Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Síða 26

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Síða 26
könnuð voru viðhorf til allra fimm flokka sjálfræðis en hinn spurningalistinn fjall- aði um viðhorf til forræðis í tengslum við umönnun aldraðra foreldra. Allir sex undirflokkar forræðis voru kannaðir. Að auki voru lagðar fyrir svarendur um 30 spurningar tengdar lýðfræðilegum upp- lýsingum. Leitað var álits sérfræðinga á mismun- andi sviðum til að ganga úr skugga um að hugtökin sjálfræði og forræði væru sambærileg á íslandi og í Bandaríkjun- um. Listarnir voru síðan þýddir úr ensku á íslensku og aftur yfir á ensku. Saman- burður var gerður á ensku þýðingunni við upprunalegu listana og íslensku þýðingunni breytt ef munur á túlkun hugtaka kom í ljós. Þýðingin var síðan löguð að íslenskum aðstæðum eins og kostur var. Gerð var forkönnun á list- unum með því að leggja þá fyrir 6 ein- staklinga og þurfti þá að breyta orðalagi á Likert kvarðanum og laga hann að því orðfari sem íslendingar eiga að venjast. Hvor listinn um sig inniheldur 30 full- yrðingar varðandi samskipti og ákvarð- anatökur aldraðs foreldris og uppkomins barns í aðstæðum er varða heilsufar, fjármál og daglegt líf. Svörin voru gefin á Likert kvarða frá 1-5 allt eftir því hversu ósammála eða sammála svarendur voru fullyrðingunum. í islensku listunum var Likert kvarðinn svona: l=mjög ósam- mála, 2=frekar ósammála, 3=hlutlaus, 4=frekar sammála, 5=mjög sammála. Því hærri stig sem gefin voru, þeim mun meiri stuðningur eða virðing var talin borin fyrir sjálfræði eða forræði. Gert var ráð fyrir að fólk svaraði eftir bestu sann- færingu og að niðurstöður endurspegl- uðu afstöðu þeirra til sjálfræðis og for- ræðis í tengslum við umönnun aldraðra. Nafnleyndar var gætt og leyfi fengin fyrir rannsókninni hjá Tölvunefnd á Islandi og rannsóknarnefnd Florida International University. Sett voru upp veggspjöld í húsum félagsstarfs aldraðra, þar sem tilgangi og mikilvægi rannsókn- arinnar var lýst, um leið og fólk var hvatt til þátttöku. Jafnframt var auglýstur sá tími sem könnunin færi fram í hverju húsi fyrir sig. Notuð voru meðaltöl, staðalfrávik og prósentur til að lýsa viðhorfum aldraðra til sjálfræðis og for- ræðis. T-próf voru notuð til marktækni- prófana m.a. milli viðhorfa hóps aldraðra sem bjó í heimahúsum og hóps sem bjó í íbúðum fyrir aldraða. Einnig í saman- burði hópsins alls við hóp bandarískra aldraðra. Kí-kvaðratspróf voru notuð til að reikna út hvort tengsl milli ákveðinna breyta væru marktæk. Marktækni var náð þegar p-gildi var jafnt eða minna en 0,05. Tölfræðiforritið SPSS var notað til útreikninga á niðurstöðum. Niðurstöður Lýðeinkenni þátttakenda Samkvæmt niðurstöðum var meirihluti þátttakenda konur (64,9%), á aldrinum 65-74 ára (58,1%), ekkjur (47,4%) á eftir- launum (59,6%), með grunnskólamennt- Vera má að öldruðum íslendingum finnist íhlutun fjölskyldunnar og þá einkum upp- kominna bama sinna í ákvarðanatöku ekki vera ógnun við sjálfræði sitt, heldur hneigist til og jafnvel búist við íhlutun sem eðlilegum stuðningi og gagnkvæmum greiða. un eða minna (85,9%). Þær bjuggu í mikl- um meirihluta í íbúðum fyrir aldraða eða þjónustuíbúðum (63,2%), sem voru í innan við 30 mínútna akstursfæri frá bú- stað uppkomna barnsins sem þær vísuðu til (56,1%) (sjá töflur 1 og 2). Við öðrum spurningum er snerti persónulega hagi, kvaðst meirihluti svarenda vera við ágæta (43,8%) eða góða ( 35,1%) líkam- lega heilsu, og aðspurð kváðust flest (82,5%) vera við annaðhvort ágæta eða góða andlega heilsu. Við spurningu um vitræna hæfni kváðust 42,1% vera ágæt- lega stödd og 42,9% vel stödd. Þegar spurt var um fjárhag og afkomu kvaðst meirihlutinn hafa það gott, 19 (33,3%) sögðust alltaf geta veitt sér „smámunað" eða „gleðigjafir", 17 (29,8%) gátu oft veitt sér „smámunað", tíu (17,5%) stundum, fimm kváðust aldrei geta gert það og sex svöruðu ekki. 69% aðspurðra kváðust sjálfbjarga með heimilishald en af þeim 33,3% sem töldu sig þurfa aðstoð, alls 19 manns, fólst aðstoðin helst í því að sinna erfiðari húsverkum (16), komast á milli staða (1), aðstoð við fatakaup og aðdrætti (2), að elda heitar máltíðir (6), aðstoð við fésýslu (3) og lyfjatiltekt (4). Einungis einn kvaðst þurfa aðstoð við eigin umsjá og 11 (22%) kváðust nota hjálpartæki. Við spurningu um hvort þau nytu að- stoðar annarra en uppkomins barns, sögðust 13 (22,8%) ekki þiggja aðra að- Kyn konur 37 64,9% karlar 18 31,6% óþekkt 2 3,5% Aldur 65-74 33 58,1% 75-84 23 40,1% 85- 1 1,8% Hjúskaparstaba Ekkjur/ekktar 27 47,4% Giftir/kvæntar 24 42,1% Einhleypir 6 10,5% Menntun Grunnsk. eða minna 49 85,9% Stúdentspr. eða meira 6 10,7% Atvinnustaða Á eftirlaunum 34 59,6% í hálfri/fuilri vinnu 14 24,6% Annað 9 15,8% Búseta íbúöir aidraðra 36 63,2% 1 heimahúsi 21 36,8% Búsetufjarlægö frá uppkomnu barni í göngufæri 18 31,6% Undir 30 mín. akstur 32 56,1% Meira en 30 mín. akstur 5 Óþekkt 2 1. tafla: Lýðeinkenni þátttakenda 26 iðjuþjálfinn 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.