfir vetrartímann. Fundartímar munu þó breytast með komandi hausti. Faghóp- urinn er opinn öllum iðjuþjálfum og iðjuþjálfanemum á íslandi sem áhuga hafa á iðjuþjálfun barna. í dag eru 26 iðjuþjálfar af öllu landinu skráðir í hópinn. Tveir iðjuþjálfar eru valdir í framkvæmdanefnd sem sjá um að boða til funda og halda utan um skipulag. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu um barnaiðjuþjálfun innan hópsins sem utan. Faghópurinn hefur leitast við að halda fundina á mismunandi vinnustöðum með það að markmiði að kynnast öðrum stöðum þar sem boðið er upp á iðjuþjálfun barna. Viðkomandi iðjuþjálfi hefur þá sagt frá starfi sínu og skipulagi íhlutunar. Einnig höfum við leitast við að kynna okkur aðra staði þar sem unnið er með börn. Þá hefur efni fundanna verið fjölbreytt. I vetur hefur verið fjallað mikið um mismunandi matstæki. Við höfum rætt reynslu okkar af nýjum matstækjum, t.d. „School Function Assessment" og önn- ur hafa verið kynnt til sögunnar. Einn- ig hefur hópurinn unnið töluvert með þýðingar á matstækjum og sem dæmi má nefna var unninn spurningarlisti sem notaður er til að meta færni barna við daglega iðju. í dag eru í framkvæmdanefnd Sig- ríður O. Guðjónsdóttir iðjuþjálfi á Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og Erla B. Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálfi á Skólaskrifstofu Seltjarnarness. Allir þeir sem áhuga hafa á að vera með í faghópnum eða fræðast nánar um okkar störf geta haft samband við Sirru, netfang: idja@slf.is eða Erlu, netfang: erlasv@seltjarnarnes.is IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 Q

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.