Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 13

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 13
Burk, 1985, Levine og Brayley, 1991, Trombly, 1993, 1995, Kielhofner, 1995, Christiansen og Baum, 1997). í kjölfar þess þróuðu iðjuþjálfar verkfæri til að safna upplýsingum um hlutverk skjólstæðinga sinna. Af þeim hefur Hlutverkalistinn eða Role Checklist sem Oakley (1984) þróaði innan líkansins um iðju mannsins, verið mest vísindalega prófaður og notaður í rannsóknum (Dickerson, 1999). Hann var því valinn sem tæki til að safna gögnum í þessari rannsókn. Listinn sem var þróaður í Bandaríkjun- um er skriflegt persónumat (self report) og hæfir öllum skjólstæðingum nema börnum (Kielhofner, 1995). Hann er í tveimur hlutum, í þeim fyrri er skjól- stæðingur beðinn um að velta fyrir sér tíu hlutverkum og segja til um hvort hann hafi gegnt þeim í fortíð, gegni þeim nú eða hugsi sér að gegna þeim í framtíðinni. Hlutverkin eru: Nemandi, starfsmaður, sjálfboðaliði, umannandi, heimilishaldari, vinur, fjölskyldumeð- limur, þátttakandi í trúarstarfi, þátt- takandi í tómstundastarfi og þátttakandi í félagsstarfi. Þau eru öll skilgreind í Hlutverkalistanum (sjá 1. viðauka). Tíð er einnig skilgreind (sjá 2. viðauka). I öðrum hluta er spurt um gildi hlut- verkanna á þriggja þrepa kvarða. Leið- beiningar um fyrirlögn eru staðlaðar (Barris, Oakley og Kielhofner, 1988, Dickerson, 1999). Rannsóknir á áreiðanleika og réttmæti listans voru flestar í þróunarfasa mats- tækisins. Innihaldsréttmæti fékkst með heimildaleit og áliti sérfræðinga innan fagsins. I kjölfar þess voru öll hlutverkin skilgreind. Forprófun á áreiðanleika matsmanna sýndi 82% samsvörun milli tveggja prófanna með tveggja vikna millibili hjá úrtaki 17 iðjuþjálfanema. Einnig var listinn forprófaður hjá inniliggjandi skjólstæð- ingum með geðræna sjúkdóma þar sem fram kom að ekki væri nægilegt að spyrja um tíðni. Einnig þyrfti að spyrja um gildi hlutverka og í framhaldi af því var hluta tvö bætt við matstækið (Oakley, Kiel- hofner, Barris og Reichler, 1986). Áreiðanleiki hlutverkalistans hefur verið prófaður í þremur rannsóknum með 1-8 vikna millibili. Áreiðanleiki endurtekinna mælinga matsmanns var prófaður hjá breiðum hópi 124 full- orðinna (Oakley. Kielhofner, Barris og Reichler, 1986), hjá 39 þunglyndum unglingum á bráðaspítala (Pezzulli 1988) og 68 heilbrigðum einstaklingum (Dickerson, 1999). Túlkun niðurstaðna byggir á leiðbeiningum Landis og Koch (1977) um túlkun „Kappa" tölfræði. Niðurstöður fyrstu rannsóknar sýndu að Kappa fyrir tíðni í sérhverju hlutverki á ákveðnu tímabili fortíð, nútíð eða framtíð var á bilinu lélegt (0.00-0.20) til því sem næst fullkomið (0.81-1.00), flest hlutverk með annað hvort í meðallagi (0.41-0.60) eða talsvert mikla samsvörun (0.61-0.80) en gildi hafði í meðallagi samsvörun. í Líkanið skilgreinir hlutverk sem sterka innri vitund um félagslega stöðu eða ímynd og tilheyrandi skyldur. Vegna þessarar vitundar bregst maður við og hegðar sér á viðeigandi hátt miðað við aðstæður. annarri rannsókninni mældist áreiðan- leiki í tíðni allra hlutverkanna sæmilegur (0.21-0.40) eða meiri. Flest hlutverkin mældust með áreiðanleika í meðallagi, nema hlutverk nemenda sem var minna. Kappa fyrir gildi hlutverka var sæmilegt eða meira, flest með áreiðanleika í meðal- lagi. Síðasta