Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 14

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 14
menn. Nærri 40% vinna fyrir íþróttafélög (Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson, 1991). Um 14% íslendinga voru meðlimir góðgerðarsamtaka og stjórnmálasam- taka, en vinnan er ekki unnin á regluleg- um grunni. Bæði kynin virðast leggja svipað af mörkum, yngri fremur en eldri, giftir frekar en aðrir og vel menntaðir síður en minna menntaðir (Stefán Ólafsson, 1990). Meginástæðan fyrir þátt- töku í sjálfboðastarfi er lífsviðhorfið eða gildismatið, það felur í sér að persónu- legt verðmætamat ráði mestu um þá staðreynd að fólk tekur að sér sjálf- boðastörf. Næst kemur þörf á skiln- ingi, þ.e. að kynnast aðstæðum ann- arra. Þá kemur sjálfsvirðing eða þörfin á að bæta eigið sjálfsmat. Fjórði veigamesti þátturinn, félagsleg þörf, felur í sér þörf á félagslegri viðurkenn- ingu, því að mæta væntingum í nánasta umhverfi (Sigrún Júlíusdóttir og Sigur- veig H. Sigurðardóttir, 1997). Engar heimildir fundust um það hve miklu máli það skipti að vera virkur í hlutverk- inu. • Umannandi (caregiver). Af einstakl- ingum 18 til 75 ára voru 32% sem bjuggu með maka og áttu börn undir 12 ára aldri og 3% voru einstæðir foreldrar með börn á þessum aldri. Þegar börnin urðu veik, þá var móðirin heima í 50% tilfella, en í 26% tilfella sögðust foreldrarnir skiptast á að jöfnu um að vera heima (Stefán Ólafsson, 1990). Engar heimildir fundust um umönnun annarra svo sem foreldra, né frekari heimildir um tíðni í hlutverk- inu eða um gildi þess að gegna því. • Heimilishaldari (home maintainer). Skipting Islendinga á aldrinum 18 til 75 ára eftir tíma sem notaður var til heimil- isverka var þannig að 56% þátttakenda eyddu níu tímum eða minna í viku hverri, 6% eyddu 30-39 stundum og 5% eyddu 40 stundum eða fleiri. Hin venju- bundna skipting heimilisverka milli karla og kvenna var þannig að meðaltími sem karlar notuðu í hlutverkinu á viku voru sex tímar, en konur notuðu 19 tíma. Þegar lagður er saman tíminn sem fer í heimilisstörf og launuð störf þá er lítill munur milli kynjanna. Fólk í fullu starfi notar samtals 65 tíma í hlutverk heimilis- haldara. Karlmenn í hlutastarfi nota 62 tíma og konur 58 tíma. Karlmenn vinna lengur en konur í launaðri vinnu, en konur eyða meiri tíma í heimilishald en karlar (Stefán Ólafsson, 1990). Á heimil- um þar sem aðeins er einn fullorðinn taka börnin meiri þátt í heimilishaldinu en á heimili þar sem tveir fullorðnir eru (Sigrún Júlíusdóttir, Friðrik H, Jónsson, Nanna Sigurðardóttir og Sigurður Grétarsson, 1995). Engar heimildir fund- ust um gildi hlutverks heimilishaldara. • Vinur (friend). íslenskar konur áttu í 75% tilfella nána vini utan fjölskyldunnar sem þær treystu fyrir persónulegum mál- efnum. Á meðal karlmanna voru það 56% sem áttu slíka vini (Stefán Ólafsson, Meginástæðan fyrír þátttöku í sjálfboðastarfi er Irfsviðhorfið eða gildismatið, það felur í sér að persónulegt verðmætamat ráði mestu um þá staðreynd að fólk tekur að sér sjálfboðastörf. 