Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Síða 17

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Síða 17
um í mánuði voru hlutverkin umannandi og vinur. Þeim hlutverkum sem var sjaldnast gegnt að meðaltali voru þátttak- andi í trúarstarfi, þátttakandi í félags- starfi og sjálfboðaliði. Gildi hlutverka var einnig skoðað út frá tveimur sjónarhornum, hlutfallslegri dreifingu þátttakenda eftir hve mikið gildi það hafði að vera virkur í hlut- verkinu (3.tafla) og meðaltali þess hve mikla þýðingu það hafði að stunda þá iðju sem hlutverkinu fylgir (4.tafla). Ef fyrst er skoðuð hlutfallsleg dreifing þeirra þátttakenda sem fannst virkni í hlutverkum hafa frekar mikið eða mjög mikið gildi fyrir sig í nútíð (3.tafla) má sjá að þeir voru á bilinu 16,6% í þátttakanda í trúarstarfi til 87,1% í hlutverki fjölskyldumeðlims, en á eftir fylgdu starfsmaður (79,3%) og umannandi (75,3%). Hlutfallsleg dreifing þeirra sem fannst það að iðja í hlutverki hafa ekkert eða frekar lítið gildi fyrir sig var á bilinu 1,4% í hlutverki fjölskyldu- meðlims til 71,9% í hlutverki þátttakenda í trúarstarfi. Önnur hlutverk sem höfðu ekkert eða frekar lítið gildi voru sjálfboðaliði (56,1%) og þátttakandi í félagsstarfi (55,4%). Ef meðalgildi þess að vera virkur í hlutverkum er skoðað í öllum tíðum (4.tafla) má sjá að þau hlutverk sem höfðu frekar mikið gildi voru fjölskyldu- meðlimur, starfsmaður, umannandi og vinur. Ef litið er til þeirra hlutverka sem höfðu frekar lítið gildi voru það hlut- verkin þátttakandi í trúarstarfi, sjálfboða- liði og þátttakandi í félagsstarfi. Sömu hlutverkin hafa mest gildi fyrir hlut- fallslega flesta og þau sem að meðaltali skipta mestu máli. Samanburður á hlutfalli þeirra sem gegndu hlutverkinu mjög oft eða daglega í nútíð við hlutfall þeirra sem fannst iðja í hlutverkinu hafa frekar eða mjög mikið Iðjuþjálfar á íslandi þurfa að auka þekkingu sína á hlutverkum í íslensku samfélagi, hvernig fólk gegnir þeim og hvaða gildi þau hafa hjá hinum ýmsu hópum samfélagsins. Umhverfið bæði kallar á og hindrar ákveðna hlutverkabundna hegðun. gildi fyrir sig er settur fram á 3. mynd. Eins og sjá má virtist hlutfall þeirra sem gegndu hlutverkinu starfsmaður mjög oft eða daglega (79,9%) vera svipað því hlutfalli sem fannst virkni í hlutverkinu hafði frekar eða mjög mikið gildi (79,3%). Aðeins í einu hlutverk, hlutverki heimil- ishaldara, virtist hlutfall þeirra sem gegndu hlutverkinu mjög oft eða daglega vera meira (78,2%) en fjöldi þeirra sem fannst það hafa frekar eða mjög mikið gildi að vera virkur í hlutverkinu (59,5%). Öll hin hlutverkin virtust hafa frekar eða mjög mikið gildi fyrir stærri hóp en þann sem gegndi hlutverkunum. Hlutverki fjölskyldumeðlims gegndu 78,3% þátttakenda mjög oft eða daglega í nútíðinni á móti 87,1% sem þótti iðja í hlutverkinu hafa frekar eða mjög mikið gildi fyrir sig. Ef litið er til hinna hlut- verkanna, fyrst til tíðni og svo til gildis þá er hlutverk umannanda með 52,4% á Hlutverk