Bændablaðið - 24.09.2015, Side 14

Bændablaðið - 24.09.2015, Side 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Rangárþing eystra ákvað að láta lagfæra nokkrar eldri brýr í Þórsmörk og smíða þrjár nýjar færanlegar göngubrýr sem áttu að vera á hjólum. Nú er búið að smíða eina slíka hjólabrú sem væntanlega á eftir að nýtast gangandi ferðamönnum vel. Í aðdraganda að smíð nýrra göngubrúa var farið í vett- vangskönnun síðla árs 2014 til að kanna aðstæður og meta ástand þeirra brúa sem lagfæra þyrfti. Þessi framkvæmd var hugsuð til að bæta aðgengi fótgangandi ferða- manna um svæðið. Niðurstaðan var sú að í fyrstu atrennu yrði smíðuð 30 metra löng færanleg brú á hjól- um. Hugmyndin var að uppistað- an í brúarsmíðinni yrði gamlar kranabómur eða álíka grindur. Var Vélsmiðjan Magni ehf. á Hvolsvelli fengin til verksins. Undirverktaki vélsmiðjunnar er K2 tækniþjón- usta. Hefur eigandinn, Kristján Fr. Kristjánsson, annast útfærslu og stærstan hluta brúarsmíðinnar, en haft starfsmenn Vélsmiðjunnar Magna sér til aðstoðar. Kristján segir að stálgrindurnar sem fengust hafi ekki reynst haft nægan styrk einar og sér. Voru þær því styrktar með skúffubitum að neðanverðu og eins var smíðað handrið sem er hluti af burðarvirk- inu. Jafnframt var brúin lítillega forspennt. Hjólabúnaður brúarinn- ar eru framöxlar úr Mercedes Benz vörubíl með beygjubúnaði sem hægt er að tengja við dráttarbeisli. Kristján segir að smíðin hafi verið miðuð við að hafa þetta sem einfaldast en um leið að brúin yrði örugg fyrir þá sem sem nota hana. Hún er hönnuð til að þola þriggja tonna þunga. Tekur hann fram að brúin sé eingöngu hugsuð sem göngubrú fyrir fólk og alls ekki ætluð fyrir hross né annað búfé. Brúin var flutt inn að Krossá í lok júlí í tveim hlutum sem dregnir voru með dráttarvél frá Hvolsvelli. Síðan var allt boltað saman á staðn- um. Helstu stærðir. • Breidd um 0,9 metrar. • Lengd: 30 metrar • Burður: 3 tonn. • Burðarefnið er stál, en brúar- gólf er úr timbri. Fram undan er síðan smíði á tveim færanlegum göngubrúm til viðbót- ar og að lagfæra eldri göngubrýr á svæðinu sem hafa látið mjög á sjá. Greinilega veitir ekki af í ljósi auk- ins ferðamannastraums og því að ein göngubrú sem er við Langadal í Þórsmörk skemmdist í vatnavöxtum í Krossá á dögunum. /HKr. Fréttir Færanleg göngubrú yfir Krossá fyrir Þórsmerkurfara − með hjólabúnað úr Mercedes Benz og hægt að forða henni í vatnavöxtum Kristján Fr. Kristjánsson og sonur hans og aðstoðarmaður, Kristján Fannar Kristjánsson, á nýju 30 metra löngu göngubrúnni sem ætlað er að koma göngufólki á þurrum fótum inn í Þórsmörk. Eins og sést er hún á hjólum og því auðvelt að færa hana úr stað og forða henni frá tjóni þegar hætta er á miklum vatnavöxtum í Krossá. Myndir / Jakob Yngvason Brúin er með samanbrjótanlegum stigum á báðum endum til að auðvelda Alvöru vambir verða í boði Bæði Sláturfélag Suðurlands og SAH Afurðir verka vambir í yfir- standandi sláturtíð. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Júlíussyni hjá Kaupási verð- ur boðið upp á þrjár kalóneraðar vambir saman í poka strax í þessari viku á sláturmörkuðum í Krónunni á Selfossi og Nóatúni í Austurveri. SAH Afurðir eru þegar farnir að selja vambir í verslun sinni á Blönduósi og ætla að eiga vambir til sölu í sam- ræmi við þá eftirspurn sem verður. SS aftur byrjað að kalóna vambir Kaupás fær sínar vambir frá Sláturfélagi Suðurlands sem er aftur farið að kalóna vambir eftir árs hlé. Í sláturtíðinni í fyrra heyrðust háværar óánægjuraddir neytenda með það að ekki væri hægt að fá alvöru vambir í verslunum. SAH Afurðir á Blönduósi brugðust við og undir lok sláturtíðar var hægt að fá vambir frá Blönduósi á tilteknum sláturmörkuðum Krónunnar. /smh Vambirnar komnar á borðið. Mynd / HKr. Þann 5. október nk. mun Vélfang leggja af stað í hringferð um landið og verður fyrsti sýningar- staðurinn á Hvanneyri og sá síð- asti í Reykholti í Biskupstungum þann 16. október. Alls eru viðkomustaðirnir 28 og er m.a. farið um Vestfirði að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vélfangi. Starfsfólk Vélfangs hefur staðið í samningaviðræðum við veður- guðina og hafa þær viðræður að sögn gengið