Bændablaðið - 24.09.2015, Qupperneq 7

Bændablaðið - 24.09.2015, Qupperneq 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 avíð Hjálmar Haralds- son opnar mér annað slagið ljóðasjóði sína. Þar er enda úr miklu að moða. Davíð er bragvís með afbrigðum og myndrænn í besta máta. Sérlega eru limrur Davíðs læsilegar. Eftirfarandi limru orti hann þegar tilskipanir Evrópusambandsins flæddu hvað ákafast yfir og sást embættismönn- um yfir ýmsa agnúa sem illa sam- ræmdust okkar litla samfélagi: Samkvæmt nýlegum úrskurði ESA skal annast um Huppu og Blesa með ráðum og dáð og reglugerð háð og Indriði læri að lesa. Næstu vísur Davíðs eru ortar á ýmsum tímum liðins sumars. Orðfærið er myndrænt og ramm- íslenskt og ekki í daglegri notkun þeirra sem mest ríða ritvelli nú til dags. Júnímorgunn: Sekkur hratt í sólarljós syfjað næturstirni. Drúpir höfði dalarós, döggin frýs á þyrni. Fjórði maí: Gropnar klaki, grænkar tún, grugg úr flagi seytlar. Vorglaðir á vegarbrún vaxa góubeitlar. Júníhret: Þá í lundi þröstur hló, þegar féð var borið, undir djúpri dyngju af snjó Drottinn faldi vorið. Jónsmessa á Árskógsströnd: Leiftra daggir, loga brekkur, ljóma slær á fjallaskörð þegar eldrauð sólin sekkur síðla kvölds í Eyjafjörð. Sumarkvöld: Sígur værð á sunnanátt, sjatna bárufaldar. Nú er vestrið næturblátt, norðrið rauðu tjaldar. Ágústdagur: Dúnurt smá í dalalind dýfir rótartánum. Nú er sól um Súlutind og sveppir undir trjánum. Síðsumar: Sofnar árla sólin löt, syfjar jarðargróður. Kominn er í ferðaföt fuglaskari hljóður. Að endingu birtist ljóðkorn eftir Davíð sem hann nefnir Jónsmessu: Fagnar allt og fer á stjá. Óðinshani er á spani út við flóðin fagurblá. Rjóðrið þar sem reyrinn grær, dreifir angan daginn langan. Ilminn teygar austanblær. Síli, vermt af sólarglóð, er í leyni undir steini. Nú er gott á norðurslóð. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Líf og starf Réttað var í Tungnaréttum í Biskupstungum þann 12. septem- ber sl. Þá voru liðin 60 ár síðan réttirnar voru teknar í notkun eftir breytt staðarval árið 1955. Að venju var mikið fjör og margt um manninn þegar féð var rekið í réttina um fyrri helgi. Fjallkóngurinn var kona að nafni Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir frá Bræðratungu. Ekki var síður handagangur í öskjunni þegar dregið var í dilka og ekki var laust við að einn og einn dreypti á söngvatni. Frá gamalli tíð stóðu Tungnaréttir á bakka Tungufljóts í landi Holtakota, rétt ofan við Koðralæk. Þær voru hlaðnar úr hraungrjóti eins og algengast var á þeim tíma. Árið 1955 var ráðist í að endurnýja rétt- irnar og þá voru þær færðar niður með fljótinu og reistar við fossinn Faxa eða á þeim stað þar sem þær eru núna. Í febrúar 2012 stofnuðu heima- menn í Biskupstungum félagið Vini Tungnarétta gagngert til að endurbyggja réttirnar í uppruna- legri mynd. Stofnfélagar voru um 100 talsins. Á stofnfundinum kom strax í ljós að mikill áhugi var fyrir verkefninu og fjöldi stofnfélaga fór fram úr björtustu vonum. Þann 14. september 2013 var fyrst réttað í nýjum Tungnaréttum í Biskupstungum og dregið í dilka sem eru 25 talsins. Hver þeirra tekur um 400 fjár og samtals rúm- ast því um tíu þúsund fjár í dilkum réttarinnar. Formleg vígsla réttar- innar fór svo fram laugardaginn 21. júní 2014 með borðaklipp- ingu Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra og Helga Kjartanssonar, þá nýkjörins odd- vita Bláskógabyggðar. Var þetta hans fyrsta embættisverk. Það var Ruth Örnólfs sem ,var fulltrúi Bændablaðsins í Tungnaréttum að þessu sinni og tók hún meðfylgjandi myndir. Réttað í endurnýjuðum en 60 ára gömlum Tungnaréttum D MÆLT AF MUNNI FRAM 138 Myndir / Ruth Örnólfs. - -

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.