Tíðirnar þrjár Fortíð Nútíð Framtíð M M M M Starfsmaður 5.25 5.32 5.02 5.42 Fjölskyldumeðlimur 5.16 5.06 5.18 5.23 Heimilishaldari 5.11 4.66 5.22 5.44 Umannandi 4.34 4.27 4.10 4.66 Vinur 4.28 4.67 4.04 4.13 Nemandi 3.74 5.35 2.80 3.08 Þátttakandi í tómstundaiðju 3.56 3.77 3.33 3.59 Sjálfboðaliði 2.42 2.58 2.20 2.47 Þátttakandi í félagsstarfi 2.39 2.56 2.14 2.46 Þátttakandi í trúarstarfi 1.89 1.96 1.77 1.94 Kvarði: 1 = aldrei, 2 = sjaldan (1 -6 sinnum á ári), 3 = sinnum í mánuði), 5 = mjög oft (2-4sinnum í viku), 6 stundum (7-12 sinnum á ári), 4 = daglega (5-7 sinnum í viku). = oft (2-4 2. tafla: Meöaltal þeirra skipta sem hlutverkinu var gegnt í fortíð, í nútíö og áætlað fyrir framtíöina og meðaltal tíðanna þriggja yfir ævina (N = 147) móti 75,3%, vinar með 38% á móti 67%, nemanda með 20,7% á móti 66,2%, þátttakandi í tómstundaiðju með 28,3% á móti 48,2%, sjálfboðaliði með 7,4% á móti 24,3% og þátttakandi í félagsstarfi með 5,5% á móti 25,1% og þátttakandi í trúarstarfi með 4,1% á móti 16,5%. Þeir sem unnu að minnsta kosti einu sinni á ári sjálfboðastörf voru 59% og er það mjög há tala. Umræður Fjögur hundruð manna úrtak er heldur lítið og einnig tæplega 40% svar- hlutfall, þannig að ekki er hægt að nota niðurstöður til að alhæfa um alla íslend- inga. Reynt var að auka trúverðugleika með því að bera saman kyn og aldur þátttakenda og þýðis og var enginn marktækur munur á hópunum eins og fram kom hér að framan. Notkun tímaþátta sem krefjast svara á Likert-kvarða er engin trygging fyrir því að svarendur túlki sérhvert svar á sama veg. Reynt var að draga úr þessari hættu með því að hafa kvarðana nákvæma þar sem engin tímagöt komu fyrir. Engar áreiðanleika- né réttmætisprófanir fóru fram á hinum aðlagaða hlutverkalista eins og gert hafði verið með hinn upp- runalega hlutverkalista. Hann var hins vegar forprófaður á 16 einstaklingum, 8 konum og 8 körlum með ólíkan félags- legan bakgrunn og á aldursbilinu 19 til 73 ára. Margar upplýsingar koma fram í könnun þessari. Sumar voru samhljóða fyrri könnunum og styðja því við niður- stöður þeirra, aðrar ekki og þarf því að skoða betur, auk þess komu fram upplýs- ingar sem ekki virðast hafa verið rann- sakaðar áður. Ur þessari rannsókn kom fram það sama og áður var vitað um starfshlutverkið að stór hluti íslendinga gegndi því í miklu mæli og að það sé þeim mikils virði. Starfshlutverk virðist vera í samkeppni við fjölskylduhlutverk um tíðni í hlutverki en virðist ekki vera farið að skipa lægri sess eins og vísbend- ingar eru um í öðrum löndum. Varðandi sjálfboðastarfið þá er stærra hlutfall sem gerir eitthvað í þessu hlut- falli á ársgrundvelli en komið hefur fram í fyrri könnunum og virkni í hlutverkinu virðist hafa aukist miðað við fyrri rannsóknir. Hvað varðar gildi þessa hlut- verks þá fjalla fyrri heimildir ekkert um gildi þess að gera eitthvað í hlutverkinu á IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 ±J

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.