Bændablaðið - 24.09.2015, Page 8

Bændablaðið - 24.09.2015, Page 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Innflutningur á tollfrjálsu frosnu svínakjöti verður auk- inn í 700 tonn á næstu fjórum árum verði nýr tollsamningur við Evrópusambandið samþykktur. Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir svínabændur lítið geta gert til að rétta sinn hag í kjölfar samningsins án aðkomu stjórnvalda. „Árið 2007 var gerður gagn- kvæmur samningur um toll- frjálsan innflutning á 200 tonnum af frosnu svínakjöti frá löndum Evrópusambandsins og svína- bændur töldu þá ljóst að þeir fengju sambærilegan útflutningskvóta á móti og gerðu kröfu til þess. Því var hafnað af landbúnaðarráðuneytinu á sínum tíma og kvótinn notaður til að flytja út lambakjöt í staðinn,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. Heildarinnflutningurinn nærri 2.000 tonnum „Núna er hugmyndin að auka inn- flutning í 700 tonn en við höfum ekki farið fram á að fá sama kvóta á móti til að flytja út kjöt og ætlum ekki að gera það. Auk þess er gert ráð fyrir verulegri aukningu í inn- flutningi á unnum kjötvörum. Þannig gæti heildarmagn innflutnings svína- kjöts verið um 2.000 tonn að teknu tilliti til beinahlutfalls. Á síðasta ári, 2014, voru flutt inn tæp 600 tonn af frosnu svínakjöti til landsins, þar af voru 200 samkvæmt samningi frá 2007. Einnig var flutt inn svínakjöt í unnum kjötvörum en við höfum ekki tiltækar upplýsingar um magnið. Hljóta að vera með áætlun „Svínabændur geta í raun gert lítið til að bæta sinn hag án aðstoðar rík- isvaldsins verði tillagan um aukinn innflutning á svínakjöti samþykkt. Ég tel því víst að þau hafi hugsað málið til enda og vera með einhvers konar áætlun í huga, eða ég vona það að minnsta kosti.“ Keppt á ójöfnum forsendum Samkeppnisstaða svínakjöts- framleiðenda á Íslandi er engan veginn sambærileg við það sem gerist í Noregi og í löndum Evrópusambandsins að sögn Harðar. „Ef horft er til svínaræktar í Noregi þá nota stjórnvöld þar Olíusjóðinn til að tryggja byggð í landinu og sum af stærstu búunum þar eru eins og minnstu búin hér. Í löndum eins og Danmörku, Þýskalandi, Spáni og Póllandi eru aftur á móti mörg risastór bú þar sem hægt er að ná verðinu niður í krafti stærðarinn- ar. Notkun á sýklalyfjum í þessum löndum er víða látin viðgangast og sögð fyrirbyggjandi. Auk þess sem lyfjanotkunin eykur vaxtarhraða dýranna fyrirbyggja þau sjúkdóma og það lækkar kostnað.“ Hörður segir íslenska svína- bændur ekki gera kröfu um að notk- un sýklalyfja hér verði með sama hætti og í útflutningslöndunum þar sem þeir leggi mikla áherslu á holl- ustu afurðanna sem þeir framleiða. Læknar og sýklafræðingar hafa ítrekað varað við notkun þeirra og segja notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhvata í landbúnaði tengjast mesta lýðheilsuvandamáli samtím- ans sem er sýklalyfjaofnæmi. Hann segir aftur á móti að ákvörðun um notkun þeirra sé stjórnvalda og vilji þau auka notkun í svínarækt hér á landi til að jafna samkeppnisstöðu bænda þá hlýði þeir þeim tilmælum. „Það sem skiptir mestu í sam- bandi við samkeppnisaðstöðuna er hvernig kostnaður við framleiðsl- una verður til. Orkukostnaður hér á landi er í sumum tilfellum lægri en í Evrópu en á móti þurfum við að nota meira af orku vegna veðurfarsins. Vextir hér á landi eru einnig hærri en þekkist annars staðar í Evrópu og það hefur líka sitt að segja.