Bændablaðið - 24.09.2015, Page 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015
Fréttir
Dýraverndarsamband Íslands
(DÍS) hefur sent áskorun til
Sigurðar Inga Jóhannsson, sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, um að setja reglugerð um
bann við innflutningi og sölu á
dýraafurðum sem eru framleidd-
ar í andstöðu við íslensk lög um
velferð dýra.
„Það er afstaða Dýraverndar-
sambandsins að marklaust sé að
auka velferðarstig íslenskra húsdýra
sem leggja okkur til afurðir, ef inn-
flutningur afurða sömu dýra sem
alin eru erlendis við lægra velferðar-
stig er óheftur,“ segir Hallgerður
Hauksdóttir, formaður DÍS.
„Sérlega ógeðfelldar afurðir
eru til dæmis foie gras-kæfa sem
augljóslega er framleidd með hætti
sem ekki yrði leyfður hér vegna
dýraverndarsjónarmiða. Þetta er
selt hér á landi. En jafnframt er
hann meiri þáttur hinna vanalegu
búfjárafurða sem fluttar eru inn og
jafnframt framleiddar hér heima
þar sem huga þarf að velferð dýra.
Við teljum áríðandi að stuðla að
góðum búskap þar sem bóndi býr
að bústofni sínum, en sporna við
þauleldi.“
Neytendur kynni sér velferð dýra
sem nýtt eru til matar
„Jafnframt þessu teljum við áríð-
andi að neytendur kynni sér velferð
þeirra dýra sem leggja til afurðir.
Þar er annars vegar fyrrnefnt sjón-
armið um innflutning og hins vegar
vottun á dýraafurðum hér heima.
Dýraverndarsamband Íslands vinnur
að undirbúningi velferðarvottunar
búfjárafurða í íslenskum búskap.“
Áskorunin sem stjórn
Dýraverndarsambands Íslands sendi
ráðherra er svohljóðandi:
„Á Íslandi hefur tíðkast að selja
sem sælkeramat í verslunum og á
veitingastöðum anda- og gæsalifrar-
kæfuna foie gras, sem framleidd er
erlendis. Hefðbundin foie gras kæfa
er framleidd með aðferð sem er
andstæð dýravelferð og ljóst er að
slík framleiðsla yrði ekki leyfð hér
á landi. Fóður er þvingað með röri
niður um háls fuglanna, með það
að markmiði að framkalla ofvaxna
lifur, svokallaða fitulifur. Þetta er
ill meðferð á dýrum hvernig sem á
það er litið.
Við hvetjum ráðherra til að setja
reglugerð um bann við innflutningi
og sölu á dýraafurðum sem eru fram-
leiddar í andstöðu við íslensk lög um
velferð dýra (nr. 55/2013). Heimild
er til þess í 25. gr. laganna, um
dreifingu og merkingu dýraafurða.
Stjórn DÍS telur óásættanlegt að
heimilt sé að selja hér á landi afurðir
sem byggja á illri meðferð dýra og
einnig vörur sem framleiddar eru
með minni dýravelferð en leyfð er
hér á landi.
Jafnframt hvetjum við neytendur
til að sniðganga þessar vörur og
benda söluaðilum á að þessi vara
sé framleidd með óverjandi aðferð-
um. Við hvetjum einnig veitingahús
og verslanir til að hætta sölu á foie
gras.“ /HKr.
Dýraverndarsamband Íslands:
Ekki verði fluttar inn dýraafurðir sem
stangast á við íslensk dýravelferðarlög
− augum ráðherra sértaklega beint að innfluttri gæsalifrarkæfu (foie gras)
Ríkisjarðir til sölu:
Fjöldinn svipaður
og undanfarin ár
Samkvæmt fjárlögum fyrir árið
2016 er heimiluð sala á 16 lóðum
og jörðum í eigu ríkisins. Fjöldinn
er svipaður og undanfarin ár.
Athygli vekur að land á Keldum
á Keldnaholti og við Úlfarsá er á
sölulistanum.
Óskar Páll Óskarsson, sviðsstjóri
hjá Ríkiseignum, segir að stærstur
hluti jarðanna sem er verið að setja
á sölu núna séu sömu jarðir og hafa
verið í söluferli undanfarin ár. „Til
að selja jarðir í eigu ríkisins þarf
heimild í fjárlögum að undanskildum
jörðum sem seldar eru til sveitarfé-
laga eða ábúenda þar sem almenn
söluheimild í jarðalögum er fyrir
hendi. Jarðir er fara í almenna sölu
fara aftur á móti í gegnum Ríkiskaup
á grundvelli söluheimilda.“
Jarðirnar sem nefndar eru í fjár-
lögum fyrir árið 2016 eru til dæmis
jarðir sem hafa losnað undanfarin ár
og eru ónýttar í dag og ekki búið að
ráðstafa. Óskar segir að fyrsta skrefið
í sölu ríkisjarða felist í því að leita
heimildar í fjárlögum. Sé heimildin
samþykkt á Alþingi sér Ríkiskaup
um almenna sölu.
„Þegar ákvörðun er tekin um að
selja jörð í ríkiseigu eru allar ákvarð-
anir teknar á grundvelli hagsmuna
ríkissjóðs en ekki hagsmuna þeirra
sem hafa áhuga á að kaupa jörð.
