Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Síða 27

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Síða 27
stoð, 17 (29,8%) nutu aðstoðar maka, 22 (38,6%) kváðust fá aðstoð annars upp- komins barns, fimm fengu aðstoð ætt- ingja og tveir nutu aðstoðar vina. Að auki sögðust tveir fá aðstoð heima- hjúkrunar og sex aðstoð heimaþjónustu. Við spurningu um það hvort núverandi búsetuskilyrði væri sá kostur sem þau kysu helst svöruðu 54 (94,7%) að svo væri og er þau voru spurð að því hvort þau myndi kjósa að búa á heimili sínu til dánardægurs, að því gefnu að þau myndu fá alla nauðsynlega aðstoð frá formlegri heilbrigðis- og félagsþjónustu, svöruðu 42 (73,7%) jákvætt, sjö (12,3%) sögðu nei en átta (14%) svöruðu ekki spurningunni. Uppkomnu börnin voru að mestu konur (69,4%), í hjúskap (84,3%), á aldrinum 40-49 ára (50%), með háskólagráðu eða aðra framhaldsmennt- un (69,8%) og í fullu starfi (70,8%). Þær hafa því mörgum skyldum að gegna er tengjast fjölskyldu og starfi, auk þess að vera stuðningsaðilar foreldra sinna. Hver eru viðhorf aldraðra íslendinga til sjálfræðis og forræðis í tengslum við umönnun aldraðra? Til að svara spurningunni voru reikn- uð út meðaltöl, staðalfrávik og spönn út frá svörum þátttakenda á Likert-kvarð- anum. Meðaltöl voru reiknuð út á tvo vegu. Annars vegar voru stigin lögð sam- an og reiknað út meðaltal af heildar- stigafjöldanum (M) fyrir sjálfræði og forræði í heild og meðaltölum einstakra undirflokka sjálfræðis og forræðis. Sömu aðferð var beitt við útreikninga í mis- munandi færnitengdum aðstæðum (heilsufar, fjármál, daglegt líf og andleg hæfni). Hins vegar var reiknað út meðal- tal (m) sem samsvarar Likert-kvarðanum 1-5 og lýsir því hversu sammála eða ósammála svarendur voru sjálfræði eða forræði í heild. Einnig í mismunandi færnitengdum aðstæðum (sjá töflur 3 og 4). Virðing fyrir sjálfræði: Svarendur í þessu úrtaki bera mikla virðingu fyrir sjálfræði í tengslum við allar aðstæður í umönnun aldraðra, eins og sjá má í töflu 3. Því má álykta að þau muni búast við stuðningi við sig lendi þau í svipuðum aðstæðum. Það verður að teljast áhuga- vert, að þrátt fyrir almennt mikinn stuðn- ing við flesta undirflokka sjálfræðis, þá sýndu hinir öldruðu fremur vægan stuðning við óskipt sjálfræði (m=3,62), þ.e. þar sem viðkomandi ræður fullkom- lega sjálfur án samráðs (m=3,18) eða að undangengnu samráði við uppkomið barn sitt (m=4,22). Þau aðhyllast fremur skipt sjálfræði (m=4,21) þar sem ákvarð- anataka er sameiginleg með uppkomna barninu (m=3,85) eða jafnvel framseld til barnsins sem aldraða foreldrið treystir til að gera eins og hinn aldraði vildi helst og myndi gera sjálfur eða þá að foreldrið treystir barni sínu til að ákveða hvað í þessari rannsókn sýndu konur sjálfræðinu meiri stuðning en karlarnir, sem aftur á móti hölluðust ögn að forræði í samanburði við konumar. Fólk í hjúskap eða sambúð studdi sjálfræði fremur en þeir sem bjuggu einir. foreldrinu kæmi best (m=4,39). Svarend- ur sýndu einnig mjög mikinn stuðning við ákvarðanatöku uppkomins barns í þeim tilvikum þar sem hinn aldraði var ófær um að ákveða sjálfur (staðgengils- sjálfræði), með því skilyrði þó að ákvörð- unin væri grundvölluð á því sem hinn aldraði hefði valið sjálfur (m=4,32). Stuðningur við sjálfræði í öllum færni- tengdum aðstæðum (heilsufar, fjármál, eigin umsjá) var einnig talsverður, að meðaltali um m=4,0 og á það jafnt við um aðstæður er varða andlega eða líkam- lega færniröskun hins aldraða. Viðhorf til forræðis: Hvað varðar for- ræði í tengslum við umönnun aldraðra, þá voru svarendur öllu hlutlausari en sýndu væga tilhneigingu til stuðnings við forræði í heild (m=3,41) eins og sjá má í töflu 4. Mestur stuðningur var við fjarvistarforræði sem bendir til að þau myndu helst viðurkenna íhlutun annarra við ákvarðanatöku þar sem hinum aldraða stæði sjálfum á sama um viðkomandi ákvarðanatöku (m=3,80). Einnig voru þau örlítið höll undir for- varnarforræði (m=3,76) sem gæti bent til þess að þau væru ekki með öllu ósátt við að gripið yrði inn í ákvarðanatöku til að koma í veg fyrir slys eða skaða. I ritgerð- um hefur þessari tegund forræðis verið lýst sem siðfræðilega viðurkenndri íhlut- un í ákvarðanatöku (Abramson, 1985; Ámason, 1993; Cicirelli, 1989; Frí- mannson, 1993). Cicirelli(1989) bendir einnig á að skipt sjálfræði eigi mun meiri skyldleika við forræði en það á við óskipt sjálfræði. Þessi hópur aldraðra virðist falla að þeirri kenningu og finnast réttlætanlegt að fallast á íhlutun annarra einkum þar sem koma þarf í veg fyrir slyS eða skaða í aðstæðum er tengjast umönnun Er munur á viðhorfum fólks sem býr í þjónustuhúsnæði/húsnæði fyrir aldraða og þeirra sem enn búa á lieimilum sínum úti í samfélaginu? Til að svara síðari spurningunni var svarendum skipt í hópa eftir búsetu: þá sem bjuggu í þjónustuíbúðum/íbúðum aldraðra (n=36) og þá sem bjuggu á heimilum sínum úti í samfélaginu (n=21). T-próf voru notuð til að greina hvort marktækur munur væri á viðhorfum þessara hópa og Kí-kvaðratspróf til að sjá hvort marktækur munur væri á milli ákveðinna breyta. Prófin voru marktæk við p=0,05 eða minna. Kyn konur 34 69,4% karlar 15 30,6% Aldur 27-39 14 28,0% 40-49 25 50,0% 50-63 11 22,0% Hjúskaparststaöa Gift 43 84,3% Ein/-ir 8 15,7% Menntun Grunnsk. eöa minna 16 30,2% Stúdentspr. og meira 37 69,8% Atvinnustaða / hlutastarfi 6 12,5% í fullri vinnu 34 70,8% Annað 8 6,3% 2. tafla: Lýðeinkenni uppkominna barna þátttakenda IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 27

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.