“ Líklegt að einhverjir bregði búi Hörður telur líklegt að einhverjir hérlendir svínabændur muni bregða búi í kjölfar aukins innflutnings. „Annað er nánast óhugsandi. Hér á landi eru nokkur stór fyrirtæki sem koma að vinnslu afurða úr svínakjöti og ég veit ekki hvernig þau koma til með að bregðast við innflutningnum. Sum þessara fyrir- tækja hafa flutt inn talsvert af svína- kjöti undanfarin ár og hugsanlega auka þau einfaldlega við hann,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélagsins. /VH Fréttir Tollfrjáls innflutningur á kjúklingakjöti 1.000 tonn eftir fjögur ár: „Reiðarslag fyrir kjúklingabændur“ − segir Jón Magnús Jónsson, varaformaður Félags kjúklingabænda Innanlandsframleiðsla á kjúkl- inga kjöti er um 8000 tonn af skrokkum á ári. Árið 2014 voru flutt inn um 1.000 tonn af frosnu og beinlausu kjúklingakjöti og voru 200 tonn af því tollfrjáls. Á næstu fjórum árum stendur til að auka tollfrjálsan innflutning á kjúklingum í 1.000 tonn. „Hugmyndin um aukna niðurfell- ingu á tollum af innfluttu kjúklinga- kjöti er hreint reiðarslag fyrir fram- leiðendur kjúklingakjöts á Íslandi,“ segir Jón Magnús Jónsson, alifugla- bóndi að Reykjum og varaformaður Félags kjúklingabænda. Á síðasta ári voru flutt inn um 1.000 tonn af frosnu kjúklingakjöti og þar af voru 200 tonn tollfrjáls. Samkvæmt þeim tillögum sem liggja frammi um tollfrjáls viðskipti við lönd innan Evrópusambandsins á sá kvóti að hækka í 1.000 tonn á næstu fjórum árum. Ógn við innanlandsframleiðslu Jón Magnús segist óttast að aukinn tollfrjáls innflutningur þýði í raun að innflutningur á fuglakjöti verði frjáls til landsins. „Tollar á magn umfram þessi þús- und tonn er föst krónutala og ég hef ekki heyrt neitt um að hún eigi að breytast umfram það sem hún er í dag. Gangi þetta eftir er ég hræddur um að framleiðendur verði alvarlega að hugsa sinn gang og jafnvel pakka saman og hætta starfsemi.“ Kjúklingabændur hafa rætt mikið saman að undanförnu og eru á einu máli um að þetta hafi verulegar forsendubreytingar í för með sér. Alls óvíst er hvernig þetta þróast áfram nema að ljóst er að innflutn- ingur muni aukast verulega. Það muni þrengja enn frekar að innlendri framleiðslu og gera hana óhagkvæm- ari. Ólík samkeppnisaðstaða „Vegna smæðar íslenska markaðar- ins eru íslensk kjúklingabú agnarsmá miðað við meðalstór bú í löndum Evrópusambandsins. Á Íslandi eru vikmörk fyrir salmónellu 0% sem þýðir að komi upp smit í kjúklinga- búi er öllum kjöti og fuglum fargað. Erlendis er smituðum fuglum víða slátrað og þeir settir matreiddir á markað. Þegar kemur að vörnum gegn smiti á kamfílóbakter stönd- um við öllum þjóðum framar. Hér eru tekin sýni úr fuglum fyrir slátrun og finnist smit fer kjötið ekki ferskt á markað. Reyndar er sjúkdómastaðan og sýklalyfjanotkun hér allt önnur og mun minni en í öðrum Evrópulöndum og þeim löndum sem kjötið er flutt inn frá. Reglur um aðbúnað og þéttleika eru meiri hér en almennt í Evrópulöndum sem enn frekar ýtir undir aðstöðumun í framleiðslu- kostnaði en auki velferð alifugla hérlendis,“ segir Jón Magnús. Sér ekki fram á útflutning í bráð Jón segist ekki sjá fyrir sér í fljótu bragði hvernig kjúklingabændur geti brugðist við aukinni samkeppni á markaði samfara auknum innflutn- ingi á tollfrjálsu kjöti. „Það er nokk- uð ljóst að við förum ekki í sókn í útflutningi fyrsta kastið. Til þess að skapa okkur þá sérstöðu sem þarf til þess þarf mikið fjármagn og langan undirbúning.