Það er gert til að koma í veg fyrir
hagsmunaárekstra ríkisins og hugs-
anlegra kaupenda. Sé ákveðið að
selja jörð á almennum markaði er
öllum landsmönnum gert mögulegt
að bjóða í hana.
Jarðir til sölu hjá Ríkiskaupum
eru seldar hæstbjóðanda en eigi jörð
að fara í ábúð eða leigu er hæfasti
umsækjandinn valinn úr hópi þeirra
sem sækja um eftir almenna auglýs-
ingu. /VH
Aðferðirnar sem notaðar eru til að ala gæsir sérstaklega vegna lifrarinnar
eru mörgum þyrnir í augum.
Gæsalifur, sem á fínu veitingahúsa-
máli heitir „Foi gras“, þykir eftirsótt
lúxusfæða.
Áhrifamikið plakat þýskra and-
stæðinga hefðbundinna framleiðslu-
aðferða á gæsalifur. Þarna er búið að
setja konu í hlutverk gæsarinnar og
verið að troða í hana fóðri.
Jarðasala í fjárlögum fyrir árið 2016
• Landspildur í eigu ríkisins í Garðabæ.
• Hluti af landsvæðum ríkisins við Litla-Hraun.
• Hluti Jarðasjóðs af jörðunum Torfastöðum I og II í Rangárþingi
eystra.
• Selja eða leigja jarðirnar Gunnólfsvík I og II, Langanesbyggð.
• Heimila Jarðasjóði að selja ábúandanum á Reykhólum land-
spildur í grennd við jörðina.
• Selja land ríkisins á Keldum, á Keldnaholti og við Úlfarsá.
• Heimila Jarðasjóði að selja jörðina Nýrækt í sveitarfélaginu
Skagafirði.
• Selja eða leigja landspildur ríkisins við Grindavík.
• Heimila Jarðasjóði að selja jörðina Strönd í Skaftárhreppi.
• Heimila Jarðasjóði að selja jörðina Rofabæ 1 í Skaftárhreppi.
• Heimila Jarðasjóði að selja jörðina Bakkakot 1 í Skaftárhreppi.
• Heimila Jarðasjóði að selja jörðina Höskuldsstaði í Þingeyjar-
sveit.
• Heimila Jarðasjóði að selja jörðina Litla-Kamb í Snæfellsbæ.
• Heimila Jarðasjóði að selja jörðina Þverárdal í Húnavatnshreppi.
• Selja hluta af lóð Vegagerðarinnar að Borgarbraut 66 í Borgar-
nesi ásamt salthúsbyggingu sem er á lóðinni. Jafnframt að
kaupa eða leigja lóð að Borgarbraut 66 af Borgarbyggð. Nemarnir þrettán sem útskrif-
uðust frá Landgræðsluskólanum
í ár koma frá Eþíópíu, Gana,
Mongólíu, Úganda, Malaví,
Namibíu og Kirgistan. Sjö konur
og sex karlar.
Útskrift nema úr árlegu sex
mánaða námi skólans fór fram síð-
astliðinn fimmtudag, 17. september.
Markmið Landgræðsluskólans
er að byggja upp færni sérfræðinga
frá þróunarlöndum í landgræðslu,
umhverfisstjórnun og sjálfbærri
landnýtingu. Þetta er gert með því að
þjálfa sérfræðinga sem starfa við land-
græðslu- og landnýtingarmál í sam-
starfslöndum Landgræðsluskólans í
Afríku og Mið-Asíu.
Sérfræðingarnir sem koma til
náms við Landgræðsluskólann hafa
allir háskólagráðu sem tengist við-
fangsefnum skólans og starfa við
stofnanir í heimalandi sínu.
Landgræðsluskólinn hefur
starfað frá árinu 2007 og standa
Landbúnaðarháskóli Íslands og
Landgræðsla ríkisins að rekstri
skólans. Landgræðsluskólinn er fjár-
magnaður af íslenska ríkinu sem hluti
af framlagi Íslands til alþjóðlegrar
þróunarsamvinnu.
Í ávörpum við útskriftina var lögð
áhersla á mikilvægi landgræðslu og
sjálfbærrar landnýtingar í baráttunni
gegn landeyðingu og vísað í því sam-
hengi í ný alþjóðamarkmið SÞ um
sjálfbæra þróun sem verða samþykkt á
allsherjarþingi SÞ í lok þessa mánaðar.
Landgræðsluskólinn vinnur í anda
þess að stöðva landeyðingu, græða
upp illa farið land og koma í veg fyrir
eyðingu lands með því að stuðla að
sjálfbærri nýtingu landvistkerfa.
Ávinningurinn af því að bæta land-
gæði mun auka fæðuöryggi og minnka
þar með hungur og fátækt, stuðla að
betri heilsu og tryggara aðgengi að
hreinu vatni og draga úr áhrifum lofts-
lagsbreytinga. /VH
Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna:
Þrettán nemendur frá
sjö löndum útskrifast
Nemendurnir við útskriftina ásamt starfsmönnum Landgræðsluskólans og
stjórnarmönnum hans. Mynd / Landgræðsla ríkisins.
Icetrack ehf. Sími 773 4334
netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is
MICKEY THOMPSON
jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi
M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur.
Stærðir 32” - 54”
J E P PA D E K K
BAJA CLAW MTZDEEGAN