Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 34

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 34
Siðareglur Iðjuþj - samþykktar á aða Með siðareglum er haldið á lofti þeim gildum og méginsjónarmiðum sem iðjuþjálfun byggist á. Þeim er ætlað að leiðbeina iðjuþjálfum og nemum í iðju- þjálfxm og stuðla að bættri þjónustu iðjuþjálfa. Mælt er með því að atvinnurekendur felli siðareglurnar inn í starfssamninga iðjuþjálfa. Komi upp óvissa eða ágreiningur varðandi túlkun eða notkun siðareglnanna, skal beina fyrirspurnum til siðanefndar Iðjuþjálfafélags íslands (IÞÍ). Hver sá sem telur að iðjuþjálfi hafi brotið gegn siðareglum þessum getur kært ætlað brot til siðanefndar IÞÍ. Endurskoðun siðareglnanna er á ábyrgð stjórnar Iðjuþjálfafélags Islands. Hlutverk iðjuþjálfa Iðjuþjálfar vinna með skjólstæðingum sínum við að efla færni þeirra með það að markmiði að þeir öðlist meira sjálfstæði og lífsfyllingu. Iðjuþjálfar starfa við heilsueflingu og for- varnir, jafnt sem hæfingu og endurhæfingu. Sjónarmið iðjuþjálfunar Iðjuþjálfun byggist á þeirri hugmyndafræði að það sé mikilvægt fyrir heilsu og vellíðan fólks að móta og stunda þá iðju sem fullnægir þörfum þess og áhuga og er í samræmi við kröfur og venjur samfélagsins. Með iðju er átt við öll þau verk og athafnir sem fólk tekur þátt í til að annast sjálft sig, njóta lífsins og koma samfélaginu að gagni. Iðjuþjálfar aðhyllast skjólstæðingsmiðaða nálgun og virka þátttöku skjólstæðingsins á öllum stigum þjónustunnar. Skjólstæðingar iðjuþjálfa eru oftast einstaklingar eða hópar sem vegna röskunar á þroska, veikinda, áfalla eða öldrunar hafa takmarkaða möguleika til iðju. Iðjuþjálfar veita einnig þjónustu innan stjómsýslu, félagasamtökum og stofnunum sem hafa áhrif á heilsufar fólks og möguleika þess til að stunda iðju. Eftirfarandi sjónarmið eru höfð að leiðar- ljósi: • Fólk er í eðli sínu virkt og haldið athafna- þörf. Þessari þörf er fullnægt með margs konar iðju sem veitir tilgang, ýtir undir alhliða þroska og eykur færni. • Iðja mótast af samspili fólks við umhverfið og með iðju sinni hefur maðurinn áhrif á eigin fæmi og umhverfi sitt. • Röskun á iðju getur ýmist verið orsök eða afleiðing líkamlegra og andlegra kvilla. • Langvarandi röskun á iðju hefur veruleg áhrif á lífshlaup fólks þar eð hún er skaðleg heilsunni og dregur úr möguleikum fólks til þroska. 1. Iðjuþjálfi og skjólstæðingar 1.1. Iðjuþjálfi virðir mannhelgi skjólstæðinga sinna og ber hag þeirra fyrir brjósti hver sem starfsvettvangur hans er. 1.2. Iðjuþjálfi gætir fyllstu þagmælsku um þau mál sem hann kann að verða áskynja í starfi sínu. Undantekningu frá þagnar- skyldu má einungis gera með leyfi skjól- stæðings eða samkvæmt lagaboði. 1.3. Iðjuþjálfi rækir störf sín af fordómaleysi og án þess að fara í manngreinarálit vegna fæmiröskunar, kynþáttar, menningar, trúarbragða, aldurs, kynferðis, kyn- hneigðar, þjóðfélagsstöðu eða stjórnmála- skoðana skjólstæðinga sinna. 1.4. Iðjuþjálfi vinnur í nánu samráði við skjólstæðinga sína, virðir þekkingu þeirra og reynslu og tekur mið af þörfum þeirra, fæmi og aðstæðum þegar þjónustuáætlun er gerð. 1.5. Iðjuþjálfi eflir skjólstæðinga sína til að auka eigin færni, virðir sjálfsákvörðunar- rétt þeirra og upplýsir þá um valkostina sem koma til greina við lausn á fæmi- vanda. 1.6. Iðjuþjálfi vísar skjólstæðingi til annars aðila telji hann hag hans betur borgið með þeim hætti. 34 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.