Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 38

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 38
Iðjuþjálfar halda ráðstefnu Dagana 7. og 8. júní næst komandi standa Iðjuþjálfafélag íslands og Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri fyrir ráðstefnu um iðju- þjálfyn í tslensku samfélagi. Ráðstefnan fer fram í glæsilegu húsnæði háskólans við Norð- urslóð á Akureyri. Þetta er viðburðaríkt ár hjá tslenskum iðjuþjálfym því attk þess sem félagið fagttar 25 ára afmæli þá ertt fyrstu nemamir að Ijúka BS nánti sínti frá Iðjuþjálf- unarbraut HA. Góð aðsókn Undirbúningur hefur staðið yfir í tæpt ár og er nú á lokastigi. Það er óhætt að segja að undirtektir hafi verið góðar því margir hafa skráð sig á ráðstefnuna, einnig iðjuþjálfar erlendis frá. Erindi eru haldin á ensku og íslensku. Fjölmörg þjónustufyrirtæki munu kynna vörur og þjónustu á ráðstefnusvæðinu. Starfsfólk Ferðaskrifstofu íslands heldur utan um skráningu og upplýsingamiðlun í sam- vinnu við fagráð ráðstefnunnar. Allar upplýsingar má finna á sérstakri vefsíðu sem hægt er að finna á slóðinni: www.islandia.is/idjuthjalfun. Skemmtun Þátttakendum gefst kostur á að fara í skoð- unarferð til Hríseyjar þar sem boðið er upp á siglingu og grill á fimmtudeginum. Að kvöldi föstudagsins 8. júní verður haldið glæsilegt lokahóf í Oddfellow húsinu en það er jafn- framt afmælisfagnaður félagsins. Skemmti- nefnd skipuð hressum iðjuþjálfum mun hafa veg og vanda af veislustjórn. Verður þetta án efa hin eftirminnilegasta skemmtun með góðum mat og drykk. Fjölbreytt efni Daginn fyrir sjálfa ráðstefuna þann 6. júní munu úrskriftamemar kynna lokaverkefni sín. Sjálf dagskráin er hin vandaðasta og ráð- stefnugestir fá afhent hefti með ágripum fyrir- lestra og veggspjalda við skráningu. Setning ráðstefnunnar er kl. 10 á fimmtudeginum þann 7. júní og flutt verða stutt ávörp í kjöl- farið. Tveir gestafyrirlesarar verða með erindi en það eru doktor Carolyn Baum, prófessor í iðjuþjálfun við Washington háskólann í St. Fouis Missouri og Jón Sigurðsson læknir. Þrjú inngangserindi eru flutt af þekktum erlendum fræðimönnum í upphafi hvers þema. Fyrir- lesararnir eru flestum íslenskum iðjuþjálfum kunnugir. Þetta eru doktor Gail Hills Maguire, prófessor í iðjuþjálfun við Florida Inter- national University, en hún dvaldi hér á landi árið 1995 og vann að skipulagningu náms í iðjuþjálfun á Islandi. Ennfremur koma þær doktor Elizabeth Townsend og prófessor Barbara O'Shea frá Dalhousie University í Halifax í Kanada, en undanfarin ár hefur ver- Um það bil 30 fyrírlestrar eru í boði og ávallt hægt að velja á milli ólíkra erínda á ensku og íslensku. ið töluverð samvinna milli iðjuþjálfunar- brautarinnar þar og Háskólans á Akureyri. Dagskráin endurspeglar að öðru leyti þá grósku sem er innan iðjuþjálfunar á íslandi. Um það bil 30 fyrirlestrar eru í boði og ávallt hægt að velja á milli ólíkra erinda á ensku og íslensku. I þema I verður fjallað um hug- myndafræði, rannsóknir og nám. I þema II er viðfangsefnið aðferðir, þróun og nýjungar í þjónustu iðjuþjálfa. Erindi sem lúta að iðju- þjálfun og samfélagi undir þema III tengjast hlutverki, markaðssetningu og stjómsýslu. Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er ráðstefna um iðjuþjálfun hér á landi og markar hún tímamót í þróun iðjuþjálfunar sem íslenskrar fræðigreinar. ÞL 38 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.