Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 11

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 11
Kristín Sigursveinsdóttir flytur skýrslu stjórnar í íslensku samfélagi á Akureyri dagana 7. og 8. júní, fyrsta íslenska ráðstefnan af þessu tagi en alveg örugglega ekki sú síðasta. Ráðstefnan er samstarfsverkefni IÞÍ og Heilbrigðisdeildar HA. Hefðbundin aðalfundarstörf Að lokinni skýrslu stjórnar var gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Aritaðir ársreikningar voru lagðir fram og samþykktir. Því næst var boðið upp á umræður um skýrslur fastra nefnda. Tiilögur um siðareglur voru kynntar og stiklað á stóru um starf áhugahópsins sem að þeim stóðu. Gert er ráð fyrir að stjórn skipi siðanefnd og verkefni hennar verði einkum það að móta starfsreglur og geri tillögu að framtíðarskipulagi. Nokkrar fyrirspurnir komu frá fundar- mönnum en tillögurnar voru síðan samþykktar. Þær lagabreytingatillögur sem lágu fyrir á fundinum voru kynntar af fundarstjóra og samþykktar. Enn- fremur lágu fyrir tillögur um breytingar á starfsreglum Fræðslusjóðs og voru þær samþykktar af fundinum. Kosningar í stjórn og nefndir voru næstar á dagskrá. Uppstillingamefnd skipuð reyndum iðjuþjálfun hafði unnið kröftuglega að því að manna stjórn og nefndir. Bára Sigðurðardóttir kynnti þau framboð sem borist höfðu. Ljóst var að fólk vantaði í stjórn félagsins sem og kjaranefnd. Framboð bárust ekki á fundinum sjálf- um. Samþykkt var að stjórn mætti kalla til þá fulltrúa sem vantar á milli aðalfunda. Fundarstjóri kynnti þar á eftir skipan í stjórnir Vísindasjóðs og Fræðslu- sjóðs. Félagsgjöld Stjórn IÞI kynnti tillögu um breytingu á árgjaldi félagsmanna. Lagt var til að félagar með fulla aðild greiði 1,5% af dagvinnulaunum í félagsgjöld og þetta verði dregið af launum mánaðarlega. Brugðið var upp á skjávarpa nokkrum dæmum um hvað félagar væru þá að greiða og færð rök fyrir því. Nefnd voru hliðstæð dæmi hjá öðrum fagstéttar- félögum. Lagt var til að breytingin tæki gildi 1. september 2001. Aðild að IÞÍ yrði þrenns konar, þ.e. full aðild, fagaðild og nemendaaðild. Tillaga stjórnar var samþykkt. Undir dagskrárliðnum önnur mál kynnti Rósa Hauksdóttir fráfarandi kjaranefndarfulltrúi stöðu mála í kjara- samningaviðræðum. Pistil frá kjaranefnd er að finna hér í blaðinu. Berglind Bára Bjarnadóttir fulltrúi í fræðslunefnd kynnti fyrirhugað AMPS námskeið sem haldið verður í lok ágúst. Skráningar- frestur á námskeiðið rennur út 1. júní næst komandi. Heiðursfélagi Að lokinni dagskrá tók Kristín formaður til máls. Hún kynnti þá ákvörðun stjórn- ar að gera Hope Knútsson fyrrverandi formann að heiðursfélaga í IÞÍ. Kristín þakkaði Hope vel unnin og fórnfús störf í þágu félagsins en hún gegndi formannsembætti frá stofnun þess 1976 allt til ársins 1999. Kristín afhenti Hope heiðursskjal og blómvönd og fundar- menn hylltu nýjan heiðursfélaga með kröftugu lófataki. ÞL Fulltrúar í stjórn og nefndum 2001-2003 • Stjóm Kristín Sigursveinsdóttir formaður, Þóra Leósdóttir, Birgit Schov, Ingibjörg Jónsdóttir, Ragnheiður Lúðvíksdóttir og Sigríður Pétursdóttir varamaður. • Kjaranefnd Vala Mörk Jóhannesdóttir, Ólöf Elfa Leifsdóttir og Hafdís Sverrisdóttir. • Ritnefnd Björg Þórðardóttir, Guðrún Á. Einars- dóttir, Maren Ó. Sveinbjörnsdóttir og Sigþrúður Loftsdóttir. • Fræðslunefnd Berglind Bára Bjarnadóttir, Ema Magnúsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Linda Aðalsteinsdóttir og Sif Þórs- dóttir. • Stjórn Vísindasjóðs Erla Björk Sveinbjörnsdóttir, Hrönn Birgisdóttir og Sigríður Guðjóns- dóttir. • Stjóm Fræðslusjóðs Elín Ebba Ásmundsdóttir, Valrós Sigurbjörnsdóttir og Snæfríður Þóra Egilson. • Fulltrúi t miðstjóm BHM Rósa Hauksdóttir (tímabundið) • Fulltrúar í Heimsambandi iðjuþjálfa (WFOT) Hope Knútson aðalfulltrúi, Lilja Ingvarson 1. varafulltrúi og Sigrún Garðarsdóttir 2. varafulltrúi. • Fulltniar í Iðjuþjálfanefnd Evrópuþjóða (COTEC) Kristjana Fenger aðalfulltrúi og Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir varafulltrúi. • Fulltrúar í Samtökum heilbrigðisstétta Elín Ebba Ásmundsdóttir og Hildur Þráinsdóttir. • Fulltniar í Öldmnarráði íslattds Kristín Einarsdóttir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir. • Skoðunarmenn reikninga Gerður Gústavsdóttir og Lilja Ingvarsson. IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 ±±

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.