prófun á áreiðanleika sýndi sæmilegt, til því sem næst fullkomið samræmi, en samræmi í meðallagi milli tímaþátta. Áreiðanleiki var einnig próf- aður út frá hlutfallslegri samsvörun milli matsmanna og reyndist vera á bilinu 73% til 93%. Samanburður á tíðni hlutverka Það skiptir íslendinga miklu máli að hafa vinnu og vinnusiðferði þeirra er sterkt. Þeir trúa því meir en aðrar þjóðir að það að leggja að sér í vinnu geti af sér betri Irfsgæði og hærri stöðu í þjóðfélaginu. milli hópa sem fengu skriflegar leiðbein- ingar annars vegar og munnlegar leið- beiningar hins vegar, sýndi að sam- svörun var í meðallagi til þess að vera nánast fullkomin fyrir báða hópa. Samanburður gildis fyrir sömu hópa sýnd að samsvörun var frá því að vera léleg til þess að vera talsvert mikil. Sam- tímaréttmæti mældist frá sæmilegu til fullkomins samræmis, flest á bilinu í meðallagi til mjög mikils samræmis (Dickerson, 1999). Hlutverkalistinn hefur verið notaður í fjölda rannsókna m.a. til að meta breytingar á hlutverkabundinni iðju, meta gildi hlutverka svo skilja megi hug og væntingar skjólstæðinga til fram- tíðarinnar og eigin lífshamingju (Kielhofner, 1995). Hlutverk á íslandi Skilgreiningar á hlutverkum í íslenskum heimildum eru í sumum tilfellum lítið eitt frábrugðnar skilgreiningum hlut- verkalistans, en við umfjöllun hlutverka á íslandi og gildi þeirra var efni skipulagt í samræmi við niðurröðun hlutverkanna tíu á hlutverkalista Oakley (1984). • Nemandi (student). Tólf prósent ís- lendinga á aldrinum 16 ára til 75 ára gegndu hlutverki nemanda (Stefáns Ólafssonar, 1990). Tæplega helmingur nemenda gegndi starfi jafnhliða námi með 20.5 stunda meðalvinnuviku (Hagstofa íslands, 1997). Engar heimildir fundust um hve oft hlutverkinu var gegnt að meðaltali né gildi þess að gegna því. •Starfsmaður (worker). Atvinnuþátttaka íslendinga 16 til 74 ára var á bilinu 81 til 88% Hún hefur jákvæða fylgni við menntun, er mest meðal háskólamennt- aðra manna en minnst hjá þeim sem voru eingöngu með grunnmenntun. Atvinnu- þátttaka var meiri utan höfuðborgar- svæðisins en á höfuðborgarsvæðinu (Hagstofa íslands, 1998, 2000). Meðal- fjöldi vinnustunda var 43,3 klukkustund- ir hjá öllum sem voru starfandi, en hærri ef eingöngu var horft til þeirra sem voru í fullu starfi. Karlar unnu mun meir en konur. Þeir sem voru ánægðir með fjölda vinnustunda voru 57%, fleiri konur en karlar, en 36% vildu vinna færri stundir en 7% vildu vinna fleiri. Þrír af hverjum fjórum sem unnu 55 stundir eða meira á viku fannst vinnuvikan of löng (Stefán Ólafsson, 1990). Eldra fólk á íslandi virðist finnast mjög mikilvægt að vinna (Pétur Pétursson, 1983). Það skiptir íslendinga miklu máli að hafa vinnu og vinnusiðferði þeirra er sterkt. Þeir trúa því meir en aðrar þjóðir að það að leggja að sér í vinnu geti af sér betri lífsgæði og hærri stöðu í þjóðfélaginu (Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson, 1991). •Sjálfboðaliði (volunteer). Um fjórðung- ur íslendinga segjast vinna ólaunað sjálf- boðastarf fyrir góðgerðarsamtök, líknar- félög eða þjónustuklúbba svo sem Lions, Rotary, Junior Chamber of Commerce, Soroptimista, Kiwanis eða Odd Fellows, en aðeins 4.8% sögðust vera virkir félags- IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 ±3

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.