“ Eins og að fá blauta tusku í andlitið „Að mínu mati er um þessar mund- ir verið að reka fleyg í samstarf búgreina á Íslandi. Á sama tíma og sauðfjár- og kúabændum er gert kleift að auka sína framleiðslu sé alifugla- og svínabændum gert erfitt fyrir,“ segir Jón Magnús Jónsson, varafor- maður Félags kjúklingabænda. /VH Jón Magnús Jónsson, alifuglabóndi að Reykjum og varaformaður Félags kjúklingabænda. Með samningunum við ESB lækkar tollur á frönskum kart- öflum um 40% en hann er ekki felldur niður. Annað dæmi um breytingu er að heimilt er að leggja 378% verðtoll og 50 kr/kg magntoll á bökunarkartöflur í tollskrá, en mörg undanfarin ár hafa stjórn- völd heimilað að þær séu fluttar inn tollfrjálst með árlegri útgáfu reglugerðar. Með samningnum afsalar Ísland sér þessari álagn- ingarheimild gagnvart ESB og tollfrjáls innflutningur á bökunar- kartöflum frá ESB er festur í sessi. Fjölmörg sambærileg dæmi má finna í samningnum. Gagnkvæm viðurkenning afurðaheita Samið er um gagnkvæma viður- kenningu afurðaheita, það er að Ísland fær aðild að skráningar- kerfi ESB um landfræðilega vernd vöruheita. Það þýðir að Ísland viðurkennir skráningar ESB á slíkum vöruheitum sem mörg eru vel þekkt, til dæmis fetaostur, Rioja skinka, Stilton- ostur og fleira. Að sama skapi geta framleiðendur hér fengið afurðir sínar skráðar og verndaðar innan ESB, svo sem skyr eða aðrar vörur sem eiga rætur í íslenskri sögu eða hefðum, geti þeir sýnt fram á sér- stöðu þeirra. Nýir samningar koma í stað samninga frá 2001 og 2007 Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að formlegar viðræður hafi byrjað árið 2012. Þar kemur einnig fram að nýjum samningum sé ætlað að koma í stað samninga frá 2001 um viðskipti með unnar landbúnaðarvörur og 2007 um viðskipti með óunnar landbúnað- arvörur. Með þeim muni að mati ráðuneytisins vöruúrval aukast og vöruverð lækka til hagsbóta fyrir neytendur – auk þess að fela í sér veruleg ný tækifæri fyrir útflytj- endur. Samningarnir munu nú fara í lögfræðilega yfirferð og lokafrá- gang og verða lagðir fyrir til form- legs samþykkis ESB og íslenskra stjórnvalda. Niðurfelling tolla og afsal á álagningarheimildum Tollfrjáls innflutningur á frosnu svínakjöti 700 tonn eftir fjögur ár: „Vona að stjórnvöld hafi hugsað málið til enda“ – segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skilaboð náðist ekki í Sigurð Inga Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttar. Þar stóð til að spyrja hann um nýjan samning milli Íslands og Evrópusambandsins um tolla og verslun með búvörur. Þar á meðal hvort stjórnvöld hafi lagt mat á áhrif samningsins fyrir einstakar búgreinar og hvort til standi að veita þeim greinum sem verst koma út úr breytingunum stuðning. /VH Ekki náðist í Sigurð Inga landbúnaðarráðherra

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.