1990). I rannsókn um fjölskyldur kom fram að í þeim fjölskyldum þar sem börn voru, heimsóttu tæplega 11% aldrei vini sína, 43,7% heimsóttu vini sína einu sinni eða tvisvar í mánuði og 45.5% heimsóttu vini sína þrisvar eða oftar í mánuði (Sigrún Júlíusdóttir, Friðrik H, Jónsson, Nanna Sigurðardóttir og Sigurður Grétarsson, 1995). Engar frekari tíðni- tölur fundust yfir það hve oft fólk gegnir þessu hlutverki né um gildi vinarhlut- verksins. • Fjölskyldumeðlimur (family member). Island er með stærstu fjölskyldurnar, 2.2 börn á hverja konu í landinu á meðan þau voru 1.6-1.9 árið 1990 á hinum Norðurlöndunum (Sigrún Júlíusdóttir, Friðrik H. Jónsson, Nanna Sigurðardóttir og Sigurður Grétarsson, 1995). í könnun Stefáns Ólafssonar (1990) kom fram að af þeim sem áttu foreldra á lífi hafði 43% samband við þá daglega eða því sem næst, en helmingur þeirra bjó hjá foreldrum sínum. Þeir sem áttu foreldra á lífi og bjuggu ekki hjá þeim og höfðu daglegt samband voru 14%. Af þeim foreldrum sem bömin bjuggu ekki lengur hjá höfðu 64% þeirra sambandi við börn sín því sem næst daglega. Sjötíu og fjögur prósent þátttakenda höfðu samband við systkini sín einu sinni eða oftar í mánuði (Stefán Ólafsson, 1990). Rannsókn Sigrúnar Júlíusdóttur og félaga (1995) segir að 6.9% þátttakenda hafi aldrei heimsótt fjölskyldu sína á síðast liðnum mánuði, þeir sem hafi heimsótt þá einu sinni eða tvisvar á liðnum mánuði hafi verið 28.7% og þeir sem heimsóttu þrisvar eða oftar voru 64,5%. Fjölskyldan er mikilvægasta stofnun í lífi einstaklinga á Vesturlöndum (Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson,1991). Tíðnitölur um gildi þess að gegna þessu hlutverki fundust ekki. • Þátttakandi í trúarstarfi (religious participant). í könnun Stefáns Ólafssonar (1990) kemur fram að 56% íslendinga höfðu ekki farið til kirkju síðastliðið ár, nema til athafna eins og fermingar eða giftingar. í könnunum Björns Björnssonar og Péturs Péturssonar (1990) og Sigrúnar Júlíusdóttur og félaga (1995) kom fram að eingöngu 10% sóttu kirkju einu sinni eða oftar í mánuði. Ekki kom fram gildi þess að gera eitthvað í þessu hlutverki. • Þátttakandi í tómstundastarfi (hobbyist/amateur). Þrátt fyrir að íslend- ingar vinni langan vinnudag þá taka þeir þátt í tómstundaiðju og félagslífi og það mjög fjölbreyttu (Stefán Ólafsson, 1990). Engar heimildir fundust um það hve oft og reglulega þessu hlutverki er gegnt. Samkvæmt Friðrik H. Jónssyni og Stefáni Ólafsssyni (1991) þá voru yfir 30% þjóðarinnar meðlimir samtaka sem tengj- ast íþróttum eða tómstundaiðju en sam- kvæmt Stefáni (1990) þá voru meðlimir í íþrótta- eða ungliðasamtökum 23% og aðeins 7% þeirra mjög virkir (Stefán Ólafsson, 1990). Rúmlega 50% voru ánægðir með þann frítíma sem þeir áttu, 42% fannst hann of lítill og 7% fannst þeir hefðu of mikinn frítíma (Stefán Ólafsson, 1990). Engar heimildir fundust um gildi iðju í þessu hlutverki. • Þátttakandi í félagastarfi (participant in organization). Þetta hlutverk flokkar Stefán Ólafsson (1990) innan frístunda- iðju. Hann spyr í könnun sinni í hvaða samtökum eða félögum þátttakendur eru skráðir félagar og um \'irkni þeirra í hlut- verkinu. Sjötíu og eitt prósent þátttak- enda voru félagar í verkalýðs- eða fag- félagi, 3% voru mjög virkir og 56% voru óvirkir. Meðlimir í íþrótta- og ungliða- hreyfingum voru 23% og 7% voru mjög virkir. Meðlimir í góðgerðasamtökum, þjónustuklúbbum eða stjórnmálasamtök- um voru 14% og voru flestir þeirra á aldrinum 45-66 ára. Meðlimir foreldra- samtaka eða samtaka eldri borgara voru 13%. Önnur samtök sem voru nefnd voru umhverfissamtök, hverfasamtök, kvennaklúbbar, karlaklúbbar og trúfélög 14 IÐJUÞJALFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.