Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 32

Iðjuþjálfinn - 01.06.2001, Blaðsíða 32
Eru iðjuþjálfar áhuga • störf iðjuþjálfa verði metin að verðleikum í liandbók um starfsemi IÞÍ stendur: Kosið er í kjaranefnd á aðalfundi og er kjörtíntabil að lágmarki 2 ár. Kjaranefnd er skipuð 7 full- trúum, þar afl varafulltrúum. Ekki má skipta um alla nefndarmenn á sama tíma. Ætíð skal einn úr stjórti eiga sæti t kjaranefnd. lnnatt nefndarinnar ertt eftirtalin embætti: Formaður, varaformaður, ritari og meðstjómendur. Tilgangurinn með starfi kjaranefndar er að semja um þau laun og kjör félags- manna IÞÍ sem falla undir samnings- umboð félagsins, ásamt því að fylgjast með launaþróun. Markmiðið er að bæta kjör og tryggja réttindi félagsmanna með kjarasamn- ingum við atvinnurekendur. Hlutverk og ábyrgð nefndarinnar er að fylgja ofangreind- um atriðum og upplýsa félagsmenn um rétt- indi og skyldur og um gang mála varðandi kjarasamninga. Nefndin sinnir einnig einstakl- ingsmálum fyrir þá sem á þurfa að halda. Kjaranefndin er í samstarfi við BHM varðandi réttindi og skyldur félagsmanna og formaður nefndarinnar er fulltrúi IÞI í miðstjórn BHM, sem fundar mánaðarlega. Gangur mála Á undanfömum mánuðum hefur Iðjuþjálfa- félagið átt í kjaraviðræðum við Launanefnd sveitarfélaga (LN), sem fer með samnings- umboð fyrir flest sveitarfélög á landinu og við Samninganefnd ríkisins (SNR). Samningar við þessa aðila runnu út í lok síðasta árs og nokkuð þétt hefur verið fundað með Launa- nefnd sveitarfélaga en sjaldnar með Samninga- nefnd ríkisins. Þar kemur tvennt til, annars vegar hefur afar lítið verið að gerast í viðræð- um við ríkið almennt og hins vegar hefur kjaranefnd félagsins verið mjög sparlega mönnuð. Kröfur og áherslur Þær kröfur sem við í kjaranefnd settum á oddinn að þessu sinni eru flestar hverjar sambærilegar þeim kröfum sem önnur BHM félög hafa sett fram. Megin áherslur eru þessar: • hækkun grunnlauna, svigrúm til hækkana verði aukið m.a. með fjölgun launaflokka og fjölgun starfsaldursþrepa • þáttur stofnanasamnings verði tryggður í samningum við ríkið • ákvæði um endurmenntun verði endurskoð- uð og réttur til námsleyfis á launum verði aukinn • yfirvinna sem tekin er út í fríi samsvari 1,8 stundum í dagvinnu fyrir hverja yfirvinnu- stund I raun eru áherslur svipaðar í kröfugerð okkar gagnvart báðum viðsemjendum. Það sem greinir á milli er að annars vegar er um samn- ing sem unninn er í hinu svokallaða nýja launakerfi að ræða, en hins vegar er um samn- ing með gamla laginu. Til að skýra þennan mun aðeins nánar, þá er í nýja kerfinu um tví- skiptingu samnings að ræða, miðlægan hluta sem samið er um við Samninganefnd ríkisins og stofnanaþátt sem eins og nafnið bendir til er unninn á viðkomandi stofnun. Viðræður sem nú fara fram eru því um efnisatriði í miðlæga hlutanum. Fundir með Launanefnd sveitarfélaga hafa farið í að skilgreina störf og skýra út fyrir þeim sem þar sitja í hverju störf iðjuþjálfa geti falist og hvar við sjáum iðjuþjálfa að störfum hjá sveitarfélögum í framtíðinni. Þær þrjár stöður sem við nú erum að semja um standa illa í samanburði við það sem gengur og gerist annars staðar. Ástæðurnar eru nokkrar, en þyngst vegur líklega að annars vegar er um stöður sem eru á yfirlýstu láglaunasvæði og hins vegar hafa laun iðjuþjálfa hækkað meira en það sem hefur orðið raunin með samning við LN. Viðræður • vinnuvikan verði stytt niður í 36 stundir

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.