vel. Veður og færð gætu samt spilað stóra rullu á þess- um árstíma en allt verður lagt undir til að tímasetningar standist. Þann 9. október verður svo haldin stórsýning við Vélfang á Akureyri að Frostagötu 2a frá 10–16 þar sem öllu verður til tjaldað. Um kvöldið fer svo fram formleg opnun umboðs Vélfangs á Akureyri enda ekki seinna vænna þar sem opnað var í desember 2014. Veislan hefst klukkan 18 og mun standa til 22 og verða léttar veitingar í boði. Allir sem heimsækja Vélfangsmenn í ferðinni geta dottið í lukkupottinn og verður dregið í lok ferðar. Til þess þarf þó að skrá sig á þar til gerð eyðublöð og setja í stóra pottinn. Vélfang á hringferð um landið í október „Þarna hefur verið malarnám í áratugi og nú í sumar var ekki um að ræða mikið magn sem tekið var,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahrepppi, um malarnám Vegagerðarinnar á bökkum Fnjóskár skammt ofan við ósa árinnar. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli, lýsti yfir áhyggjum sínum yfir malarnáminu í síðasta Bændablaði og óttaðist að afleiðingar þess gætu orðið þær að áin fyndi sér annan far- veg í kjölfarið og kynni jafnvel að flæða yfir tún á jörðunum við Laufás og Áshól. Unnið í samráði við veiðifélagið Þröstur segir að malarnámið nú í sumar hafi verið unnið í samráði við veiðifélag árinnar og að leiðarljósi haft að lágmarka líkur á að áin breyti sér. Ekki megi taka möl beint upp úr ánni. „Það hefur enginn kvartað við mig vegna þessa og ég held að áhyggjur Bergvins séu óþarflega miklar,“ segir Þröstur. /MÞÞ Malarnám á bökkum Fnjóskár: Óþarfa áhyggjur af að áin breyti um farveg − segir sveitarstjórinn í Grýtubakkahreppi Bæjarráð Norðurþings hefur skorað á stjórnvöld að falla frá áformum um að skerða framlag til viðhalds flugvalla á landsbyggð- inni, en slík áform koma fram í fjárlagafrumvarpinu. Í bókun bæjarráðs Norðurþings vegna málsins er vitnað í fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 2016, þar sem segir að gert sé ráð fyrir að fjárheim- ild vegna þessa liðar lækki um ríflega 516 milljónir króna að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. Annars vegar sé gert ráð fyrir að 500 millj- ón króna tímabundið framlag til viðhalds flugvalla á landsbyggðinni falli niður og hins vegar er lagt til 16,5 milljón króna lækkun útgjalda til að mæta aðhaldsmarkmiðum í frumvarpinu. Unnið verði að nauðsynlegum úrbótum Bæjarráð vekur athygli á því að starfsemi á Húsavíkurflugvelli hefur aukist og eflst undanfarin ár. Fram undan er mikil atvinnuuppbygging á svæðinu og jafnframt hefur ferða- mannafjöldi aukist hratt. Á sama tíma hefur lengi legið fyrir brýn þörf á viðhaldi og úrbótum á búnaði á Húsavíkurflugvelli. Fulltrúar Isavia kynntu bæjarráði Norðurþings áform fyrirtækisins um viðhaldsaðgerðir á fundi fyrir nokkrum mánuðum. Bæjarráð fer fram á það að nauðsyn- legar úrbætur verði framkvæmdar á Húsavíkurflugvelli og ríkisvaldið sinni þar með þeim innviðum sem því ber í samgöngukerfi landsins. Framkvæmdir og ferðamenn Stjórn Framsýnar hefur látið málið til sín taka og í ályktun frá félaginu eru stjórnvöld hvött til að hefjast þegar í stað handa við lagfæringar á flug- vellinum. „Ekki síst í ljósi þess mik- ilvæga öryggishlutverks sem hann gegnir auk þess sem flugumferð um völlinn hefur stóraukist vegna fram- kvæmdanna sem tengjast Bakka og fjölgunar ferðamanna,“ eins og segir í ályktuninni. Stjórn félagsins fagnar mikilli aukningu farþega um Húsavíkurflugvöll milli ára og skorar á flugmálayfirvöld og Isavia að hraða viðgerðum á vellinum til að auka flugöryggi. Fyrir liggi að ljósabúnaður er ófullkominn og eins sé aðkallandi að ráðast í lagfæringar á slitlagi flugbrautar. Öryggishlutverk vegna sjúkraflugs „Húsavíkurflugvöllur er ekki einungis notaður fyrir farþegaflug heldur gegnir hann mikilvægu öryggishlutverki varðandi sjúkraflug. Nú þegar miklar framkvæmdir eru að hefjast á Húsavíkursvæðinu sem tengjast uppbyggingu á orkufrekum iðnaði á Bakka er afar mikilvægt að öryggi Húsavíkurflugvallar verði tryggt sem best.“ /MÞÞ Bæjarráð Norðurþings um viðhald flugvalla: Fallið verði frá áformum um að skerða framlög

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.